Rökkur - 01.09.1926, Page 95

Rökkur - 01.09.1926, Page 95
93 torfu, að nafni að eins. Og mér flugu aftur í hug orð hans. Og eg óskaði þess, að mynd hans væri eins skýr í hugum þeirra og hún var í huga mínum, enda þótt eg þættist verða var sömu göfgi og stillingar í svip þeirra og fyrr í hans, og eg teldi það fyrirboða þess, að þau myndu feta i fótspor hans að því leyti, að þeim mundi takast það, sem reynist mörgum eríitt, að rækta vel sinn innri mann. Mér varð það ljóst þá, að minn- ingin um Þórð á Læk átti sér djúpar rætur í huga mínum. En mér varð það þó enn ljósara seinna. Eg var kominn heim, heim til »gamla lands- ins«. Og leið mín lá um gömlu bernskustöðvarnar. Það var að vetrar- lagi. Kaldur norðanblásturinn sópaði bygðina í sjó fram. Við vorum tveir saman og vorum komnir allangt upp í héraðið. Þá var snögglega riðið fram á okkur. Heilsað í snatri og aftur sprett úr spori. Þar var kona á ferð og fór ein saman. Eigi gafst mér færi

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.