Vesturland - 01.12.1993, Qupperneq 9
VESTURLAND Blað vestfirskra sjálfstœðismanna
9
F rá blýprenti til tölvutækni
- eftir Einar K. Guðfinnsson
Vesturland - Vesturlandið blíða
- eins og Högni heitinn Torfason
kallaði það stundum, spilaði stóra
rullu í lífsmynstri mínu um 12 - 15
ára skeið. Það má kannski segja að
það hafi með einum eða öðrum hætti
verið eitt helsta tómstundastarf mitt
um þetta árabil. Hobbí, eins og menn
kalla það stundum.
Ég var á síðasta ári í Menntas-
kólanum veturinn 1974 - 1975, þá
þegar orðinn illa plagaður af hinni
pólitísku bakteríu. Og einn góðan
veðurdag eða vondan, datt okkur Si-
gurði Grímssyni nú kvikmyndager-
ðarmanni í hug að gaman gæti verið
að gefa út Vesturland. Það var svo
fastmælum bundið að ég hitti Guð-
mund B. Jónsson framkvæmdastjóra
í Bolungarvík, sem þá var formaður
Kjördæmisráðsins. Hann tók erindi
mínu vel. Og innan skamms vorum
við Siggi komnir á fulla ferð í útgá-
fumálin. Sjálfur hafði ég þá eina
reynslu af útgáfumálum, að hafa
verið Högna vini mínum Torfasyni til
aðstoðar á kosningaskrifstofu vorið
1974 og kom þá eitthvað að útgáfu
Vesturlands. Einnig hafði ég eitthvað
föndrað við útgáfu skólablaðs.
Ritstjórnarreynsla
Eftir þetta varð smá hlé á þátt-
töku minni við útgáfu Vesturlands,
enda hélt ég brott til náms og starfa.
Ég skrifaði að vísu eitthvað smávegis
fyrir Úlfar Ágústsson meðan hann
var ritstjóri. En árið 1977, þegar Úlfar
sagði starfinu lausu, var enginn til
þess að taka við og djobbið dæmdist
eiginlega á mig.
Það var svo sem ekki hlaupið að
því að gefa út blaðið, samfara námi
úti í útlöndum. Ég reyndi þó og tókst
að gefa út jólablöð. Og á sumrin tókst
mér alltaf að gefa út all nokkur tölu-
blöð.
, Eftir að ég flutti heim árið 1980,
var útgáfan aðgengilegri. Útgáfutíð-
nin var samt sem áður alltaf mjög
misjöfn. Það fór bókstaflega eftir
efnum og aðstæðum. En þó nokkur
blöð á ári litu alltaf dagsins Ijós. Og
ég gladdist að minnsta kosti yfir því
að þetta launalausa hobbí mitt kom
jafnan oftar út en önnur málgögn
Sjálfstæðisflokksins. Það þótti bara
dægilegur árangur.
I fyrstu ætlaði ég að fá fullt af
fólki til að skrifa í blaðið. Og það
verður að segjast að jafnan var mér
ljúfmannlega tekið. En verra var það
með efndirnar. Reynsla áranna kenn-
di mér það að örðugt var að treysta á
hið aðsenda efni. Undirritaður komst
sem sé fljótt að því að ólíkt fljótlegra
var bara að setjast við ritvélargar-
minn sinn og hamra efnið frá eigin
brjósti og koma í prentsmiðjuna.
Mér dugði vel reynsla frá bla-
ðamennsku um tveggja ára skeið. Þar
lærðist að vera ekki feiminn við hið
skrifaða orð og þegar vel gekk dundu
orðin eins og vélbyssuskot niður á
pappírinn. Þá var bara að koma skri-
funum inn á Isafjörð. Stundum skut-
laðist maður sjálfur, eða kom blöðu-
num með flugrútunni, eða hafði
einhver önnur ráð með það. Alla vega
hafðist þetta einhvern veginn.
Auglýsingaöflun og
vinna við að brjóta
blaðið
Auglýsingaöflunin var tafsöm
Einar K. Guðfinnsson á fullu við
pikkuna. Einbeittur að vanda.
A sjötíu ára afmæli
blaðsins læt ég í ljósi
vonir um að það megi
sem hingað til verða
brjóstvörn vestfirskra
sjálfstæðismanna. Mál-
gagn sem hikar ekki
við að tala máli þess
fólks sem Vestfírðina
býr og trúir á þær hug-
sjónir sem brautry-
ðjendurnir hófu á loft
árið 1923
í Vesturlandi.
og stundum þreytandi. En með
þeim hringingum kynntist ég mörgu
fólki, sem seinna hafa orðið góðir
kunningjar og vinir. Við sem fáumst
við blaðaútgáfu sem þessa erum
þessum forsvarsmönnum fyrir-
tækjanna mikið þakklátir fyrir þeira
framlag.
Mörg fyrstu ritstjóraárin mín
kom blaðið í örkum úr prent-
smiðjunni. Þá var eftir að brjóta það,
bæði svo að hægt væri að bjóða það
til sölu og síðan til þess að senda
tugum ef ekki hundruðum áskrifenda
út um alla Vestfirði og jafnvel víða
um land. Það var mikið verk og lei-
ðigjarnt. Mörg kvöldin sat ég og
braut blaðið. Oft einn, en einnig með
hjálp móður minnar. Ég man hvað ég
var þakklátur þegar duglegt sjálf-
stæðisfólk á Isafirði bauðst til þess að
brjóta blaðið fyrir mig og spara mér
þannig þá vinnu. Það var mikil hjálp.
Mér þótti það þess vegna einhver
bestu tíðindin á útgáfuferlinum þegar
prentsmiðjan eignaðist brotvél.
Frá blýprenti
til tölvutækni
Þegar ég fyrst kom að blaðinu
var blýprentið alls ráðandi. Það var
gaman að fylgjast með Búbba prent-
ara (Sigurður Jónssonog öllu því
heiðursfólki sem í prentsmiðjunni
starfaði handleika þá tækni af mikilli
list. Seinna hélt offsetttæknin innreið
sína. Mörg byrjunarvandamálin
þurfti að yfirstíga. Stundum pirraðist
ég yfir myndgæðunum. En öllu tóku
þeirfeðgar, Búbbi og Árni sonurhans
af sinni stóísku ró og kurteisi sem
þeim var svo eiginleg. Oft kom það
fyrir að þeir leiðréttu prófarkir, staf-
setningarvillur og mál. Reynsla
þeirra af hinu ritaða máli og kynni við
afburða íslenskumenn hafði fyrir
margt löngu gert þá handgengna
góðri íslensku.
Tölvutæknin hefur fyrir löngu
hafið innreið sína í prentsmiðjurnar
á Isafirði og auðveldað alla blaðaút-
gáfu. Nú sendir maður bara efnið á
disklingum inn í prentsmiðjuna án
þess að starfsmenn hennar þurfi nok-
kuð að setja það. Þannig á það líka að
vera.
Málgagn
sem ekki hikar
Nú er undirritaður ekki lengur
ritstjóri Vesturlands. Vaskir ungir
menn eins og þeir er skipa núverandi
og fráfarandi ritnefnd stýra mínu
gamla blaði og ferst það afar vel. Ég
á þó bágt með að sleppa alveg hen-
dinni af uppáhaldsblaðinu mínu og
hef stundum gantast við strákana um
að ég sé eins konar vikapiltur blað-
sins! Og til þess að undirstrika það
rataði það virðingarheiti inn í haus
síðasta tölublaðs.
Á sjötíu ára afmæli blaðsins læt
ég í ljósi vonir um að það megi sem
hingað til verða brjóstvöm vestfir-
skra sjálfstæðismanna. Málgagn sem
hikar ekki við að tala máli þess fólks
sem Vestfirðina býr og trúir á þær
hugsjónir sem brautryðjendurnir
hófu á loft árið 1923 í Vesturlandi.
Einar K. Guðfinnsson
Óskum starfsfólki okkar, Viðskiptaóinum og Vestfirðingum
öllum g/eðilegra jóta ogfarsxls komancli árs
Flatreyarhreppur Tálknafjarðarhreppur
Gná hf.
Bolungarvík
Harötiskur cg Kékari
Hnífsdal
Hólmadrangur hf.
Hólmavík
Ágúst og Gísli hf.
Verktakar og vélaleiga
Patreksfirði
Söluskálinn Súðin
Súðavík
Isafirði
Vöruflutningar
Hjartar Sigurðssonar
Patreksfirði
Bensínstöðin
ísafirði
Sæfrost hf.
Bíldudal
Kjöt & Fiskur hf.
Patreksfirði
Hafsteinn Vilhjálmsson
UMBOÐSVERSLUN
Byggingafélagið Byggir hf.
Patreksfirði
Fiskiðjan Freyja hf. Bíldudalshreppur
Suðureyri