Fréttablaðið - 24.02.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.02.2023, Blaðsíða 4
Samkvæmt nýrri könnun Prósents er þjóðin nánast einhljóða um að erfitt sé að komast á fasteignamarkað- inn. Hætt er við því að íbúðir standi auðar og verktakar lengi framkvæmdatímann. kristinnhaukur@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Yfirgnæfandi meiri- hluti, 93 prósent, telur erfitt fyrir fyrstu kaupendur að kaupa íbúð. Þar af telja 71 prósent það mjög erf- itt. Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents fyrir Fréttablaðið. Aðeins 3 prósent telja það auðvelt fyrir fyrstu kaupendur að komast á fasteignamarkaðinn og 1 prósent að það sé mjög auðvelt. 4 prósent svöruðu hvorki né. „Ég heyri það frá fasteignasölum að margar keðjur eru að f losna upp út af fyrstu kaupendunum,“ segir Kári S. Friðriksson, hag- fræðingur hjá Húsnæðis- og mann- virkjastofnun, sem nýlega skilaði af sér mánaðar skýrslu um húsnæðis- markaðinn. Þar kemur fram að húsnæðismarkaðurinn er að kólna hratt. „Það eru fáir sem standa undir greiðslubyrði af lánum þegar vextir eru búnir að hækka svona mikið og íbúðaverðið líka,“ segir Kári. Kaupsamningum á höfuðborgar- svæðinu fækkaði um þriðjung á síðasta ári og hafa ekki verið færri síðan árið 2013. Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði hefur hríð- lækkað og sölutíminn er að lengjast. Íbúðaverð lækkar þriðja mánuðinn í röð. Kári segir að hlutfall fyrstu kaup- enda sé einnig að lækka hratt. Það er ekki aðeins að fyrstu kaupendur fái ekki greiðslumat lánastofnana, heldur standa hin ströngu viðmið Seðlabankans í vegi fyrir kaupum. Það er, að greiðslubyrði af 25 ára verðtryggðu láni megi ekki vera meira en 35 prósent af tekjum, 40 Mjög erfitt að kaupa fyrstu íbúðina Hversu erfitt telur þú að sé að kaupa fyrstu íbúðina? 4% 22% 71% 3% Ungt fólk þarf að dvelja allt að þremur árum lengur í foreldrahúsum en til stóð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK prósent hjá fyrstu kaupendum. „Jafnvel þótt fólk standist greiðslu- mat er það að falla á þessari reglu,“ segir Kári. Í ljósi þess hversu afdráttar- laus könnunin er, er lítill munur á kynjum, aldurshópum, tekju- hópum og búsetuhópum. Einnig eftir stjórnmálaskoðunum. Örlítið meiri svartsýni er hjá íbúum höfuð- borgarsvæðisins en landsbyggðar- innar og hjá tekjulægri en tekju- hærri. Kjósendur Vinstri grænna eru einna bjartsýnastir fyrir hönd fyrstu kaupenda, en munar þó ekki miklu á þeim og kjósendum ann- arra flokka. Aðspurður um áhrifin af þessu segir Kári nokkuð víst að ungt fólk þurfi að dvelja lengur í foreldrahús- um. Fólk sem hefði átt að komast út á markaðinn í ár þurfi jafnvel að bíða í 2 til 3 ár til viðbótar. „Það vantar ekki íbúðir til sölu,“ segir Kári, aðspurður um fram- boðið. Nú séu um 1.400 íbúðir í sölu á höfuðborgarsvæðinu, sem sé þreföldun á einu ári. Litlar íbúðir, innan við 60 fermetrar, eru að koma í auknum mæli inn á markaðinn, sem sáust varla áður. „Á meðan ástandið á fasteigna- markaðinum er svona er hætt við því að íbúðir standi auðar. Einnig að fjármögnun nýrra bygginga- framkvæmda verði erfiðari,“ segir Kári. Verktakar gætu farið að lengja í framkvæmdatímanum vegna þess að þeir sjái fram á að fá betra verð seinna og eiga auðveldara með að selja. Könnunin var netkönnun og var framkvæmd frá 27. janúar til 6. febrúar. Úrtakið var 2.400 ein- staklingar og svarhlutfallið 51,4 prósent. n Mjög auðvelt Frekar auðvelt Hvorki né Frekar erfitt Mjög erfitt NÝSKÖPUN MÁNUDAG KL. 19.30 OG AFTUR KL. 21.30 lovisa@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Annan mánuðinn í röð var slegið met í fjölda farþega í Strætó. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Strætó. Í janúar voru yfir 119.000 innstig á höfuðborgar- svæðinu sem er mesti fjöldi sem mælst hefur í janúar. Í desember 2022 voru 980.000 innstig sem var einnig met fyrir desember. n Fleiri nota Strætó kristinnpall@frettabladid.is HAFNARFJÖRÐUR Áætlað er að rúmlega 110 þúsund lítrar af dísil- olíu hafi farið í gegnum fráveitu- kerfi Hafnarfjarðar og endað úti í sjó í kjölfar bilunar við bensínstöð Costco í Garðabæ. Í minnisblaði er ályktað að áhrif- in á lífríkið séu sennilega ekki mikil. Starfsmenn hafi ekki orðið varir við ummerki um olíu. Á næstunni verða tekin sýni af sjávarbotninum til greiningar. Bilun í hreinsibúnaði bensín- stöðvar Costco olli mengunarslysi. Í aðdraganda jólanna kvörtuðu íbúar undan ólykt og sumir fundu til ógleði og fyrir höfuðverk. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinn- ar segja mikla mildi að uppgufun á heimilum hafi ekki leitt til alvarlegs heilsutjóns, þar sem um hafi verið að ræða gríðarlegt magn. Yfir hundrað þúsund lítrar af olíu frá Costco sem fóru í sjóinn Hildur Rós Guð- bjargardóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Þá sé það fagnaðarefni að meng- unarslysið hafi ekki leitt til umtals- verðrar mengunar í sjó og fjörum í Hafnarfirði, eins og ef um bensín væri að ræða. „Þetta eru gríðarlega háar tölur og þetta er gríðarlega alvarlegt meng- unarslys. Auðvitað vonaði maður að þetta yrði ekki svona mikið, en mér fannst eins og þetta yrði líklegast há tala,“ segir Hildur Rós Guðbjargar- dóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar. „Það eru ekki eins miklar líkur á að þetta hafi áhrif á lífríkið eins og gert var ráð fyrir, en það er auðvitað ekki ljóst. Það er ekki komið á hreint hvaða áhrif þetta hefur og því ekki hægt að segja að þetta hafi engin áhrif haft fyrr en það liggur beint fyrir,“ segir Hildur Rós. „Mér myndi finnast óábyrgt að segja að þetta hafi haft lítil áhrif, án þess að það væru niðurstöður úr rannsókn til staðar.“ n olafur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Í síðustu viku svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar Alþingis, bréfi sem Sig- urður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi í málefnum Lindarhvols, sendi nefndinni í nóvember 2022 og hvatti nefndina til að taka greinargerð hans um Lindarhvol frá 2018 til umfjöllunar. Af svarbréfi Þórunnar má ráða að nefndin hafi engin áform um að kalla eftir greinargerð Sigurðar til umfjöllunar, heldur telji hana alfarið á forræði forsætisnefndar. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benti á það í Fréttablaðinu í gær að forseti Alþingis hefði engar heimildir til að setja leynd á erindi sem berast Alþingi, þau séu send öllum Alþing- ismönnum og þannig birt þjóðinni. Þorsteinn benti jafnframt á að enginn nema Sigurður sjálfur geti óskað eftir trúnaði um greinargerð hans. Það hefur hann ekki gert. Þor- steinn sagði Sigurð eiga þann kost að endursenda Alþingi greinargerð sína í 63 eintökum sem sérstaklega verði merkt hverjum þingmanni.   Í gær hvatti Íslandsdeild Trans- parency International til þess að lögð verði fram þingsályktunartil- laga um birtingu greinargerðar Sig- urðar, standi embættismenn áfram í vegi fyrir birtingu hennar. Er það sagt vera merki um frum- stæða stjórnsýslu sem samræmist ekki þeim kröfum sem gera verði til gegnsæis í stjórnsýslu og með- ferð opinberra eigna, að opinbera hana ekki. n Situr á greinargerð í heimildarleysi Þorsteinn Páls- son segir Birgi Ármannsson enga heimild hafa í lögum til að sitja á greinargerðinni um Lindarhvol. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR benediktarnar@frettabladid.is MÓTMÆLI Í dag er eitt ár síðan inn- rásin í Úkraínu hófst og verða mót- mæli og brenna til minningar um fórnarlömb stríðsins við rússneska sendiráðið í Túngötu. Meðal ræðumanna verða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og rúss- neska ljóðskáldið Natasha S. Rússar og Úkraínumenn segja frá upplifun sinni af stríðinu og myndir af fórnarlömbum stríðsins verða hengdar upp við sendiráðið. Að lokum verður brenna kveikt að slavneskum sið og verður kveikt í táknmynd rússnesku innrásar- innar. Úkraínumenn brenna lík- neski til þess að kveðja veturinn, en munu mótmælendur kveðja stríð og ofbeldi með brennunni. n Kveikja brennu til að kveðja ofbeldi Mótmælin fara fram fyrir framan rússneska sendiráðið. 4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.