Fréttablaðið - 24.01.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.01.2023, Blaðsíða 13
Oft hafa okkar menn búið yfir leiktækni, getu og líkamlegum þrótti til jafns við and- stæðingana, en hafa samt tapað. Oft, þegar leikir hafa verið langt komnir. Berserkir koma fyrir í mörgum Íslendingasögum. Í Eyrbyggjasögu segir af bræðrunum Halla og Leikni: „Þeir gengu berserksgang og voru þá eigi í mannlegu eðli er þeir voru reiðir og fóru galnir sem hundar og óttuðust hvorki eld né járn.“ (Hug- vísindi). Ynglingasaga er saga Uppsala- konunga og byrjar á Óðni. Í henni segir m.a. þetta: „Óðinn kunni svo gera að í orrustu urðu óvinir hans blindir eða daufir eða óttafullir, en vopn þeirra bitu eigi heldur en vendir, en hans menn (Óðins) fóru brynjulausir og voru galnir sem hundar eða vargar, bitu í skjöldu sína, voru sterkir sem birnir eða griðungar. Þeir drápu mannfólkið, en hvorki eldur né járn orti á þá. Þetta er kallaður berserksgangur.“ (ÍF 1941, Hermann Pálsson 1994). Þessi upprifjun um berserki er sett á blað eftir tapleik Íslands gegn Svíþjóð, 30:35, en líkur má leiða að því, að markvörður Svía, Andreas Palicka, hálfur Tékki, hálfur Svíi, hafi í leiknum gengið berserks- gang, og, að Svíar hafi unnið leikinn mikið út á berserksgang Palicka. Á nútíma máli, mætti kannske tala um berserksgang sem eitraðan baráttu- og sigurvilja. Andlega ofur- getu og sálarlega grimmd, ekki endi- lega líkamlega, þó að hún kunni oftast að fylgja með. Vert er líka, að veita þeirri frásögn Ynglingasögu athygli, að Óðinn hafi kunnað „svo að gera að í orrustu urðu óvinir hans blindir eða daufir eða óttafullir“, líka með Svíaleikinn í huga. M.ö.o. kunna berserkir að hafa hálf lamað andstæðinga sína með berserksgangi sínum. Í íþróttum og kappleikjum eru góðir meðfæddir eiginleikar, hæfi- leikar, og mikil og góð kennsla, líkamleg þjálfun, ásamt með mestri mögulegri keppnisreynslu, fyrsta forsendan fyrir góðum árangri. Okkar landsliðsmenn eru allir í háum flokki, f lottir og fínir, hvað þetta varðar. En til að verða afreksmenn og sigurvegarar á stórum alþjóða- mótum, komast á toppinn, þarf meira til. Þeir þurfa að vera minnst hálf berserkir. Í íslenzka liðinu fannst mér varla nema einn sýna það stig baráttu- þreks og eitraðs sigurvilja, Gísli Þorgeir. Bjarki Már var sennilega á svipuðum stað. Aðrir voru auðvitað baráttuglaðir og fullir sigurvilja, en náðu, að mér fannst, ekki berserks- gangsstiginu. Sumir brostu jafnvel við mistök og ófarir. Þar var djúpt á eitrinu. Berserkir hefðu grenjað sem galnir hundar og bitið í skjaldar- rendur. Um áraraðir hefur undirritaður fylgzt með handbolta og átökum íslenzka landsliðsins við önnur lið. Oft hafa okkar menn búið yfir leik- tækni, getu og líkamlegum þrótti til jafns við andstæðingana, en hafa samt tapað. Oft, þegar leikir hafa verið langt komnir. Eins og við Ung- verja nú. Þar æstu Ungverjar upp í sér berserkinn, meðan okkar menn virtust verða „blindir eða daufir eða óttafullir“. Því fór sem fór. Sama sagan hefur endurtekið sig oft í gegnum tíðina, og á hún líka við um Svíþjóðarleikinn. Berserkir eða hálf berserkir leikmenn hefðu skotið 11 sinnum í mark úr dauða- færum, skorað, í stað þess að skjóta í markmann, eða þar sem hann náði til. Kannske dáleiddi sannur ber- serk sgang ur Palicka íslenzka sóknarmenn. Kannske fengu þeir þá f lugu í höfuðið, að þeir ættu að skjóta í hann, ekki fram hjá honum. Eða, kannske, urðu þeir „blindir eða daufir eða óttafullir“. Líkamleg geta í íþróttum ein sér dugar ekki til að komast á toppinn. Það er ekki nóg, að kenna og þjálfa líkamlegt atgervi og hæfni, andleg- ur styrkur, sjálfsöryggi, baráttuþrek, baneitraður sigurvilji – andlega og sálarlega hliðin - verða að fylgja. Auðvitað eru okkar landsliðs- menn atvinnumenn erlendis og njóta kennslu, tilsagnar og þjálf- unar til að berjast og sigra fyrir sín lið þar. Þar eru þeir, í sínu daglega umhverfi, með sínum langtíma samherjum og vinum, betri og öruggari. Þessi geta og þetta öryggi fylgir ekki endilega í landsliðið. Þar ver og styrkir náinn samherjahópur ekki lengur. Hafa HSÍ og landsliðsþjálfarar tekið þetta nógu vel með í reikning- inn? Eru þar öflugir sálfræðingar og andlegir leiðbeinendur með í för? Óhóflegar væntingar, sjálfra sín eða annarra, geta líka lagzt eins og farg á menn og rænt þá krafti í stað þess að veita. Alfreð Gíslason og hans menn í Þýzkalandi höfðu það skýra og yfirlýsta markmið fyrir mótið, að komast í 8-liða úrslit. Þeir náðu því örugglega. Unnu alla sína 5 leiki. Fyrir mótið virtist styrkur Íslands og Þýzkalands vera á svipuðu róli. Íslendingar ætluðu sér frá byrjun að verða heimsmeistarar, alla vega að komast á verðlaunapall. Þeir virðast hafa gleymt því, að Norð- menn, Danir, Svíar, Þjóðverjar, Frakkland, Spánn og Egyptaland eru með í mótinu. Svona óraunsæi og yfirkeyrsla í sjálfsmati og stefnumörkun kann ekki góðri lukku að stýra. Hvorki í handbolta né öðru. n Svíar voru með berserk, við bara hálfan Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is ÚTSALA á sýningarvörum í verslun Borðstofuborð, borðstofustólar, eldhússtólar, sófaborð, sófar o.fl. o.fl.10-60% afsláttur Ciro 3 litir Áður 39.900 NÚ 29.900 Alison snúnings Áður 33.900 NÚ 27.000Sierra nokkrir litir Áður 25.700 NÚ 19.200 Kato svart Áður 29.900 NÚ 19.400 Adele Áður 39.900 NÚ 23.900 Obling 3ja sæta Áður 129.000 NÚ 103.000 Brookliyn borðstofuborð 220x98, stækkun 2x50 cm, reykt eik – hvítuð eik Áður 199.000 NÚ 149.000 Notthingham sófaborð Áður 116.000 NÚ 58.000 Hill hvíldarstóll með tauáklæði Áður 176.000 NÚ 123.000 Staturn 3ja sæta Áður 159.000 NÚ 119.000 25% 25% 25% 25% 40% 50% 35% 30% 20% 20% Fréttablaðið skoðun 1324. janúar 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.