Rökkur - 01.09.1927, Blaðsíða 10
56
Rökkur.
þau í burtu. Eg komst fljótlega að hvernig í þessu
lá, því við bjuggum þessar vikur, er við vorum í <
Netv York City, á 45. götunni, nálægt Broadway,
en þaðan er ekki fimm mínútna gangur frá garðin-
um. Á hverju kvöldi lögðust hinir atvinnulausu,
þessi olnbogabörn borgarínnar, er hvergi áttu höfði
sínu að að halla, fyrir til hvíldar í garðinum. Dag-
blöðin lögðu þessir menn undir sig til þess að verj-
ast raka frá jarðveginum og eins voru þau notuð
sem ábreiður. í þessu sambandi má geta þess, að
New York blöðin eru geysistór, miklu stærri en t.
d. skandinavisk blöð og sum eru fleiri tugir síða, a.
m. k. á sunnudögum. Og er því að þeim hlífð nokkur.
Skömmu eftir áramótin lögðum við af stað í Winni-
pegleiðangurinn og fórum við um Montreal og stað-
næmdumst þar um skeið, og heimsóttum gamlan
kunninga minn, sem var kvæntur franskri stúlku.
— Montreal er stærsti bær í Canada, íbúatalan
um 3/4 úr miljón. Ibúarnir eru flestir af fransk-
canadiskum ættum og tala þeir alt af frönsku sín á
milli, og í Montreal og raunar öllu Quebecfylki er
nauðsynlegt að tala bæði málin, ætli maður sér að
dvelja þar lengri tíma. Dagblöðin eru bæði á frönsku
og ensku, „The Montreal Star“ er stærsta enska
blaðið og „La Presse“ hið stærsta franska blaðið.
Hafa hinir frönsku Canadamenn haldið við mál sitt
og fornar franskar venjur af mikilli trygð frá því
Frakkar námu þar land. Unnu Englendingar landið
af Frökkum 1 stríði, eins og kunnugt er. Til hægðar-
auka í viðskiftum eru t. d. póstávísanir á báðum
málunum o. s. frv. Má næstum segja að í Canada
séu tvö jafn rétt há mál, eins og í Belgíu (flæmskan