Vesturland - 01.12.1993, Qupperneq 5
VESTURLAND Blaö vestfirskra sjálfstœðismanna
5
FLUGELDASALA
Hin árlega flugeldasala
Björgunarsveitarinnar TINDA
verður í Slysavarnarhúsinu
Hnífsdal
og er opnunartími
sem hér segir:
Þriðjudag 28.des.
frá kll 3:00 - 20:00
Miðvikudag 29.des.
frá kl 10:00 - 22:00
Fimmtudag 30. des.
frá kl 10:00 - 22:00
Föstudag 31.des.
frá kl 10:00-15:00
SVFÍ
Björgunarsveitin
TINDAR
Hnífsdal
„Margir hafa það mælt að fleira
sé skrifað um stjórnmál hér á landi
en þarflegt sé og minna að gæðum
en þörf væri á. Hitt hafa þó fleiri
mælt að hér á landi væri einna til-
finnanlegust þörf á blöðum sem
laus væru við alla þá samábyrgð og
öll höft stétta og flokkshagsmuna
og hefðu jafnframt þekkingu og
einurð til þess að halda fram hve-
rju því sem landi voru og þjóð er
hollt og nauðsynlegt hvort sem það
er vinsælt eða óvinsælt og víttu það
sem miður er gert án tillits til þess
hver á í hlut.
Það er þá fyrst af öllu ætlun
þessa blaðs að legga fram sinn
skerf til þess að bæta úr þeirri þörf
sem að ofan er nefnd.“
Rétturinn til þess að
hafa skoðanir
Þannig komst Sigurður Krist-
jánsson að orði þegar hann sem ritst-
jóri blaðsins fylgdi því úr hlaði 21.
ágúst 1923. Þar með markaði hinn
nýji ritstjóri blaðinu hugmyndalegan
sess. Athyglisvert er á hvern veg Si-
gurður skrifar. Hann legurr áherslu á
að blaðið sé sjálfstætt, en um leið að
skoðanir þess séu skýrar.
Þegar Vesturland minntist 60
ára afmælisins meðjólablaðinu 1983,
skrifaði sá er hér stýrir penna ítarlega
grein um blaðið. Þar var rækileg
grein gerð fyrir tilurð blaðsins og ví-
sast í þá umfjöllun hér. Þar var meðal
annars sagt svo um framangreind orð
Sigurðar Kristjánssonar:
„I sama mund og Sigurður
Kristjánsson setur fram ákveðnar
skoðanir um ritstjórnarlegt frjálsræði,
túlkar hann skoðanir blaðs þess sem
hann ritstýrir. Hann segir með öðrum
orðum að í ritstjórnarlegu sjálfstæði
hans felist rétturinn til þess að hafa
skoðanir; fylgja þeim eftir og berjast
fyrir þeim.“
Barn síns tíma
Vesturland er að sjálfsögðu all-
taf barn síns tíma. Hugmyndafræði
Sigurðar Kristjánssonar var sú hug-
myndafræði sem Jón Þorláksson hélt
fram og hefur mótað Sjálfstæðisflok-
kinn æ síðan. Blaðið var íhaldssamt
í besta skilningi þess hugtaks. Vildi
standa vörð um gróin og æskileg
gildi, „sem reynslan hafði sniðið eftir
eðlilegum vexti“, eins og ritstjórinn
orðaði það. En einnig var Vesturland
frjálslynt í afstöðu sinni til atvinnu-
lífsins og hvatti til frjálsræðis og svi-
grúms atvinnulífsins á sem flestum
sviðum.
í þessum anda hefur Vesturland
unnið æ síðan. Ritstjórar þess hafa
verið æði margir. Tfðum hefur blaðið
verið gefið út án þess að aðstanden-
dur þess hafi ætlast til peninga-
greiðslna. Það hefur skiljanlega
komið niður á tíðni útgáfunnar og
fjölbreytninni.
Sigurður Kristjánsson flutti
suður árið 1930. Þá tók Sjálfstæðis-
flokkurinn við útgáfunni ári eftir að
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður.
Var blaðið í höndum ísfirskra sjálfs-
tæðismanna allt til ársins 1963 er
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum var stofnað og tók við
blaðinu. hefur það annast útgáfuna æ
sfðan.
70 ára saga
Á eftir Sigurði Kristjánssyni tók
við blaðinu Loftur Gunnarsson
kaupmaður 1930 - 1931, Jón Gríms-
son málflutningsmaður 1931 - 1932,
Steinn Emilsson jarðfræðingur 1932
- 1933. Arngrímur Fr. Bjarnason
kaupmaðurá Isaftrði 1933 - 1941 og
Sigurður Bjarnason frá Vigur alþing-
ismaður 1941 - 1959. Vegna fjarvista
Sigurðar sakir þingmennsku voru
einnig ritstjórar og ábyrgðarmenn á
þessum tíma þeir Sigurður Halldórs-
son bæjarstjóri, Ásberg Sigurðsson
sýslumaður en alveg sérstaklega
Matthías Bjarnason þá bæjarfulltrúi,
Fjórir fyrrverandi ritstjórar Vesturlands. Einar K. Guðfinnsson, Matthías Bjarnason, Hlynur Þór Magnússon og Sigurður Bjarnason.
Ljósmynd: G u n n a r Haallsson.
Vesturland hefur
tekið málefnalega
forystu
Vesturland hefur spjarað sig í 70
ár. Það hefur verið misjafnlega hresst
eins og gengur. Nú lýtur það stjórn
en síðar alþingismaður og ráðherra.
Matthías Bjarnason var síðan einn
ritstjóri blaðsins. Á eftir honum
gegndi ritstjórastarfinu Guðfinnur
Magnússon skrifstofumaður og svei-
tarstjóri. Högni Torfason var síðan
ráðinn ritstjóri blaðsins árið 1963 og
annaðist hann það verk til ársins
1968. Á þeim tíma kom það hvað tí-
ðast út. Á árunum sem í hönd fóru
voru þeir Finnur Th. Jónsson og
Guðmundur Agnarsson þá skrifsto-
fumenn í Bolungarvík ábyrgðarmenn
blaðsins. Högni Torfason sá þó tíðum
um útgáfuna, ekki síst jólablöð og
blöð sem gefin voru út í aðdraganda
kosninga. Veturinn 1974 - 1975 ön-
nuðust undirritaður og Sigurður
Grímsson síðar kvikmyndagerðar-
maður útgáfuna. Um sumarið 1975
tók Úlfar Ágústsson kaupmaður við
blaðinu og gaf það út fram á árið
1977. Þá var undirritaður enn fenginn
til þess að ritstýra þvf og gerði það
með hléum til ársins 1991. Sigurður
Stefánsson hótelstjóri á ísafirði gaf út
tvö tölublöð á árinu 1980 - 1981,
vegna fjarveru undirritaðs við nám
erlendis. Ásgeir Jakobsson rithöfun-
dur ritstýrði blöðum sem gefin voru
út í kosningabaráttu vegna sveitarst-
jórnarkosninga árið 1978. Árið 1987
var Hlynur Þór Magnússon ráðinn
ritstjóri og efldi hann blaðið mjög.
Kom það út vikulega uns hann réðist
til annarra starfa. Þegar undirritaður
var kjörinn á þing árið 1991 lýsti ég
því yfir að nauðsynlegt væri að fá
aðra til ritstjórastarfa. Með nýrri
blaðnefnd sem kosin var um haustið
komu nýir menn til starfa. Þar voru
virkastir þeir Auðunn J. Guðmunds-
son á Isafirði, Ásgeir Þór Jónsson í
Bolungarvfk og Steinþór Gunnarsson
á ísafirði. Allir þessir þrír dugnaðar-
forkar hafa staðið fyrir útgáfu blað-
sins og notið liðsinnis annarra eins og
Jóhanns Olafsonar ísafirði , Björg-
vins Björgvinssonar Isafirði og
Steinþórs B. Kristjánssonar á Flatey-
ri.
dugmikils ungs manns Steinþórs
Gunnarssonar, sem hefur átt mikinn
þátt í að efla það og bæta. Sérstök
ástæða er til að fagna því hvernig
blaðið hefur tekið upp umræðu í mi-
kilvægum málum og haft þar forystu
um. Nægir þar að nefna Sjómanna-
dagsblað Vesturlands, sem þeir
Steinþór og Ásgeir Þór Jónsson rits-
týrðu. Fóru þeir félagar um alla
Vestfirði og hittu sjómenn og útger-
ðarmenn að máli. Er enginn vafi á því
að í því blaði megi sjá þverskurð þess
sem er efst á baugi og brennur mest
á mönnum í sjávarútvegi á Vestfjör-
ðum um þessar mundir. Sama er að
segja um blað sem gefið var út nú í
haust og var helgað sveitarstjómar-
málum. Hvergi annars staðar gat að
líta jafn ítarlega og skipulega umræðu
um sameiningarmál sveitarfélaga og
önnur mál sem hæst bar á þeim vett-
vangi.
Á þennan hátt má hiklaust segja
Úlfar S. Ágústsson var ritstjóri
Vesturlands á árunum 1975-1977.
að blaðið hafi tekið ákveðna málef-
nalega forystu.
Við vitum að örðugt er um út-
gáfu blaða um þessar mundir. Erfið-
leikar í þjóðfélaginu gera auglýsing-
amarkað torsóttan. Útgáfan hefur því
þróast í átt að því að gera blaðið að
myndarlegum vettvangi, þó blaðið
komi ekki eins oft út. Ég er þeirrar
skoðunar að þar hafi tekist vel til. Ég
óska forráðamönnum blaðsins vel-
farnaðar og veit að þeir munu halda
glæsilea á lofti þeim fána sem frum-
hverjar blaðsins reistu fyrir sjö tugum
ára.
Bolungarvík í nóvemberlok,
Einar K. Guðfinnsson,
alþingismaður
Vesturland í 70 ár