Rökkur - 01.09.1927, Blaðsíða 18

Rökkur - 01.09.1927, Blaðsíða 18
Rökkur. 64 Hann heíir setið á þjóðsamkundu lands síns og verið leið- togi hægfara jafnaðarmanna. Vann hann mikið og þarft verk í þarfir alþýðu manna í Ghent (Gent, Gand), en þar var hann fæddur og þar hefir hann lengst alið aldur sinn. Bækur. Iðunn Xl„ 2. hefii. Efni: ísland fullvalda riki, eftir Sigurð Þórðarson, fyrverandi sýslumann. Hvalveiðar í Suðurhöfum, eftir Magnús Jónsson. Nóttin dregur, kvæði eftir Böðvar frá Hnifsdal. Húsið hennar Evlaliu, smásaga eftir Henry Harland, þýdd af Sigurði Gunnarssyni. Þjóðmálastefnur, í itgerð, ágætlega skrifuð, eft'ir Jónas Þorbergsson ritstjóra. Ritstjóri Iðunnar er nú Arni Haligrimsson og heldur hann vel á lofti heiðri hennar. Eimreiðin XXXIII., 2. h. Efnið i þessu hefti er fjölbreytt og skemtilegt. Ber sérstaklega að nefna eftirtektarverða grein um Þorgeir Ljósvetningagoða, eftir dr. Valtý Guðmundsson og ágæta grein um Islandsvininn Dr. W. A. Craigie, málfræðinginn fræga. Sú grein er eftir Snæbjörn Jónsson. Loks má nefna fróð- legt yfirlit með myndum um ríkjaskipun i Evrópu nú. Ritsjáin er góðra gjalda verð að vanda. Eru fáir ritdómar í henni, en jtarlega skrifað um hverja einstaka bók. Ýmislegt fleira^er i heftinu, en hér er hið merkasta talið. Afgreiðsla Rökkurs er fyrir nokkru flutt heim til útgef- anda, í hús Jóhanns Ólafssonar við Garðastræti. Er hún opin kl. 3—5 og 8—9 síðd. alla virka daga. Sími 1558. Til áskrifendanna. Framtíð Rökkurs er undir skilvísi á- skrifendanna komin. þeir, sem eigi hafa greitt fyrir þenna árg., eru því beðnir að gera það nú þegar. VI. árg. hefst með árinu 1928 og kostar aðeins kr. 3.00 alt árið (12 blöð). Efni verður svipað og áður, mikið af æfintýrum og mynd- um. — I næsta hefti verður grein með mörgum myndum um Jóhannes glímukappa Jósefsson. Prentsmiðjan Actn.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.