Rökkur - 01.09.1926, Page 71

Rökkur - 01.09.1926, Page 71
69 andi haustkvölda. Það er enn mitt land — og þitt. Móðurlandið, landið, sem mótaði sál móður minnar — og þinnar. Föðurlandið, þar sem eg, barnið, gekk sæll við hlið föður míns og þú við hlið föður þíns. Landið, þar sem vagga okkar var. Landið, sem við öll vildum eitt sinn — og kanske viljum enn — að sæi hinsta bros okkar, eða hinsta tár. Pað land er Island, það land er enn land okkar, þó örlög hafi því valdið, að það er eigi lengur dvalarstaður vor. Tungan, sagan, sál Islands, er enn okkar tunga, okkar saga, okkar sál. En tungan, sagan, sál íslands, og ísland sjáltt, er eitt og hið sama. Við erum enn íslensk. Sálir vorar eru íslenskar. Við erum ísland sjálft. Sjóndeildarhringurinn víkkar; andans hringur víkkar, eftir því sem árin líða. Þó langt sé leitað, um lönd og höf, að láni og farsæld, og hringur andans vikki, víkki, þá er »ættjörð samt inst í

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.