Vesturland - 01.12.1993, Síða 11
VESTURLAND Blað vestfirskra sjálfstœðismanna
11
Patreksfjarðarhöfn.
annars eðlis. Þar er um að ræða
ákveðna upphæð sem lögð er fram af
hálfu fyrirtækis sem er með sinn
grundvallarrekstur í því kjördæmi og
ljóst er að sú fjárhæð skiptir ekki
sköpum í atvinnulífi á Suðurnesjum.
Því gera þeir sér grein fyrir, Suður-
nesjamenn."
- Þingmaður Sjálfstæðistlokks-
ins á Vestfjörðum Einar K. Guð-
finnson, hefur haldið því fram í
fjölmiðlum að kjördæmið hafi
orðið fyrir 4 milljarða tekjutapi
vegna skerðingar afiaheimilda.
Telur þú að þetta kalli á sérstakar
aðgerðir af hálfu ríkisstjórnar-
innar?
,,Meginmálið er það að staða
Vestfjarða sem annarra hefur verið
bætt með þeim aðgerðum sem ég
nefndi. Hins vegar eru vandamálin
þar fleiri en víða annars staðar og
reyndar voru þar á ferðinni vandamál
í stórum fyrirtækjum áður en til
þessarar þorskskerðingar og afla-
verðmætishruns kom. Fyrirtækin
voru því mjög illa búin við hvers
kyns áföllum. Ríkisstjórnin hefur nú
í hyggju að fara yfir það í samvinnu
við bankana hvernig hægt sé að
bregðast við vanda einstakra fyrirtæ-
kja á Vestfjörðum. Sértækar aðgerðir
eru yfirleitt ekki líklegar til varanlegs
árangurs en við höfum, meðal annars
með því að úthluta aflaheimildum
reynt að milda höggin sem hafa verið
þyngst gagnvart Vestfirðingum. Við
erum nú að leita slfkra leiða til að
auðvelda Vestfirðingum baráttuna en
það er náttúrulega ekkert sem getur
komið í staðinn fyrir að þorskaflinn
aukist á nýjan leik. Eg hafði miklar
efasemdir um að nauðsynlegt væri að
ganga jafn hart fram í niðurskurði á
þorskafla og lagt var til. En sú leið
varð ofan á og ég vona svo sannarlega
að spár um vaxandi afla á ný rætist
þannig að fólk geti farið að byggja á
þeim niðurskurði sem þar var nauð-
synlegt að grípa til, til þess að byggja
fiskistofnana upp á ný.“
Ein mesta
vegagerðarstjórn
sem setið hefur
- Halldór Ulöndal samgönguráð-
herra hefur lýst vilja sínum til þess
að það verði eitt af tveimur eða
þremur forgangsverkefnum í vega-
máluni á Islandi að hleypa krafti í
uppbyggingu vegarins um Isa-
fjarðardjúp. Myndi slík aðgerð, að
þínu mati, bæta búsetuskilyrðin á
Vestfjörðum?
„Eg tel reyndar að vegagerð al-
mennt sé til þess fallin að bæta lífs-
skilyrði í þessu landi. Það þýðir þó
ekki að við getum ráðist í hvað sem er
og eytt hverju sem er. Þessi ríkisstjórn
hefur þrátt fyrir kreppuna verið ein
mesta vegagerðarstjórn sem setið
hefur í landinu. Það er vegna þess að
við höfum talið skynsamlegt í niður-
sveiflunni að setja fjármuni í hluti sem
bæru varanlegan ávöxt og kölluðu
ekki á rekstur til frambúðar heldur
sparnað. Þess vegna höfum við þrátt
fyrir niðurskurð og erfiðleika sett
mikla peninga í bætta vegi. Menn sjá
árangurinn víða. Eg er ekki í vafa um
að þetta mun stuðla að lífvænlegri
byggð uin land allt. Vegakerfið á
Vestfjörðum er erfitt en þar sjá menn
fram á betri tíð. Ég ætla ekki að nefna
einstaka þætti að öðru leyti en ég
treysti vel á leiðsögn samgönguráð-
herrans í þessum efnum eins og
öðrum á hans sviði."
Aðgerðir munu skila
árangri á Vestfjörðum
- Ef þú reynir að horfa fram á
veginn, með framtíð Vestfjarða í
huga. Hvernig telur þú að framtíð
kjördæmisins verði á næstu árum?
„Ég tel að það muni verða mikil
umbrot á Vesttjörðum á næstu árum
og það muni reyna mikið á fólk og
fyrirtæki en ég er einnig sannfærður
um að aðgerðir ríkisstjórnarinnar
munu skila árangri á Vesttjörðum
ekki síður en annars staðar á landinu.
Við sjáum mörg tákn þess að fra-
mundan séu bjartari tímar. Ekki spillir
það fyrir Vestfirðingum að þeir eru
duglegir, - þama býr mikið kraftafólk
sem liggur vel við sjósókn og hefur
dregið björg í hið sameiginlega bú
með miklum árangri í gegnum tíðina.
Menn mega því ekki missa móðinn
þótt á móti hafi blásið. Það er ljóst að
kjördæmið og atvinnulífið hlýtur að
leita leiða til að styrkjast með auknu
samstarfi sem bætt vegaþjónusta
innan einstakra svæða á Vestfjörðum
á að geta stuðlað að auk aukinnar
hagræðingar. Það mun reyna á stað-
festu manna, útsjónarsemi og dugnað
en ég treysti Vestfirðingum með lið-
styrk annarra til að komast í gegnum
þessa erfiðleika."
Viðtal og myndir:
Steinþór Gunnarsson.
Davíð í „aksjón4'. Þarna sat fréttamður Stöðvar 2 fyrir honum niður í Alþingi áður en hann fór á þingflokks-
fund.
ósfcum viðskiptavinumgíeðitegrajóta
ogfarsæís komandi árs, meðþökjffyrir viðs((iptin
á árinu sem er að Cíða.
Sparisjóður
Þingeyrarhrepps
Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla,
árs og friðar, og þökkum samstarf
og viðskipti á líðandi ári
(JpGUNNVÖR HF.
‘Bestujóía- og nýárstfyeðjur
tiC viðskiptavina okjjar, starfsfóCCs
og annarra ‘Vestfirðinga, meðþaCffæti
fyrir árið sem er að Cpeðja.
FROSTI hf. Súðavík
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á líðandi ári
Sendum okkar bestu óskir um gleðiiega jóla-
og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða.
ÓsCum viðsCjptavinum oCfgr og starfsfóCkj
gCeðiCegrajóCa, árs ogfriðar, og þöCfum samstarf
og viðsCipti á Cíðandi ári.
Hraðfrystihúsið hf. Hnífsdal
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Eurocard é íslandi
ÓsCum starfsfóCCi oCjjar og viðsCiptavinum
gCeðiCegrajóCa, árs ogfriðar, og þöCfum samstarf
og viðsCipti á Cíðandi ári.
Mjölvinnslan hf. Hnífsdal