Rökkur - 01.03.1940, Síða 15

Rökkur - 01.03.1940, Síða 15
RÖKKUR 47 hans,“ sagði Penelope og það vottaði fyrir roða i kinnum hennar. „Og þegar eg er dáin, Molly, — þess verður kannske ekki langt að bíða, ætla eg að biðja þig að sjá um, að þau verði látin i kistuna mína. Eg held, að ef eg héldi á þeim gæti eg legið og hvílst alla tið, alla tíð, alla tíð, þar til fundum okk- ar ber saman .... viltu gera þetta fyrir mig, væna mín?“ Molly starði á bréfin, sem Penelope handlék eins og hún kæmist í næstum hátíðlegt skap, en Penelope, sem hafði veitt svip hennar athygli, brosti. „Já, það eru einkennileg vin- arbréf — vélrituð —“ og það brá fyrir gletni í augum henn- ar. „En þetta eru ástarbréf þar fyrir — og það er eitt — skrif- að með hans eigin hendi.“ Hún færði bandið til litið eitt og tók út efsta bréfið og Molly fanst í svip sem hjartað ætlaði að stöðvast í brjósti sér, þegar hún þekti rithönd manns- ins síns. Svo að Penelope litla var þá „Rosemary“ sú, sem maðurinn hafði skrifast á við, konan, sem hann hafði fært slíka hamingju sem liktist ástardraumi. Tárin streymdu niður kinnar Molly, þegar hún lagði hina fögru hönd sína á enni Pene- lope, og því næst á bak hand- arinnar þreyttu, sem hélt um bréfin. „Ó, eg skal gera það —• alt, sem þú biður mig um,“ sagði Molly af mikilli viðkvæmni og klýju. Og það kom mikil fagnaðar- kend fram í svip Penelope, er Molly- sagði þessi orð, og hún hallaði sér aftur á svæfilinn. „Eg vissi það væna mín, að þú mundir gera það.“ Það var auðséð á öllu, að liún var þreytt orðin. „Komdu til mín, aftur, Molly,“ sagði hún. „Það verður ekki svo langt, sem eg þarf að bíða nú. En kannske kemur annað bréf./ Hann er svo góður í sér — hann lætur mig aldrei bíða lengi.“ —o---- Molly og maður hennar höfðu verið að ræða saman langa stund úti í garðinum og það var farið að húma. „Hún má aldrei fá neitt um þetta að vita,“ sagði hún. „Og þú verður að skrifa henni, eins og þú mundir hafa gert, ef fundum okkar hefði ekki borið saman. Þar til hennar braut hér er á enda farin. Tom, þú mátt ekki bregðast henni.“ „Já,“ sagði hann, alvarlega,“ „eg skal skrifa henni áfram.“ Hann tók konu sína í faðm sér ok kysti hana af varfæmi. „Guð blessi þig — fyrir ást

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.