Rökkur - 01.09.1927, Blaðsíða 14
60
Rökkur.
frjálslegra, sérstaklega fyrir þá, er ferðast með ung
börn. Gasvél, „vaskur“, ískældur skápur, áhöld til
þess að þvo upp og þurkur voru í litlu eldhúsi í öðr-
um enda vagnsins. Var snyrtilega um þetta gengið
af ferðafólkinu. Þarna gátu menn soðið sér egg eða
steikt, hitað sér te eða kaffi eða hitað pela handa
krökkum sínum o. s. frv. Sæti eru þannig gerð, að
búa má úr þeim rúm, og annast negi’a-þjónn það.
Er einn um nokkra vagna. Eru látin hrein lök og
koddaver í hvert „rúm“ í upphafi ferðarinnar. Þykk
fyrirhengi eru svo fyrir dregin og geta menn svo
háttað í makindum eins og heima hjá sér. Samferða-
fólkið var flest breskir innflytjendur og var alúð-
legt fólk.
Við komum til Winnipeg seint um kvöld. Frost var
allmikið og snjór yfir öllu. Frostið fanst okkur nap-
urt í fyrstu. Þórður bróðir minn tók á móti okkur.
Hann hafði eigi breyst til verulegra muna, þó hann
hafi nú dvalið lengi vestra. Fór hann í stríðið 1915
og var illa særður tvisvar, sérstaklega í seinna skift-
ið, og lá meira en ár í sárum sínum. Gaman þótti
mér að hitta Þórð eftir öll þessi ár og höfðum við
um margt að ræða fyrstu dagana; þessa vikuna var
íþróttamót mikið í Winnipeg og var því erfitt að fá
inni nokkurs staðar. Urðum við að fara á gistihús
fyrsta kvöldið, en með aðstoð Lögbergsmanna feng-
um við húsnæði von bráðar. Reyndu þeir að greiða
fyrir okkur eftir mætti og mega véstur-íslenskir
blaðamenn það eiga, að þeir eru tnjög hjálpsamir,
ef aðstoðar þeirra er leitað. Húsnæði fengum við í
húsi Sigurðar Þorsteinssonar (Thorsteinson) málara
á Simcoe St. Leigðum við lengst af hjá honum