Rökkur - 01.09.1926, Page 68
66
inn hvert för þinni væri heitið, en vind-
urinn þaut fram hjá án þess að svara.
Enn þá spyrðu, en ekkert svar.
Þú syngur um systkini þín, sem
fædd voru í sama hreiðrinu, en þu
veist eigi örlög þeirra. Þú spyrð mán-
ann. Hann glotti við þögull og þú ert
engu nær. Máski kjör systkina þinna
hafi orðið söm og þín. Mennirnir eru
enn svo kærleikssnauðir. Þú syngur um
heiðloftið bláa. Hve ljúft var eigi að
láta berast með sumarvindunum hátt í
lofti og horfa þaðan niður á jörðina;
margar myndir birtust þá sjónum, sær-
inn breiður og blikandi, grænir akrar
og gnæfandi skógar, stóiborgir með há-
reista turna, og lág sveitaþorp. Langt
var til jarðarinnar og mennirnir voru
líkastir örlitlum möðkum, sem skriðu í
duftinu. Pú syngur um dýrð þá er þú
sást að skýjabaki, sólarmegin.
Söngvar þínir eru ofnir öllum þessum
hljómum, en sem þungt undirspil ómar
harmur þinn yfir glötuðu frelsi og rán-
^irni mannanna.