Rökkur - 01.09.1927, Blaðsíða 5

Rökkur - 01.09.1927, Blaðsíða 5
Hökkur. 51 Soffía Kvaran er gædd óvenjulegum leiklistar- hæfileikum. Þar sem henni hefir best tekist getur engum dulist, að hún er afburða leikkona, sem mundi sóma sér prýðilega á leiksviði einhvers gamla menningarlandsins. Kannske lætur henni best að leika tignarlegar, skapmiklar konur, eins og t. d. frú Margréti á Sólhaugum. í slíkum hlutverkum hefir hún náð svo hátt í listinni, að viðburður má teljast í leiklistarlífi bæjarins. Hæfileikar þessarar leikkonu eru þó ekki eingöngu á þessu sviði. Öðru nær. Leikur hennar í Kambans- leikritunum í sumar var prýðilegur, einnig í Sendi- herranum, þar sem hún leikur blíðlynda konu. En hæfileikarnir einir leiða ekki af sér, að menn nái langt í listinni. Það hefir þessari leikkonu verið ljóst. Því hún hefir bersýnilega lagt mikla rækt við að þroska hæfileika sína, en undir því er hvað mest komið, hvort sem hæfileikamir eru litlir eða miklir, að ástunda að komast lengra, heflast, ná meiri fegr- un. Af því frú Kvaran hefir verið þetta ljóst hefir henni alt af verið að fara fram. Sérstaka eftirtekt mína vakti, er eg kom heim eftir nokkurra ára burt- veru, og sá „Þrettándakvöld“, hve mjög rödd hennar hafði fegrast. En henni hefir einnig farið mjög fram í svipbrigðalistinni. Mætti nefna margt því til sönn- unar, en eitt verður að nægja: „1 kirkjusjónhverf- ingunni (í Dansinn í Hruna), er böðulsexin er reidd yfir höfði hennar, hygg eg að hún hafi komist lengst í að sýna sanna, lifandi list. Mun angistin í svip hennar lengi verða áhorfendum minnisstæð" (Þormar í Verði). — Violu i Þrettándakvöldi lék hún svo glæsilega, að engum mun gleymast, er á horfði.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.