Fréttablaðið - 24.01.2023, Blaðsíða 10
Eftir að fólk fær vernd
er það á ábyrgð sveitar-
félaga að veita því
margs konar þjónustu.
Það skiptir okkur
ofboðslega miklu máli
fyrir framtíðina að
móta stefnu og koma á
aðgerðaáætlunum.
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson,
félags- og vinnu-
markaðsráð-
herra
1.500 350
Reykjavík
100
Árborg
8
Hornafjörður
350
Reykjanesbær
450
Hafnarfjörður Akureyri
Félags- og vinnumarkaðs-
ráðherra vill skýrari löggjöf
um innflytjendur og flótta-
fólk svo að hægt sé að sam-
ræma þjónustu og móttöku
fólks um land allt. Hann
hefur síðustu vikur gert
samninga við sex sveitarfélög
um móttöku flóttafólks og
ræðir við sjö til viðbótar.
lovisa@frettabladid.is
SAMFÉLAG Guðmundur Ingi Guð-
brandsson, félags- og vinnu-
markaðsráðherra, stefnir að því á
kjörtímabilinu að leggja fram frum-
varp um heildarlöggjöf fyrir bæði
innflytjendur og f lóttafólk. Hann
segir vanta ramma um samræmda
móttöku til að tryggja jöfn tækifæri
allra sem hingað koma.
„Það sem mér finnst spennandi
í þessum málaf lokki núna er að
búa til ramma og umgjörðina sem
ríkið þarf svo að hægt sé að standa
vel að þessum málaf lokki,“ segir
Guðmundur Ingi og viðurkennir
að áskoranirnar innan hans séu
risavaxnar. Þær hafi vaxið mikið
síðustu mánuði samhliða auknum
fjölda fólks sem hingað leitar.
„En þetta á ekki bara við um fólk
á f lótta, heldur líka innflytjendur á
Íslandi. Áskoranirnar sem tengjast
jöfnum tækifærum eru gríðar-
stórar. Þær tengjast tungumálinu
að miklu leyti sem er lykillinn að
samfélaginu,“ segir Guðmundur
Ingi og segir að samkvæmt rann-
sóknum séu börn innf lytjenda
sem dæmi líklegri til að f losna upp
úr námi, séu með minni málþroska
og orðaforða í íslensku en það getur
skekkt tækifæri þeirra til náms og
möguleika þeirra á að verða virkir
þátttakendur í samfélaginu.
„Það þarf ramma, og ég sé fyrir
mér nýja lagasetningu, sem tekur á
móttöku, þjónustu og aðlögun inn-
f lytjenda og f lóttafólks í íslensku
samfélagi. Við eigum ekki svona
löggjöf í dag,“ segir Guðmundur
Ingi. Hann segir að þó svo að hóp-
arnir séu ólíkir þá sé hægt að setja
þá saman í eina löggjöf með því að
vera með skýra afmörkun í köflum
lagafrumvarpsins, um hvorn hóp-
inn.
Hann segir að slík löggjöf þurfi að
taka á f leiru, eins og vinnuaflsþörf,
og að einnig þurfi að skýra hvaða
kröfur séu gerðar til fólks sem ætlar
og vill setjast að á Íslandi.
Hann segir að einnig verði að
skoða dreifingu fólks og að það
verði að tryggja að dreifingin sé
jafnari en hún er í dag en einnig
verði að tryggja að löggjöfin taki á
því hvernig ríkið mæti sveitarfélög-
um í þessu verkefni og hvernig eigi
að tryggja inngildingu fólks.
Í fyrra komu hátt í fimm þúsund
manns til landsins og sóttu um
alþjóðlega vernd. Stærstur hluti
þeirra var frá Úkraínu og Venesúela
en aldrei hefur áður komið svo stór
hópur til landsins á flótta á einu ári.
Guðmundur Ingi hefur undan-
farnar vikur gert samninga við sex
sveitarfélög um móttöku nærri þrjú
þúsund f lóttamanna. Hann á nú í
samtölum við sjö önnur sveitar-
félög um að taka þátt í verkefninu
og segist vongóður um fjölgun.
Kostnaður samninganna fer eftir
þátttöku en á fjárlögum ársins í
ár eru um 700 milljónir áætlaðar í
verkefnið.
Samkvæmt samningi fá sveitar-
félögin styrk frá ráðuneytinu til að
sinna þjónustu við fólkið sem felst
til dæmis í því að aðstoða það við að
finna húsnæði, opna bankareikn-
ing og að koma barni sínu í skóla en
einnig sálrænni aðstoð.
Sveitarfélögin sem samið hefur
verið við eru Hafnarfjörður, Akur-
eyri, Árborg, Hornafjörður, Reykja-
nesbær og Reykjavíkurborg og sam-
tals hafa þau samþykkt að taka
Vill setja ný lög um flóttafólk og innflytjendur
Ráðherra með starfsfólki Rauða krossins í fjöldahjálparstöð í Borgartúni. MYND/AÐSEND
á móti 2.758 f lóttamönnum en
stærstur hluti þeirra, 1.500 manns,
verður í Reykjavík.
Einhver hluti þessa fólks er
þegar kominn til landsins. Fimm
af sveitarfélögunum tóku þátt í til-
raunaverkefni með ráðuneytinu en
Hornafjörður er nýtt sveitarfélag í
verkefninu auk þeirra sem verið er
að ræða við. Hann segir að innan
fimm sveitarfélaganna sem voru í
tilraunaverkefninu hafi síðastliðin
ár skapast mikil reynsla og þekk-
ing og að það hafi til dæmis verið
lagt til í Árborg að þau leiðbeini
nágrannasveitarfélögum sínum.
„Ég veit að Grindavík leitar líka
mikið til Reykjanesbæjar og ég held
að í þessu séu sóknarfæri.“
Samningurinn nær til fólks sem
fengið hefur alþjóðlega vernd eða
dvalarleyfi á grundvelli mannúðar-
sjónarmiða hér á landi. Guðmund-
ur Ingi bendir á að ef hér hefði verið
sérstök lagasetning hefði ekki þurft
slíka samninga
„Þessir samningar hafa ekki stoð í
löggjöf eða reglugerð og þess vegna
þurftum við að ganga til samninga
við eitt og eitt sveitarfélag. Það
vantar þennan ramma til að búa
þetta til og hvernig við ætlum að
tryggja að sem flest sveitarfélög taki
þátt því fólk ræður því sjálft, eftir að
Fjöldi flóttafólks sem sveitarfélögin hafa gert samning við ráðuneytið um að taka á móti 2023
Guðmundur Ingi
á Bifröst í sér-
stakri móttöku
með forseta
Íslands. Fjöldi
flóttafólks býr á
Bifröst.
MYND/AÐSEND
það fær vernd, hvar það býr,“ segir
hann og að samkvæmt samningi
sé verið að tryggja að sama hvar
fólk er eigi það rétt á sambærilegri
þjónustu.
„Eftir að fólk fær vernd er það á
ábyrgð sveitarfélaga að veita því
margs konar þjónustu og með þess-
um samningi er ríkið að koma með
fjármagn inn í þau verkefni. Vegna
þess að verkefnin í kringum mót-
tökuna eru fleiri heldur en verkefni
gagnvart þeim sem eru innfædd, í
til dæmis félagsþjónustu,“ segir
Guðmundur Ingi og nefnir þar sér-
staklega sálræna aðstoð sem fólk
þarf vegna áfalla sem það hefur
upplifað á f lótta.
„Það skiptir okkur of boðslega
miklu máli fyrir framtíðina að móta
stefnu og koma á aðgerðaáætlunum
og lagasetningu sem heldur utan
um þetta til lengri tíma og til fram-
tíðar. Það er mitt markmið og ann-
arra ráðherra ríkisstjórnarinnar,“
segir Guðmundur Ingi að lokum. n
10 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 24. jAnúAR 2023
ÞriÐJUDAGUr