Fréttablaðið - 24.02.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.02.2023, Blaðsíða 2
Allsherjaratkvæðagreiðsla Listi uppstillingarnefndar og stjórnar Verkalýðsfélagsins Hlífar um stjórn, skoð- unarmenn reikninga, stjórn sjúkrasjóðs og stjórn orlofsheimilasjóðs félagsins fyrir árið 2023, liggur frammi á skrifstofu Hlífar frá og með 24. febrúar 2023. Kosið er listakosningu samkvæmt B-lið 22. gr. laga Hlífar í eftirtaldar stöður: 1. Varaformann og tvo meðstjórnendur til tveggja ára. 2. Þrjá varamenn í stjórn til tveggja ára. 3. Tvo félagslega skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs. 4. Stjórn sjúkrasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og jafn marga til vara. 5. Stjórn orlofsheimilasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og jafn marga til vara. Öðrum listum ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 10. mars 2023 og er þá framboðsfrestur útrunninn. Til þess að bera fram lista eða tillögu þarf skrifleg meðmæli eða stuðning 1/10 hluta fullgildra félagsmanna, þó ekki fleiri en 190. Kjörstjórn Vlf. Hlífar. Risalið í Laugardalshöll Það er ekki á hverjum degi sem bestu lið heims koma hingað í heimsókn, en í gærkvöldi mætti körfuboltalandslið karla Heims- og Evrópumeisturum Spánar í Laugardalshöll. Leikurinn var hluti af undankeppni HM, þar sem Ísland hefur átt í harðri keppni um að ná inn á lokakeppni HM í fyrsta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Richard Honeywill skíttapaði landsleik á móti Svíum en elskar þó handbolta og vonast eftir bjartari tímum fyrir Breta á þeim vettvangi. FRÉTTBLAÐIÐ/HSG Háskólanemi í Wales sem dáir íslenska handboltalandsliðið, segir bjartari tíma framundan fyrir íþróttina í Bretlandi. helgisteinar@frettabladid.is BRETLAND Richard Honeywill, fyrr- verandi landsliðsmaður í breska handboltalandsliðinu, segir íþrótt- ina á uppleið í landinu. Fyrir heimsfaraldur spilaði Rich- ard handbolta fyrir Bretland, en vinnur nú á bar í Swansea þar sem hann er í háskólanámi. Hann segist vonast til að handboltinn njóti meiri vinsælda í Bretlandi í fram- tíðinni en nú er. „Ég er frá Glastonbury og byrjaði að spila handbolta í áttunda bekk eftir hvatningu frá kennara í skól- anum mínum í Somerset,“ segir Richard. Handbolti sé ekki vinsæll. „Það sést alveg, því við fáum ekki borgað fyrir að spila handbolta og skólarnir eiga líka mjög erfitt með að útvega sér búnað.“ Richard byrjaði að spila hand- bolta 2016 og var á góðri leið með að fá pláss í U-19, breska landsliðinu, en meiddist og þurfti að draga sig í hlé. „Eftir að hafa spilað í tvö og hálft ár lenti ég í því að missa báðar fram- tennurnar í einum leik, sem var mjög leitt því ég var frekar vongóður um að fá pláss í landsliðinu.“ Eftir að hafa náð sér fékk Richard sæti í landsliðinu og spilaði á Evr- ópumótinu í Svíþjóð árið 2019. „Í okkar riðli spiluðum við gegn Lúxemborg, Rússlandi, Svíþjóð og Tékklandi og töpuðum hverjum einasta leik. Svíarnir gjörsamlega burstuðu okkur en við náðum næstum því að vinna Rússland og Lúxemborg.“ Richard segist einnig þekkja vel til íslenska landsliðsins og á treyju liðsins. Hann bendir á glæstan árangur íslenska liðsins á Ólympíu- leikunum í Peking árið 2008. Að sögn Richards gerði heims- faraldurinn nánast út um hand- boltann í Bretlandi. Leikmennirnir hafi þjálfað úti í garði í gegn um fjar- búnað og fylgst með þjálfara sem gerði boltaæfingar á netinu. „Handbolti verður aldrei jafnvin- sæl íþrótt og fótbolti. Staðan er bara þannig. England er fótbolti, rugby og tennis. En ég sé hins vegar fram á að eftir rúmlega tíu ár verði hand- bolti orðinn jafnvinsæll í Bretlandi og körfubolti er núna,“ segir Richard sem sér bjartari tíma framundan fyrir íþrótt sína í heimalandinu. „Fyrir þremur árum höfðu flest- ir Bretar ekki heyrt á handbolta minnst en núna vita næstum allir hvað handbolti er,“ segir Richard. n Breskur landsliðsmaður í handbolta bak við barinn Svíarnir gjörsamlega burstuðu okkur en við náðum næstum því að vinna Rússland og Lúxemborg. Richard Honeywill, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta benediktarnar@frettabladid.is NEYTENDUR Í yfirvofandi eldsneyt- iskorti er gott að temja sér sparakst- ur, sem felur í sér að ná sem mestum kílómetrafjölda á sem minnstu eldsneyti. „Það er æskilegt að huga alltaf vel að eldsneytisnotkun, ekki hvað síst nú, er það þarf hugsanlega að spara dropann enn frekar,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Runólfur segir að til þess að spara sem mest eldsneyti sé grundvallar- atriði að huga vel að flæði umferðar. „Það skiptir máli að vera á sem jöfnustum hraða og reyna að koma í veg fyrir að vera sífellt að stoppa og taka af stað. Í þjóðvegaakstri þarf að passa upp á hraðamörkin, það kemur betur út að halda sig við hraðaviðmiðanir heldur en að vera að kitla pinnann,“ segir Runólfur. „Ef þú ert á beinskiptum bíl áttu að miða við það að skipta ört upp og keyra í frekar lágum snúning,“ segir Runólfur og bætir við að viðhald á bílum skipti líka máli. „Ef maður er að kynda allt í bílnum þá eykur það orkunotkun. Það er stundum nóg að hafa sætis- hitarann í gangi,“ segir Runólfur. n Eykur bensíneyðsluna að kynda bílana Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB Eflingarfólk gekk í gær að Alþingi og stjórnarráðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR benediktarnar@frettabladid.is KJARAMÁL „Þetta var hin rétta ákvörðun í ljósi stöðunnar, þegar að Samtök atvinnulífsins hafa gripið til þessa tryllta bragðs í örvæntingu sinni að geta ekki gert kjarasamn- ing við Eflingu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Efling mun ekki boða til frekari verkfalla. Aðrar verkfallsboðanir sem eru nú þegar hafnar, munu halda áfram með óbreyttum hætti. Sólveig segir að með verkbanni hafi Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar og langt umfram afmarkaðar verkfallsaðgerðir Efl- ingarfélaga. Á miðvikudag samþykktu félags- menn Samtaka atvinnulífsins til- lögu um að setja verkbann á Efling- arfólk. Í tilkynningu frá SA kemur fram að þátttaka í verkbanninu sé ekki valkvæð, eins og Sólveig hafði haldið fram. Ekki náðist í Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA og Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, vildi ekki tjá sig. n Segir stigmögnun við ystu mörk 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.