Rökkur - 01.03.1940, Blaðsíða 16

Rökkur - 01.03.1940, Blaðsíða 16
48 RÖKKUR þína og skilning,“ sagði hann. Og þannig atvikaðist það, að skifst var á bréfum enn um hríð. En altaf urðu drættir allir í bréfum Penelope fíngerðari og smærri og óstyrkari og loks kom sá dagur, er Molly var kvödd í skyndi til húss hennar í blómagarðinum. Penelope var þá svo máttfarin, að það var sem hlær mundi nægt hafa til þess að feykja henni með sér. Og í liöndum sér hélt hún á seinasta bréfi Tom. Kæra Rosemary, hafði hann skrifað, eg var að lesa bréfið yðar, og mér fellur sárt að geta ekki komið til yðar, þar sem þér eruð veikar. En þar sem þér sjálfar hafið reist þann vegg milli okkar sem ekki verður rifinn niður í þessu lifi, leyfið mér að segja að bréf yðar hafa fært mér angan sumarsins — að fá þau hefir verið eitt hið besta og dásamlegasla sem fyrir mig hefir komið. Munið það, Rosemary. Kannske verður til- hugsunin um það yður til hug- svölunar —- þegar þér eruð ein- mana. Það erum við öll stund- um. Það var mikil hamingja sem skein úr augum Penelope, á seinustu samverustund hennar og Molly. „Eg hefi fengið bréf frá hon- um, Molly,“ sagði hún. „Svo dá- samlegt bréf. Nú verður ekki erfitt að fara yfir landamærin. Eg get verið ánægð. Það hefir svo margt gott fallið mér í skaut þrátt fyrir alt.“ Og í dögun lagði sál Pene- lope, hinnar silfurhærðu, göf- ugu konu á stað til þess heims, sem er meiri og ofar en vor. Molly gat eklci tára bundist, er hún sagði manni sínum frá því, hversu mikla hamingju seinasta bréf hans hafði fært Penelope. „En — Tom — „hvíslaði hún. „Hvað hugsar hún nú — hún elskaði þig svo heitt og nú, er hún er annars heims veit hún alt —?“ Tom brosti, öruggur, hátíð- legur á svip. „Henni skilst nú — eins og við munum öll læra að skilja — að sannri ást er aldrei iá glæ kastað.“ ENDIR. Afgreiðsla: 1 Félagsprentsmiðjuhúsinu, opin 9—4. tTtgefandi: Axel Thorsteinson.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.