Vesturland

Volume

Vesturland - 01.12.1993, Page 16

Vesturland - 01.12.1993, Page 16
16 VESTURLAND Blað vestfirskra sjálfstœðismanna Höldum vöku okkar Vestfirðingar - eftir Sigurð Bjarnason frá Vigur. Þegar Vesturland hóf göngu sína fyrir 70 árum var tilgangur þess fyrst og fremst að vera málsvari frjáls- lyndrar borgaralegrar stefnu í ís- lenskum þjóðmálum. Fyrsti ritstjóri þess var Sigurður Kristjánsson, sem þá hafði um skeið verið kennari á Isafirði og í Bolung- arvík, gáfaður og harðskeyttur þing- eyingur. Vöktu skrif hans í Vesturland þegar athygli á blaðinu. Stjórnmála- baráttan var um þessar mundir hörð á Vestfjörðum, ekki síst hér við Djúp. Alþýðuflokkurinn var þá í sókn í þessum héruðum. Var Isafjörður því stundum kallaður „Rauði bærinn“. Um skeið fékk Alþýðuflokkurinn þrjá þingmenn kjöma á Vestijörðum, Isafjarðarkaupstað, Norður-ísafjarð- arsýslu og Vestur-ísafjarðarsýslu. Sjálfstæðisflokkurinn átti þó lengstum öflugt fylgi í þessum hér- uðum. Hika ég ekki við að staðhæfa að málafylgja blaðs þeirra hafi átt nokkurn þátt í því. Vesturland var ekki aðeins póli- tískt málgagn. Það birti margar greinar um al- menn hagsmunamál Vestfirðinga, sem það studdi ötullega, skrifaði um íslenskar bókmenntir og sögu. Það lét sig í stuttu máli sagt ekkert mannlegt óviðkomandi. Einnig reyndi það að gera innlendum og erlendum fréttum nokkur skil. Sigurður Bjarnason. Hika ég ekki við að staðhæfa að mála- fylgja blaðs þeirra hafí átt nokkurn þátt í því. Ef litið er til baka verður ljóst að Vestfirðingar voru meðal þeirra fyrstu, sem hófust handa um útgáfu- starfsemi þegar þjóðin var að vakna til nýs tíma og baráttu fyrir frelsi og framförum. Nægir þar að nefna Olaf Olavius frá Eyri í Seyðisfirði, Jón Einksson og Jón Sigurðsson, Skúla Thoroddsen séra Sigurð og prentsmiðjuna í Hrappsey, á Isafirði og í Flatey, að ógleymdri stórbrotinni útgáfustarf- semi Jóns Sigurðssonar og þjóðvilja þeirra félaga Skúla og séra Sigurðar. Vesturland, Skutull og Baldur voru börn hins nýja tíma, ásamt fleiri blöðum, sem ennþá kveðja sér hljóðs hér vestra, þótt stórblöðin í höfuð- borginni nái nú til flestra heimila, einnig á Vestfjörðum. En rödd héraðsblaðanna víðsvegar um landið, utan höfuðborgarsvæðis- ins, má ekki þagna. Þau hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna, ekki síst þegar fram- leiðslustarfsemi strjálbýlisins á f vök að verjast. Menningarlegu hlutverki þeirra má heldur ekki gleyma. Minnumst þess góðir Vestfirðing- ar. Höldum vöku okkar á óróasömum tímum. Þótt aukinn tækni á sjó og landi boði margvíslegar umbætur og góð lífskjör má sálin ekki dragast aftur úr. Eg óska Vesturlandi, mínu gamla blaði gagns og þroska í þágu Vest- fiðinga og málstað okkar í heild. Isafjarðarkaupstaður s Bœjarstjórn Isa- fjarðar óskar Is- firðingum gleði- legra jóla og gcefu- ríks komandi árs og þakkar þeim fyrir árið, sem er að líða. s Bæjarstjórinn á Isafirði Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi ári. . ISHÚSFÉLAC ISFIROINGA HF. Óskum starfsfólki okkar, ViöskiptaVimim og Vcstfirðingum öllum gkóilegjxt jóla ogfarsxts komandi árs EFNALAUGIN ALEERT TRYGGVI TRYGGVASON & CO AÐALSTRÆTI 24 400 ISAFJÖRDUR ICELAND ísafjarðar apútek Olíufélag útvegsmanna hf. MJ ÓLKURSAMLAG ÍSFIRÐINGA LÍFEYRISSJÓÐUR VESTFIRÐINGA BRUNNGÖTU 7 — 400 ÍSAFIRÐI Sparisjóður Önundarfjarðar ÞRYMUR VÉLSMIÐJA ISTAK og starfsmenn þeirra við jarðgangagerð Sparisjóður Mýrhreppinga Sparisjóður Sógfirðinga Sandfell hf. SJOVAljIIuALIVIENNAR

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.