Rökkur - 01.09.1927, Blaðsíða 4

Rökkur - 01.09.1927, Blaðsíða 4
50 Hökkur. Soffía Kvaran Ieikkona. Frú Soffía Kvaran er dóttir Guðlaugs heitins Guð- mundssonar, alþingismanns og bæjarfógeta á Akur- eyri, og konu hans, Oliviu Mariu. Er móðir frú Kvaran sænsk kona. •Leiksaga Soffíu Kvaran er glæsileg. í meir en tug ára hefir hún haft mörg mjög vandasöm hlutverk til meðferðar á leiksviði hér í bæ. Þó er hún ung kona og auðnist henni að beita hæfileikum sínum á- fram fyrir þá list, leiklistina, sem engri er óæðri, ætti skeiðið sem framundan er, að verða frægðar- skeið enn meira en það, sem þegar er runnið. Hún kom hingað til Reykjavíkur 1916 og lék þá um haustið í fyrsta sinni með Leikfélagi Reykjavíkur (Þórdísi í „Syndir annara“). Þangað til hún fór ut- an í fyrra lék hún með Leikfélaginu í flestum eða öllum leikritum, sem það hefir sýnt. Utan fór hún til þess að fullkomna sig í listinni og fékk örlítinn styrk til þeirrar farar af opinberu fé. M. a. hefir Soffía Kvaran leikið þessi hlutverk: „Stasia“ („Ó- kunni maðurinn“ — J. K. J e r o m e), „Alma“ („Heimkoman“, — Sudermann), „Frk. Júlía“ (Strindberg), „Marie Luise“ („Þjófurinn" — Bernstein), „Frú Margréti á Sólhaugum“ (I b- sen), „Prossy“ („Candida“ — Shaw), „Trú“, („Gluggar', J. Galsworthy), „Frú Clivedan Banks“ („Á útleið“, — Sutton Vane), „Viola“ (Þrettándakvöld — Shakespeare), „Frú Ás- dal“, (Stormar), „Fríður“, (Dansinn í Hruna — Indriði Einarsson), „Nonna“ (Vér morð- ingjar —- K a m b a n) o. s. frv.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.