Rökkur - 01.09.1922, Blaðsíða 65
175
dreymir sjálfan sig á verði. Beint á móti var veit-
ingahúsið. Hann lítur þangað votum augum. Þar
er sungið og drukkið og hrópað, og köllin skera
eyðiþögn næturinnar. Og Úlanarnir ríða í burtu
og neistar hrökkva undan hófum fákanna. Og nótt-
in er honum löng, þarna sem hann situr á hesti sín-
um. Alt er hljótt. Öll ljós eru slökt. Og þokan
Iegst á landið. Nú rís hún upp og er eins og stórt,
hvítt ský yfir allri jörðinni. Hafstórt ský, finst hon-
um. Nóttin er kyr og köld, í sannleika pólsk nótt.
Bráðum mun dagur rísa í austri. — Hanagal kveður
við hjá hverjum kofa. Storkarnir umla úti í fjarsk-
anum. — Úlananum líður betur. 1 gær höfðu menn
talað um “orustu á morgun”. Húrra! Þar verður
geyst farið, með flögg í brjósti fylkingar, og heróp
verður á hvers manns vörum. Blóð hins unga Úlana
ólgar, þó enn sé kalt. En dagur er á lofti. Nóttin
horfm. Skógar hafa birst, runnar, rjóður, raðir
húsa, mylnan, grenitrén. Hvílíkt land! Fagurt, heill-
andi, í skini morgunsólarinnar.
Ó, landið fagra, eina landið!
Þögn. Varðmaðurinn, Úlaninn, leggur við hlust-
irnar. Einhver nálgast! Varðmannaskifti! Auðvit-
að! Skyndilega er kallað harðneskjulega:
“Gamli karl! Upp! Vaknaðu! Hvað er um að
vera? Hvernig í dauðanum —?”
Öldungurinn opnar augu sín og starir undrandi á
þann, sem mælt hafði. Leifar draumsýnanna virð-
ast enn virkileiki. Nú blasir virkileikinn kaldur við