Rökkur - 01.03.1940, Qupperneq 1
ROKKUR
alþyðlegt mAnaðarrit
STOFNAÐ f WINNIPEG 1922
XVII. árg. Reykjavík 1940. 3. hefti.
MARGARET PEDLER:
Hættuleg kona.
Kæri Pétur.
Eg er lagður af stað í nýja
leit -— að ævintýrum, á slóðum,
sem mér eru ókunnar með öllu.
Það er svo mikill glæsileiki á
öllu hér á Italíu, að það er fyrir
sunnan og ofan mig og mína
líka. Ef gamla skútan, sem eg
hefi leigt gliðnar ekki sundur
á leiðinni, er áform mitt að
sigla um suðurhöf næstu mán-
uði. En áður en eg kveð þetta
menningarinnar land leyfðu
mér að gefa þér gott ráð.
Kveddu þinn ágæta son og erf-
ingja heim til Englands — því
fyr því hetra. Loftslagið hérna
hefir ekki góð áhrif á ólgandi
blóð æskumannsins — og ef þú
vilt, að hann sleppi heim án
þess að skaðast á sálunni, sérðu
um, að hann fari heim tafar-
laust.
I stuttu máli, Toby litli sér
ekki sólina fyrir Dolores di Ra-
voglini, forkunnar fagurri
konu, sem býr í skrautlegu húsi
við Neapel-víkina. Það er ein-
kennileg kona. Hún tekur engan
þátt í samkvæmislífinu. 1
stuttu máli. Hún sést aldrei
neinsstaðar í margmenni. Hún
er ævintýrakona, eins og þig
að sjálfsögðu rennir grun í,
ævintýrakona, sem fer sínar
eigin götur. Það er altalað, að
hún fari aldrei út fyrir landa-
merki eignar sinnar við Neapel-
víkina.En hún liefir féflett fleiri
unga menn en nöfnum tjáir að
nefna. Eg þekti persónulega
ungan lögfræðing, sem var að
liafa sig vel áfrám, en eftir að
hann kynþst Dolores, fór hon-
um að hraka, og eg veit um
annan mann sem varð að taka
hálfgert með valdi og senda
hann heim, til þess að forða
miklu hneyksli. Dolores er
hættuleg kona, og hún vilar