Fréttablaðið - 24.01.2023, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.01.2023, Blaðsíða 26
Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskálda- félagi Íslands. Sunna Dís segist svífa um á bleiku skýi eftir að hún fékk Ljóðstaf Jóns úr Vör um helgina fyrir ljóðið Á eftir þegar þú ert búin að deyja. Fréttablaðið/anton Sunna Dís við afhendingu Ljóðstafs Jóns úr Vör í Salnum ásamt Elísabetu Sveinsdóttur og Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra. Mynd/leiFur Wilberg Sunna Dís skrifaði verðlauna- ljóð Ljóðstafs Jóns úr Vör eftir andlát föðurömmu sinnar. Hún segir keppnina vera mjög mikilvæga fyrir sam- félag skrifandi fólks. tsh@frettabladid.is Ljóðskáldið Sunna Dís Másdóttir hlaut um helgina Ljóðstaf Jóns úr Vör 2023 fyrir ljóðið „Á eftir þegar þú ert búin að deyja“ auk þess sem hún fékk viðurkenningu í sömu keppni fyrir ljóðið „Villisveppir í Pripyat“. Sunna Dís er rithöfundur, gagnrýnandi og þýðandi og með- limur í skáldakollektífinu Svika- skáldum. Hvernig var tilfinningin þegar þú fréttir þetta? „Ég er svolítið á bleiku skýi, þetta var bara ótrúlega gaman. Hún stóð sig reyndar svo vel, Kristín Svava sem var formaður dómnefndar, þegar hún hringdi að ég hélt fyrst að hún væri að hringja til að skamma mig yfir einhverju, hún var svo alvarleg,“ segir Sunna og hlær. „Þetta kom mér alveg tvöfalt á óvart.“ Að sögn Sunnu var verðlauna- ljóðið búið að liggja ofan í skúffu í dágóðan tíma áður en hún dró það fram og sendi í keppnina í haust. „Þetta er svona fimm ára gamalt ljóð og hitt sem ég sendi og fékk viðurkenningu líka er enn þá eldra. En svona er þetta ferli oft, maður skrifar eitthvað og stingur ofan í skúffu og svo tekur maður það upp aftur og fiktar aðeins í því. Frumút- gáfan er alveg fimm ára en svo er ég búin að koma aftur að því og leika mér aðeins að því,“ segir hún. Dýrmæt og falleg stund Sunna sendi í haust frá sér sína fyrstu ljóðabók sem ber titilinn Plómur. Spurð um hvort sigurljóðið sverji sig í ætt við þá bók segir Sunna það gera það að vissu leyti. „Sigurljóðið er rosalega persónu- legt og beint upp úr minni reynslu. Það eru náttúrlega svona prósaljóð líka í Plómum, ég hef mjög gaman af því formi, að leika mér aðeins með f læði og hrynjandi í þessum prósaramma,“ segir hún. Hvað fjallar ljóðið Á eftir þegar þú ert búin að deyja um? „Frumútgáfan varð til mjög snemma eftir að föðuramma mín dó. Mér finnst ég hafa verið svo heppin og lánsöm að hafa fengið að vera mikið með henni síðustu dagana. Við sátum mikið saman fjölskyldan og ég las fyrir hana ljóð úr bókinni hans Sigurðar Pálssonar sem var þá nýfallinn frá. Þetta var eitthvað svo ótrúlega dýrmæt og falleg stund og eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður, að fá að fylgja manneskju í dauðann. Það snerti mig rosalega djúpt að fá að taka þátt í því með fjölskyldunni.“ Innblásin af Tsjernobyl Eins og áður sagði fékk Sunna Dís ekki aðeins fyrstu verðlaun í ljóða- samkeppninni heldur hlaut hún einnig viðurkenningu fyrir ljóðið Villisveppir í Pripyat sem hún skrif- aði fyrir sjö árum. „Það sprettur upp úr því að ég hnaut um svo rosalegar ljósmyndir frá Prypjat, borginni við Tsjernobyl. Þær höfðu svo mikil áhrif á mig og ég skrifaði upp úr því. Það er annað ljóð sem maður tekur upp aftur og aftur og svo núna þegar ég kom að því þegar ég ætlaði að fara að senda það inn í keppnina þá var það búið að öðlast einhverja svona auka- merkingu sem var ekki endilega til staðar fyrst. Sem er svo áhugavert, hvernig tíminn einhvern veginn víkkar og stækkar ljóðin,“ segir Sunna og vísar þar til stríðsins í Úkraínu. Finnst þér mikilvægt að leyfa ljóð- unum þínum að gerjast og vaxa með tímanum? „Stundum og stundum ekki. Ég er náttúrlega líka rosa mikið fyrir kraftinn í þessu hráa sem við erum svolítið að vinna með í Svika- skáldum, að vera einhvern veginn í frumkraftinum. En þessi tvö höfðu alla vega gott af því, ég held að það hafi styrkt þau bæði að fá að gerjast aðeins og hvíla sig og að ég kæmi nokkrum sinnum að þeim aftur.“ Byr undir báða vængi Ljóðstafur Jóns úr Vör hefur verið veittur árlega af Kópavogsbæ síðan 2001 í minningu skáldsins sem lést 2000. Auk Sunnu Dísar hlutu ýmis önnur skáld verðlaun og viður- kenningu í keppninni, þar á meðal Solveig Thoroddsen sem hlaut 2. verðlaun fyrir ljóðið „Lok vinnu- dags í sláturtíð“ og Helga Ferdin- andsdóttir sem hlaut 3. verðlaun fyrir ljóðið „Annað líf“. Samhliða keppninni eru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópa- vogs. Eru svona keppnir mikilvægar fyrir ljóðskáld? „Já, mér finnst það bara ótrúlega mikilvægt og mér fannst þetta líka bara eitthvað svo f lott athöfn. Það var svo vel að þessu öllu staðið og svo gaman að heyra öll þessi ljóð lesin upp sem fengu viðurkenn- ingar, líka í Ljóðasamkeppni grunn- skólanna sem er náttúrlega þarna á sama tíma. Það gerir held ég alveg ótrúlega mikið fyrir samfélag skrif- andi fólks að hafa svona keppnir.“ Hvað er næst á döfinni hjá þér? „Ég er að vinna í handriti sem hefur verið að malla í svolítinn tíma og ég finn að nú er ég bara æst í að geta hellt mér í það af fullum krafti. Maður fær svona einhvern byr undir báða vængi, mér líður alla vega þannig. Nú þarf ég bara að hreinsa borðið af öðrum verkefnum og einhenda mér í þetta.“ n Tíminn víkkar og stækkar ljóðin Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nep- alskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða f leygar á ný. Ég er svolítið á bleiku skýi, þetta var bara ótrúlega gaman. tsh@frettabladid.is Tónlistarhátíðin Myrkir músík- dagar 2023 hefst í dag og stendur yfir út vikuna víðs vegar um höfuð- borgarsvæðið. Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands. Tónlistarhátíðin fer fram á myrkasta tíma ársins en leiðarljós hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda samtímatónlist, tónskáld og flytjendur. Á meðal flytjenda sem koma fram á hátíðinni í ár eru Bozzini kvar- tettinn frá Kanada, p.e.r.s.o.n.a.l. c.l.u.t.t.e.r frá Bretlandi, Skerpla, óperan Mörsugur með söngkon- unni Heiðu Árnadóttur, Nordic Affect, Bára Gísladóttir, Strok- kvartettinn Siggi, Caput, Tríó Ísak, söngkonan Rosie Middleton frá Bretlandi, píanóleikarinn Andrew Zolinsky frá Bretlandi, Kammersveit Reykjavíkur, Strengjakvartetinn Gró, Hljómeyki og kammeróperan Ástin ein taugahrúga, enginn dans við Ufsaklett, með Tinnu Þorvalds Önnudóttur söngkonu og Júlíu Mogensen sellóleikara. Þá heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands tvenna tónleika á hátíðinni, Myrkir músíkdagar hefjast í dag Söngkonan Heiða Árnadóttir flytur óperuna Mörsögur eftir Ásbjörgu Jóns- dóttur og Ragnheiði Erlu Björnsdóttur í Norðurljósum 25. janúar. Mynd/aðsend annars vegar Flekaskil fimmtudag- inn 26. janúar, með fimm verkum eftir íslensk tónskáld, og hádeg- istónleikana Hringla, með verkum Báru Gísladóttur, föstudaginn 27. janúar. Dagskrá Myrkra músíkdaga 2023 er með alþjóðlegum blæ og kemur fjölbreyttur hópur íslenskra og erlendra listamanna fram á hátíð- inni. Þá er hátíðin sögð endurspegla þann kraft og nýsköpun sem ein- kennir íslenska samtímatónlist á líðandi stundu. Í tilkynningu frá Myrkum músík- dögum segir að hátíðargestir muni upplifa þversnið þess sem ber hæst í íslenskri samtímatónlist. Strengja- kvartettar verða í fyrirrúmi á hátíðinni í ár, auk nýrra óperu- og söngverka. Mörk hins mögulega í samtímatónlist verða áfram könnuð á hátíðinni með áhugaverðum til- raunum og blöndun mismunandi tækni. n 22 menning FRÉTTABLAÐIÐ 24. jAnúAR 2023 ÞRiÐJUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.