Rökkur - 01.09.1926, Side 93

Rökkur - 01.09.1926, Side 93
91 <dyrastaf og starði framundan. Sveiti gljáði honum á enni og var auðséð, að hann hafði nýlokið einhverju staríi. Hann var hár maður vexti, en nú lotinn, enda við aldur. Undarleg við- kvæmni var í svip hans. Og hann mælti eins og við sjálfnn sig: »Hvað tíminn flýgur!« Og hann tók ekki strax eftir mér, hnokkanum með ljábakkana og blöðin. En vel tók hann mér, undir eins og hann kom auga á mig, eins og hans var von og vísa. Og ég varð að hinkra við, uns hún dóttir hans lcom heim úr svarðargryfjunni, til þess að setja ketil á hlóðir. Hvað tíminn flýgur! Pað var meira í þeim orðum en mig þá grunaði. Hún dóttir hans, sem heim kom úr svarðargryfjunni þenna vordag, var eina barnið, sem eftir var heima. Hin voru löngu komin vestur um haf. Og hún móðir hennar hafði farið hinstu

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.