Fréttablaðið - 24.01.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.01.2023, Blaðsíða 28
Ísland vann bæði Svíþjóð og Frakk- land í riðlinum en þau mættust í úrslitaleiknum síðar í mótinu. Ísland vann átta af tíu leikjum á mótinu og tapaði aðeins einum leik, gegn Ungverjum í átta liða úrslitunum. Ungverjar náðu 11-3 kafla á síðustu átján mínútum leiksins. Um árabil hefur verið talað um Svíagrýluna í handbolta og Danagrýluna í knatt- spyrnu. Þá hafa Króatar reynst landsliðum okkar erfiðir á öllum sviðum en svo virðist sem ný grýla sé vöknuð til lífs. Ungverjar standa sífellt í vegi Íslands á ögurstundum. kristinnpall@frettabladid.is Strákarnir okkar í handboltalands- liðinu eru á heimleið af Heims- meistaramótinu í handbolta þar sem tapið gegn Ungverjum reyndist örlagavaldur. Ungverjar fóru áfram á innbyrðis viðureignum og skildu Strákana okkar eftir í sárum. Margir voru á því að Ísland gæti einfaldlega orðið heimsmeistari en tólfta sætið reynist líklegast niðurstaðan. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ungverjar kremja íslensk hjörtu á ögurstundu. Fréttablaðið tók saman nokkur dæmi það þegar Ungverjar gerðu út um íslenska drauma. n Alltaf eru það Ungverjarnir 1997 Komið í veg fyrir leik um verðlaunasæti Á HM 1997 í Japan vann Ísland átta af fyrstu tíu leikjunum og tapaði aðeins einum leik. Eftir nánast full- komna riðlakeppni þar sem Ísland vann riðilinn unnu Strákarnir okkar Norðmenn í 16 liða úrslitunum áður en þeir voru stöðvaðir af Ung- verjum. Róbert Júlián Duranona fór fyrir íslenska liðinu sem tapaði með einu marki í Kumamoto. Íslenska liðið vann leiki gegn Spáni og Egyptalandi og lenti í fimmta sæti á mótinu sem er enn þann dag í dag besti árangur Íslands á HM. 2012 Vítið sem fór í súginn Burðarásarnir úr silfurliðinu fjórum árum áður voru flestir til staðar. Ísland vann alla fimm leikina í riðl- inum, þar á meðal eins marks sigur á verðandi Ól- ympíumeisturum Frakka. Ungverjar biðu Íslendinga í átta liða úrslitunum í leik sem fæstir gleyma. Ísland fékk vítakast þegar fjórtán sekúndur voru eftir og marki yfir en vítið frá Snorra Steini Guðjónssyni var varið af Nándor Fazekas og Ungverjar keyrðu upp hraðaupphlaup og jöfnuðu þegar tvær sekúndur voru eftir. Ekki tókst að knýja fram sigur í fyrri hluta framlengingarinnar en í þeirri seinni náðu Ungverjar að standast lokaáhlaup Íslands og fögnuðu sigr- inum. 2020 Stórmótaganga karlalandsliðsins stöðvuð Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu undir stjórn Eriks Hamrén virtist vera á leiðinni á sitt þriðja stórmót í röð þegar skammt var til leiksloka á tómum þjóðarleikvangi Ungverja. Á lokamínútum leiksins jöfnuðu Ungverjar leikinn með heppnismarki eftir darraðardans í teig Ís- lands en Ungverjar áttu enn eftir að gera endanlega út um vonir Íslands. Í uppbótartíma var það vonarstjarna Ungverja, Dominik Szoboszlai, sem tók málin í sínar hendur og skoraði með stórkostlegu einstaklingsfram- taki og gerði út um vonir karlaliðs Íslands um að komast á annað Evrópumótið í röð og þriðja stórmótið. 2023 Heimsmeistaradraumar urðu að engu Í hálfleik leiksins gegn Ungverjum þann 14. janúar síðastliðinn voru eflaust margir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar og fóru að skoða ferð á útsláttarkeppni HM. Ísland var búið að vera frábært í fyrri hálfleik og leiddi með fimm mörkum gegn Ungverjum og umræðan um verðlaunasæti ekki langt undan. Munurinn fór mest upp í sex mörk en þá fór allt í skrúfuna. Hér varð hrun og í Sví- þjóð líka. Íslenska liðið átti engin svör á lokakaflanum og Ungverjar unnu tveggja marka sigur sem reyndist örlagavaldurinn þar sem Ungverjar fara áfram í átta liða úrslitin á innbyrðis viðureignum gegn Íslandi. Ungverjaland hefur unnið fimm af sjö leikjum gegn Íslandi á HM í handbolta. 24 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 24. jAnúAR 2023 ÞRiðJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.