Rökkur - 01.09.1927, Blaðsíða 6

Rökkur - 01.09.1927, Blaðsíða 6
52 Rökkur. Rökkur getur eigi óskað frú Kvaran — og þjóð- inni — neins betra, en að hún megi halda áfram starfi sínu fyrir leiklistina, að hún megi enn þrosk- ast og fullkomnast — og að hún megi starfa áfram hér. Mun það einróma álit leiklistarvina, að það megi undir engum kringumstæðum fara svo, að frú Kvaran hætti að leika hér. En þó slíkt hafi flogið fyrir, þá mun því enginn trúa, fyrri en fullreynt er Leikfélag Reykjavíkur hefir mörgum góðum kröft- um á að skipa, en það yrði því óbætanlegur hnekkir, ef það trygði sér ekki, að frú Kvaran héldi áfram að leika hér. Endurminningar frá flmeríku. (Brot). Um áramótin 1920—21 voru krepputímamir að komast í algleyming og þegar eg misti vinnuna í febr. 1921 voru að eins 1500 manns eftir í verk- smiðjunni af þessum átta þúsund. Hafði slík verka- fólksfækkun aldrei komið fyrir áður í sögu félags- ins. Eg var nú atvinnulaus í næstum B mánuði, en fékk þá atvinnu við aðgerðir á bifreiðum. Fékk eg þá vinnu með tilstyrk kvenbókavarðar í Berkshire Athenæum, Mrs. Witherspoon, sem eg hafði kynst á bókasafninu og oft talaði við mig um ísland. Vissi hún um starf þetta af tilviljun og lét mig njóta góðs af. Þá var annarhvor maður atvinnulaus og margir unglingar gerðu sér að góðu að vinna kauplaust í nokkra mánuði til þess að læra iðngreinir. Kunningi

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.