Rökkur - 01.09.1926, Page 75
73
Mundu það einnig, þegar miðnætur-
sólin kysti land og lá. Þegar miðsumar-
friðurinn ríkli. Þegar dökkblá fjöllin
stóðu á höfði í gulli lituðum sjónum og
hvítur jökullinn sýndist rósrauður í
skini aftansólarinnar.
Mundu það þannig og gleymdu því
ekki, að einnig á slíkum stundum mót-
uðust islenskar sálir, Mildar, ástríkar
sálir, sál móður minnar — og þinnar.
Sálir íslenskra kvenna.
Mundu það í söng skáldsins. Mundu
sál íslands eins og skáldið lýsti henni
með pennadráttum; skáldið, skáldin,
skáldin okkar mörgu og góðu.
Mundu sál þess í orðum Njáls, Þor-
geirs og Jóns Arasonar. Mundu hana í
sál Gunnlaugs og Steingrims, Kórmáks
og Þorsteins, Egils og Einars. Mundu
hana eins og óþektir íslenskir listamenn
hundruðum saman greyptu hana í myndir,
sem prýddu söðulboga mæðra okkar,
asklokið hans langa-langafa þíns, og
mundu hana eins og hún var ofin í
glitklæði víkinganna og kvenna þeirra.