Rökkur - 01.03.1940, Side 2

Rökkur - 01.03.1940, Side 2
34 RÖKKUR ekki fyrir sér að hafa sem mest gagn af vinskapnum við son þinn — og svo, þegar henni sýnist, fær hann að sigla sinn sjó. Það er af þessum orsökum, sem eg ráðlegg þér að skrifa eftir honum. Það leiðir ekki af sér annað en erfiðleika og vand- ræði, ef þú lætur hann vera hér lengur. Þinn vinur Jim. Maðurinn, sem bréf þetta var stílað til, las það yfir tvivegis, og hann varð æ þunghúnari á svip. Maðurinn var svipmikill, andlitsdrættir alhr hreinir og ákveðnir, augun grá og gáfu- leg, hökusvipurinn ákveðinn, en þegar hann brosti varð svipurinn allur mildari, og var auðséð, að hér var maður sem átti mildi og göfgi í rikum mæli, en var þéttur fyrir og ákveðinn að sama skapi. „Dolores,“ sagði hann upp- hátt. Peter Bettington, en svo hét maðurinn, hugsaði um það fram og aftur, sem í bréfinu stóð. Það liafði að (sjálfsögðu haft mikil áhrif á hann, en það var einkennilegt, er hann hafði lesið bréfið tvívegis að það var að eins eitt, sem stóð skýrt fyr- ir hugskotssjónum hans, eitt, sem honum fanst furðulegra en alt annað, og það var það, að konan, sem virtist vera í þann veginn að eyðileggja líf sonar lians, bar sama nafn og konan, sem hafði haft svo mikil áhrif á líf hans sjálfs fyrir nærri tuttugu og fimm árum. Fjórðungur úr öld er mikill hluti mannsæfinnar — en þeg- ar Peter nú horfði um öxl fanst honum ekki langt síðan er þetta var — frá því er Dolores — Dolores Daventry, og hann höfðu elskast og unað saman sumarlangt við suðrænt, blátt og gullið haf. Honum fanst hann sjá hana eins og hún var þá -— aðdáun- ina í augum hennar, ákafa og óþreyju æskunnar í svip henn- ar öllum. Hún var smá vexti, afar dökk, en húð hennar mjúk og hvít sem mjéll. Augun stór og dckk og það var enginn í vafa um, að hún hafði augu móður sinnar, italskrar konu. Faðir hennar var breskur, en skaplyndi hennar var skaplyndi móður hennar, heitt, ástriðu- þrungið. í æðum hennar ólgaði suðrænt blóð — í svip hennar var seiðmagn hinna suðrænu kvenna, eitthvað seiðandi, heill- andi, tælandi. .... Og hann hafði ekki séð sólina fyrir henni. Að líkindum — al- veg vafalaust mætti segja, hefði hann gengið að eiga hana þá, ef

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.