Fréttablaðið - 24.01.2023, Blaðsíða 4
Rannsókn sýnir að 2,2 pró-
sent íslenskra barna treysta
sér ekki til að mæta í skólann.
Kvíði og þunglyndi eru helstu
áhættuþættir.
margret@frettabladid.is
Skólamál Um þúsund íslensk börn
glíma við skólaforðun og treysta sér
ekki til að mæta í skólann. Unn-
steinn Jóhannsson, verkefnastjóri
hjá Barna- og unglingageðdeild
Landspítalans (BUGL), segir að
áætla megi að fjöldinn sé mun meiri.
Kennsla og nám á tímum Covid-19
hafi boðið fram ýmsar lausnir sem
gætu hentað þessum hópi.
Velferðarvaktin gerði í síðustu
viku rannsókn um skólaforðun
fyrir árið 2019 og kom þá í ljós að
2,2 prósent íslenskra barna þjást af
skólaforðun og treysta sér ekki, af
fjölbreyttum orsökum, til að mæta
í skólann.
Guðrún Erla Hilmarsdóttir, verk-
efnastjóri hjá BUGL, bendir á að
mögulegt geti verið að einstaklingar
hafi einangrast enn frekar á tímum
Covid „og dvelji því í sínum geðrösk-
unum heima við,“ segir hún.
Kvíði og þunglyndi eru helstu
áhættuþættir þegar kemur að skóla-
forðun, auk tilfinningavanda og
hegðunarörðugleika.
„Skynáreiti er einnig erfitt fyrir
einhverja,“ segir Unnsteinn. „Það
eru börn sem eiga til dæmis erfitt
með lykt, hávaða eða birtu og finna
fyrir miklum óþægindum við það
að mæta í skólann,“ bætir hann við.
Þau segja að mikilvægt sé að
mennta- og heilbrigðiskerfi vinni
saman, grípi inn í og finni lausnir.
Skólinn Ásgarður er með alla sína
kennslu á netinu og sinnir nem-
endum hvaðanæva af landinu. Hann
er úrræði sem hefur reynst mörgum
vel enda fer kennsla fram í gegnum
Það eru margir að
byggja og selja sem
hafa ekki vit á þessu en
eru að reyna að komast
í peninga.
Ríkharður Kristjánsson,
verkfræðingur hjá RK Design,
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618
info@arcticstar.is - www.arcticstar.is
SÆBJÚGNAHYLKI +D3 FYRIR HEILSUNA
Þjáist af liðverkjum og stirðleika?
Viðkvæmt ónæmiskerfi? - Of hár blóðþrýstingur?
Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótar-
fæði og notuð til bóta á mörgu meini.
Vítamín D:
• Stuðlar að eðlilegri upptöku kalsíums
og fosfórs.
• Stuðlar að viðhaldi beina, tanna
og vöðva.
• Stuðlar að bættri starfsemi ónæmis-
kerfisins.
• Eining hefur D-vítamín hlutverki
að gegna við frumuskiptingu.
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA,
Framleiðandi er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fast á
www.arcticstar.is
Arctic Star Sæbjúgnahylki +D3
Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum,
Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is
ser@frettabladid.is
Sjávarútvegur Þrír loðnubátar
og tvö rannsóknarskip Hafrann-
sóknastofnunar eru á leið í loðnu-
leit.
„Já, við erum bjartsýnir,“ segir
Guðmundur J. Óskarsson fiski-
fræðingur. Rannsóknarskipið Árni
Friðriksson hafi kannað miðin úti
fyrir Norðurlandi gróf lega og þar
hafi fundist umtalsvert magn af
loðnu.
Loðnuskipin Ásgrímur Halldórs-
son og Jóna Eðvalds frá Hornafirði
þátt í leitinni ásamt Heimaey úr
Eyjum og halda þau austur fyrir
land en rannsóknarskipin Árni og
Bjarni Sæmundsson fara norður. n
Góðar fréttir af
loðnu í vændum
ser@frettabladid.is
laNDBúNaÐur Svokölluð parainflú-
ensa hefur greinst í nautgripum á
einum bæ á Norðausturlandi segir á
vef Matvælastofnunar.
Pestarinnar varð vart í haust. Kýr
á bænum veiktust af skitu í annað
sinn á ári. Dýrin voru jafnframt með
krankleika í öndunarfærum, sem
þótti á skjön við hefðbundna veiru-
skitu. Um var að ræða þurran hósta,
mæði við áreynslu og blóðnasir.
Rannsóknir Tilraunastöðvarinnar
á Keldum leiddu í ljós að um svokall-
aða parainflúensu er að ræða. Er það
landlæg veira víða um álfur. n
Parainflúensa í
nautgripum
Skipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæ-
mundsson eru komin á miðin.
Þurr hósti, mæði við áreynslu og
blóðnasir þjaka nautgripi.
benediktboas@frettabladid.is
meNNtamál Alls bíða 55 börn, sem
eru umsækjendur um alþjóðlega
vernd, eftir að hefja grunnskóla-
göngu hér á landi. Þetta kemur fram
í svari Ásmundar Einars Daðasonar,
mennta- og barnamálaráðherra,
við fyrirspurn frá Eydísi Ásbjörns-
dóttur á Alþingi í gær.
Börn sem hingað koma hefja ekki
skólagöngu fyrr en þau hafa lokið
heilbrigðisskoðun og því má skipta
hópnum í tvennt, annars vegar
eru þau sem bíða eftir heilbrigðis-
skoðun og hafa því ekki hafið skóla-
göngu og hins vegar þau sem hafa
lokið heilbrigðisskoðun og bíða eftir
að hefja grunnskólagöngu.
Alls eru 22 börn sem hafa lokið
heilbrigðisskoðun en ekki hafið
skólagöngu. Þau tvö börn sem hafa
beðið lengst eftir að hefja skóla-
göngu hafa beðið síðan í október,
eða þrjá mánuði. Hin 20 hafa beðið
frá því í nóvember eftir að hefja
almenna skólagöngu.
Lengsti tími sem ráðuneyti
Ásmundar veit um að barn hafi
beðið eftir skólagöngu er frá apríl
2022 til október 2022 eða hálft ár. Í
svarinu segir að almennt sé miðað
við að börn sem eru umsækjendur
um alþjóðlega vernd séu komin í
almennan skóla eða annað úrræði
til menntunar innan fjögurra vikna
frá því að þau hófu að fá þjónustu
Vinnumálastofnunar. n
Tugir flóttabarna bíða skólavistar
Eitt barn þurfti að bíða í hálft ár eftir skólavist hér á landi. Fréttablaðið/EPa
Kvíði og þunglyndi eru helstu áhættuþættir þegar kemur að skólaforðun,
auk tilfinningavanda og hegðunarörðugleika. Fréttablaðið/Ernir
Þúsund börn glíma við skólaforðun
Mögulega getur verið
að einstaklingar hafi
einangrast enn frekar á
tímum Covid og dvelji
því í sínum geðrösk-
unum heima við.
Guðrún Erla
Hilmarsdóttir,
verkefnastjóri
hjá BUGL
netið og nemendur geta sinnt nám-
inu heima.
Guðrún Erla og Unnsteinn segja
að samræmd skráning þurfi að
ná yfir landið allt svo hægt sé að
grípa inn í, en borið hefur á að
skólastjórnendur og kennarar vilji
gjarnan ekki skrá fjarvistir því þeir
halda að þeir séu að hjálpa einstakl-
ingnum með því að draga ekki niður
mætingareinkunn.
Á föstudag heldur BUGL ráð-
stefnu um skólaforðun þar sem rætt
verður um ýmsar lausnir sem eru í
boði og ungt fólk sem glímt hefur
við skólaforðun mun deila reynslu
sinni. n
nánar á Fréttavaktinni á
Hringbraut klukkan 18.30 í
kvöld.
kristinnpall@frettabladid.is
iÐNaÐur „Menn halda að það sé
dýrara að byggja vel, sem getur
verið raunin ef maður notar dýr-
ustu efnin til að byggja vel en ef
markmiðið er að byggja hús vel sem
stenst allar þær kröfur sem þörf er
á hér á landi þarf það ekki að vera
dýrt,“ segir Ríkharður Kristjánsson,
verkfræðingur hjá RK Design, en
hann var einn viðmælenda á ráð-
stefnu um rakaskemmdir og myglu
í Háskólanum í Reykjavík í gær.
Sérstök áhersla var lögð byggingar-
galla og fúsk í nýlegum byggingum
á ráðstefnunni og talaði Alma D.
Möller landlæknir meðal ann-
ars um áhrif myglu á heilsu fólks.
„Það eru margir að byggja og selja
sem hafa ekki vit á þessu en eru að
reyna að komast í peninga. Þessir
aðilar vita kannski ekki að það þarf
að borga fyrir hönnun,“ segir Rík-
harður og nefnir dæmi um afreks-
íþróttafólk.
„Traustir verktakar hafa ekki
áhuga á að fá stimpil fúskara og
þeirra hagur er að gera þetta vel.
Þetta er eins og í íþróttunum, þú
verður ekki heimsmeistari í fyrstu
tilraun. Það tekur þúsundir æfinga
áður en þú nærð afrekinu.“
Ríkharður segir eftirsjá af Rann-
sóknastofu byggingariðnaðarins.
„Það var mikill missir að missa
hana sem var lokað á sama tíma og
Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Það er
samhugur innan stéttarinnar um að
það sé þörf á stofnunum sem þess-
um. Í fortíðinni vorum við að glíma
við ýmis vandamál sem okkur tókst
að leysa með aðstoð rannsókna-
stofunnar og ég tel að það hafi verið
mikil skammsýni að loka henni.“ n
Traustir verktakar hafa ekki áhuga á fúskarastimpli
4 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 24. jAnúAR 2023
ÞriÐJUDAGUr