Rökkur - 01.09.1926, Side 35

Rökkur - 01.09.1926, Side 35
33 Hún var þó móðir drengsins hans, og kannske hafði hún altaf, þrátt fyrir alt, viljað vel. t*ar að auki, hann þurfti ekki að leggja eins mikið erfiði á sig nú. Gat hugsað um annað en verzlun og viðskifti. Hann langaði til þess að sjá drenginn sinn. Hann hafði hann aldrei augum litið. Pegar Josiah fékk vitneskju um, að hann ætti sér son, var drengurinn þriggja ára. Og svo var komin í hann heimþrá. í tólf ár hafði hann ekki séð snjó og oft var hann að hugsa um, hvort ber og ávextir Nýja Englands væri ekki betri á bragðið en Californiu-ávextir. Hann mintist gömlu daganna í Nýja Englandi og löngun til þess að líta það augum á ný vaknaði, Að líta það á ný áður en hann dæi. Og svo — síðast en ekki síst: Orðið skylda og það, sem við það er hnýtt, bjó í hug hans. Agatha var konan hans. Nú ætiaði hann að sækja hana, fara með hana vestur. Hann þóttist viss um, að sér væri það óhætt. Hann var maður 3

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.