Rökkur - 01.09.1927, Blaðsíða 12

Rökkur - 01.09.1927, Blaðsíða 12
58 Rökkur. verður víst frönskunni eða seint útrýmt úr þeim landshlutum þar sem hinir frönsku Canadamenn dvelja. Þeir eru flestir rómverskkaþólskir og eru fagrar og íburðarmiklar kirkjur víða. Ýmislegt er því allfrábreytilegt í Quebecfylki frá því sem er í Ontariofylki og Atlantshafsstrandarfylkjunum, sem eru mjög „ensk“ og preríufylkjunum, sem eru ame- rískust allra fylkjanna. Margar fallegar byggingar eru í Montreal, falleg leikhús, garðar og söfn og er bærinn mikill vetraríþróttastaður. En óhreinn og ó- aðlaðandi fanst mér bærinn yfirleitt og myndi mig ekki fýsa þar að dvelja. Bærinn Quebec í samnefndu fylki stendur neðar við St. Lawrenceána en Mon- treal og er sagður fagur bær og ákaflega „fransk- ur“. Á sumrum ganga hafskip alla leið til Montreal, en ísbundin er St. Lawrenceáin á vetrum. Mikið hefir verið rætt um það vestra að gera djúpan hafskipa- skurð þaðan til vatnanna miklu og væri þá opnuð hafskipaleið til staða nálægt kornbelti Ameríku. Er við höfðum nú dvalið í Montreal dálítinn tíma héldum við áfram vestur á bóginn og fórum nyrðri leiðina. Komum við því eigi nálægt þeim stöðum, er eg hafði áður dvalið á, er eg var í Canada, á heræfinga- dögunum, svo sem Toronto og Niagara Falls og Ha- milton. Þótti mér það leitt í aðra röndina. Ferðin vestur til Winnipeg var hátt á annan sólarhring frá Montreal. Landslag er ljótt á þeirri leið, fátt ber fyrir augað, nema mýrarflákar kjarrvaxnir og skóg- ur sumstaðar og er víða hrjóstrugt landið og fáir reisulegir búgarðar sjást á þessari leið. Landið er óaðlaðandi samanborið við suður-Ontario og sumar

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.