Rökkur - 01.09.1940, Blaðsíða 11

Rökkur - 01.09.1940, Blaðsíða 11
R O K K U R 139 uin, að úr minni þrónni var leiðsla inn í búrið. Stóra þróin var full, en hin, sem lægra stóð, al- veg tóm. 1 „Það liggur í augum uppi, livernig á þessu stendur,“ sagði eg, „pípan milli þrónna er stifluð.“ Og' eg bjóst til þess að fara að athuga þetta nánara. „Eg mundi ekki hafa fyrir þvi, ungfrú,“ sagði frú Carkeek," það kemur bara kalt vatn úr búr- krananum, en í eldhúsinu hefi eg lieitt vatn.“ „Eg eg vil hafa vatn í búrinu, til þess að geta fengið kalt vatn á blómin mín,“ sagði eg, og fór nú að athuga þetta nánara, og fann þegar að pípuopið hafði verið stiflað með korktappa, en um hann var vafið strigatusku, og mér til mikillar undrunar var hún eins og efnið í morg- unkjól, sem eg hafði séð frú Carkeek í. Eg hafði snúið mér sigri hrósandi að frú Carkeek, en hún eldroðnaði. Fanst mér þetta einkennilegt, en lét á engu bera, og sagði eitthvað til þess að leiða at- hygli hennar frá því, að grunsemd hafði kviknað í hug mínum. Hún varð undir eins eins og hún átti að sér. Þetta var ósköp smávægilegt tilefni, en mér urðu vonbrigði að framkomu frú Car- keek. Mér fanst hún svo barnaleg. En svóna eru flestar ráðskonur, sagði eg, þær eru með ein- hverjar sérviskukreddur, og hvað sem um þetta er, verður ekki um frú Carkeek annað sagt en að hún sé gersemi. Tveim kvöldum síðar lá eg í rúmi mínu og las skáldsögu eftir Lytton lá- varð, til þess að mér gengi betur að sofna, en eg heyrði skyndilega hljóð, sem mér kom mjög á óvænt. Eg lagði við hlustirnar. Það var greinilegt, að um vatnsrensli var að ræða. Eg hélt, að það væri farið að rigna, og ; læki niður af þakinu. Eða að vatn rynni niður

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.