Fréttablaðið - 24.02.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.02.2023, Blaðsíða 6
Hagsmunir Íslendinga í deilunni snúast að miklu leyti um tengi- flug Icelandair í Kefla- vík. Þetta er mjög vand- ræðalegt fyrir íslensk stjórnvöld. Auður Önnu Magnúsdóttir, Landvernd kristinnpall@frettabladid.is VESTURBYGGÐ Bæjarráð Vestur- byggðar hefur gefið grænt ljós á að Golfklúbbur Patreksfjarðar fái heimild til að virkja ána Botnsá við klúbbhús félagsins. Golf k lúbbur inn v ill byg g ja heimavirkjun, steypt inntaks- mannvirki sem skili um 10kW úr Botnsá til eigin nota. Í bréfi frá klúbbnum kemur fram að starfsemin sé að aukast en vegna skorts á orku þurfi að hita golfskál- ann upp með jarðefnaeldsneyti. Með virkjun verði eignum félagsins bjargað á umhverfisvænni máta. „Menn innan klúbbsins komu með þessa hugmynd um að virkja ána við klúbbhúsið. Ástæðan er sú að við fáum hvergi rafmagn, við erum of langt frá línunni og höfum þurft að reiða okkur á ljósavél og gas. Þetta er orðið svo dýrt að við náum ekki að kynda golfskálann og hann skemmist við það,“ segir Sigurður Viggósson, formaður golf- klúbbsins. „Þessi á heitir Botnsá og liggur meðfram golfvellinum. Hún er ekki stór og þetta telst örvirkjun. Við teljum okkur geta náð að halda upphituðu húsi, og jafnvel þegar vel stendur á, boðið upp á að hlaða golf bíla og kerrur að sumri til á þennan máta,“ segir Sigurður og heldur áfram: „Þetta eru orkuskipti, úr olíu og gasi yfir í rafmagn. Þetta hefur mjög lítil áhrif á umhverfið og er nauðsynlegt, því við höfum reynt að fá lögn hingað en það er of dýrt því við erum utan leiðarinnar.“ n Golfklúbbur megi virkja á við völlinn Sigurður Viggósson, formaður Golfklúbbs Patreksfjarðar kristinnpall@frettabladid.is AKUREYRI Heildartekjur Bifreiða- stæðasjóðs á Akureyri á síðasta ári vegna sekta, aukastöðugjalda og gjaldmæla, námu tæplega 52,7 milljónum íslenskra króna. Það dreifðist yfir átta mánaða tímabil frá apríl þegar gjaldskylda var tekin upp fyrir bílastæði. Þetta kom fram í svari Akureyrarbæjar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Akureyrarbær tók aftur upp gjaldskyldu í bæjarfélaginu á síðasta ári eftir að hafa um árabil notast við svokallaðar bifreiðastæðaklukkur. Ökumenn gátu þá lagt bílum sínum gjaldfrjálst í mislanga stund eftir svæðum. Í svari Akureyrar kemur fram að sektir vegna ólöglega lagðra bíla og bíla sem var ýmist lagt of lengi í bíla- stæði eða gleymdist að greiða fyrir, voru 26,4 milljónir og að í heild sinni voru 26,3 milljónir greiddar í gjaldmæla, þar með talið íbúakort og fastleigusvæði. n Rúmlega fimmtíu milljónir í bílastæði kristinnpall@frettabladid.is VERSLUN Velta olíuverslana hér- lendis hækkaði um 74 prósent á milli ára miðað við veltu íslenskra fyrirtækja, samkvæmt virðisauka- skattsskýrslum. Veltan fór úr 143 milljörðum í 249 milljarða. Þetta kemur fram í samantekt Hagstof- unnar. Heilt yfir virðist velta hafa auk- ist í f lestum atvinnugreinum hér á landi á milli ára. Mesti vöxturinn átti sér stað innan ferðaþjónust- unnar en hjá ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum jókst veltan úr 46 milljörðum í 118 milljarða á síðasta ári, sem er 159 prósenta veltuaukning. Rekstur gististaða skilaði 121 milljarðs veltu til samanburðar við 65 milljarða veltu árið áður. n Ársvelta olíuverslana snarhækkar Eldsneytisverð fór á mörgum stöðum í yfir 300 krónur á lítrann. Umrætt gjaldtímabil stóð yfir í átta mánuði á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Land- verndar þungorð í garð stjórnvalda. Ósjálfbær stefna að fá sem flesta ferðamenn. Innviða ráðherra segir talið til marks um fákunnáttu. bth@frettabladid.is LOFTSLAGSMÁL Íslensk stjórnvöld hafa komið fram með óábyrgum hætti í loftslagsmálum með kröfum ráðherra um sérmeðferð hjá ESB vegna losunar frá millilandaflugi. Þetta segir Auður Önnu Magnús- dóttir, framkvæmdastjóri Land- verndar. Á sama tíma og íslensk stjórn- völd stefna að kolefnishlutleysi innan nokkurra ára, hraðar en flest önnur ríki, stendur millilandaflugið uppi án lausna um umhverfisvænar úrbætur, að sögn Auðar. Í því ljósi þurfi að bregðast við. „Samdráttur í f lugi er nauðsyn- legur. Þess vegna er rosalega skrýtið að land sem ætlar að minnka losun um 55 prósent fyrir árið 2030 sæki um undanþágur frá gjöldum á losun frá millilandaf lugi,“ segir Auður. „Þetta er mjög vandræðalegt fyrir íslensk stjórnvöld sem hafa sett sér metnaðarfull markmið um kol- efnishlutleysi.“ Auður segir að í þessu máli tali hún sem einstaklingur. Stjórn Land- verndar hafi ekki tekið afstöðu til málsins. Hún gefur lítið fyrir raddir forstjóra stóru f lugfélaganna sem hafi spáð hruni hagkerfisins að óbreyttu. „Við erum ekki að tala um neina rekstrarlega katastrófu þegar breyt- ingarnar ná fram að ganga heldur kannski ellefu prósenta hækkun á flugverði,“ segir hún. „Það eru engar tæknilausnir í sjónmáli fyrir milli- landaflug, ólíkt stuttum flugferð- um. Þá er ekkert annað í stöðunni en að fljúga sjaldnar til að minnka losun á næsta áratug.“ Auður segir að hagsmunir Íslend- inga í deilunni snúist að miklu leyti um tengiflug Icelandair í Keflavík. „Hér fara mjög margir farþegar í gegn og losa mjög mikið. Flugtök og lendingar valda langmestri losun,“ segir hún. „Í stað þess að farþegar fljúgi beint frá Stokkhólmi til New York stöndum við fyrir mjög mikilli aukamengun út af þessu aukastoppi hér.“ Þá segir Auður að innviðir Íslands séu komnir að þolmörkum vegna fjölda ferðamanna. Málið sé tæki- færi til að endurmeta ábyrgð okkar til framtíðar. „Við þurfum ekki f leiri ferða- menn en 2,4 milljónir. Nú væri kannski ágætt að ákveða hámarks- fjölda ferðamanna hér á landi, reyna að leggja áherslu á að þeir sem heimsækja okkur dvelji leng- ur. Ísland er stórkostlegt ævintýri, Ísland er meira en þriggja daga stopp í Reykjavík, ekki síst ef við- koman kostar mikla mengun.“ Auður segir mótsögn felast í gríðarlegri stækkun flugvallarins í Keflavík á sama tíma og Ísland lýsi yfir áætlun um að draga mikið úr losun. „Nei, samúð mín liggur alls ekki hjá íslenskum stjórnvöldum í þessu máli. Það er líka mjög skrýtið hve þessi mótmæli Íslendinga koma seint fram,“ segir Auður. Hún segir fátt benda til að ESB taki mark á óskum íslenskra stjórnvalda, enda engin ástæða til. Inntur viðbragða við orðum Auðar segir Sigurður Ingi Jóhanns- son innviðaráðherra: „Hún þyrfti að kynna sér málið betur.“ n Óskir um afslátt af mengun óábyrgar og vandræðalegar Auður Önnu Magnúsdóttir segir fækkun ferðamanna ekkert stórslys heldur tækifæri til að sýna aukna ábyrgð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI bth@frettabladid.is SAMGÖNGUMÁL Deila Íslands við ESB vegna losunargjalda af milli- landaf lugi er í hörðum hnút. Ein rammasta milliríkjadeila seinni tíma kann að vera í uppsiglingu. Sigurður Ingi Jóhannsson inn- viðaráðherra segir að samgöngu- ráðherrar erlendra ríkja hafi sýnt málinu mikinn skilning. Þrátt fyrir marga fundi hafi þó ekki tekist að fá ESB til að breyta útfærslunni. Álögurnar eru að sögn Sigurðar Inga sérlega óheppilegar fyrir félög sem reka tengif lugsmiðstöðvar. Samkeppnishæfi raskist, hætta sé á að farþegar velji sér f lug með þeim sem losi mest og hafi minnstar skyldur af því að f lug með þeim verði ódýrara. „Það getur þýtt meiri losun og Deila Íslands og ESB í hörðum hnút og óljóst með árangur Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra þá hefur þessi aðgerð ESB þveröfug áhrif miðað við tilganginn,“ segir Sigurður Ingi. „Þetta skilja allir í samgöngugeiranum, en skrifræðið er þannig að þegar ESB er komið af stað þá er erfitt að stoppa. Það er mjög erfitt að ná samtali við umhverfisvæng ESB,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort hann hafi fengið bein viðbrögð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórn- ar ESB, vegna deilunnar er svarið: „Hún hefur ekki viljað tala við mig.“ Eitt þeirra úrræða sem Ísland getur beitt er neitunarvald í sam- eiginlegu EES-nefndinni. Af leið- ingar beitingarinnar, sem yrði for- dæmalaus, gætu orðið miklar. „Ég trúi á skynsemi mannsins og vilja til að hlusta á góð rök. Jafnvel innan ESB.“ n 6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.