Fréttablaðið - 24.02.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.02.2023, Blaðsíða 12
Við höfum staðið saman í ár nú þegar og við munum standa saman eins lengi og þörf er á. Straumhvörf eru nú, þegar áhersla á skulda- lækkun er að baki, að eigandi fær meiri skerf. Tuttugasti og fjórði febrúar mark- ar ár frá upphafi grimmilegrar allsherjarinnrásar Rússlands í Úkraínu. Ár af ótrúlegu hugrekki og þrautseigju úkraínsku þjóðar- innar í vörn lands síns, lýðræðis og frelsis. Einnig markar dagurinn ár af staðfestu og samstöðu Evrópu- sambandsins, aðildarríkja þess og annara bandamanna – þar á meðal Íslands – í fordæmingu okkar á árásarstríði Rússlands og í stuðn- ingi okkar við Úkraínu, svo sem með mannúðar-, efnahags-, fjár- hags- og hernaðaraðstoð. Á þessu eina ári hafa Evrópu- sambandið, aðildarríki þess og stofnanir, tileinkað 7,875 millj- arða króna til stuðnings Úkraínu. Meðal annars hefur þessum fjár- munum verið varið í neyðaraðstoð og í endurbyggingu skóla, spítala, orkuvera og annarra lífsnauðsyn- legra innviða. Þar á meðal hefur Evrópusambandið varið 1,850 milljörðum króna til hernaðarað- stoðar handa Úkraínu. Evrópusam- bandið hefur tekið áskoruninni um að veita yfir fjórum milljónum fólks á f lótta undan átökum tíma- bundið skjól og hafa aðildarríki Sambandsins boðið þau velkomin. Til þess að stemma stigu við áfram- haldandi str íðsrek str i Pútíns hefur Evrópusambandið beitt fjöl- mörgum pökkum af víðtækum viðskiptaþvingunum. Þeim hefur ekki einungis verið beitt gegn ein- staklingum sem bera persónulega ábyrgð á innrásinni, heldur einn- ig gegn nauðsynlegum innfluttum varningi fyrir rússneska herinn. Þar að auki hefur þvingunum verið beitt gegn rússneskum útflutnings- varningi, svo sem kolum, olíu og gasi. Mikil áhersla hefur verið lögð á það að framkvæmd þvingana hafi ekki neikvæðar af leiðingar á mataröryggi í heiminum. Evrópusambandið hefur hlotið stuðning vinaþjóða og banda- manna við framkvæmd þessara aðgerða, þar á meðal stuðning Íslands. Auk þess að leita allra leiða til þess að styðja Úkraínu á alþjóðavettvangi hefur íslenska ríkisstjórnin veitt Úkraínu umtals- verðan stuðning, svo sem fjár- hags- og mannúðaraðstoð. Meðal annars hefur Ísland sent rafala, vetrarútbúnað og sjúkravarning, aðstoðað með f lugsendingar og sent sprengjusérfræðinga til þess að þjálfa úkraínskar sveitir í jarðsprengjuleit og -hreinsun. Íslenskur almenningur og íslensk félagasamtök hafa sýnt mikla gjaf- mildi í sínum stuðningi, ekki síst í móttöku yfir 2.580 f lóttamanna. Stuðningur Íslands hefur verið verulegur og sterk afstaða Íslands hefur vakið athygli í Úkraínu, Evr- ópu og víðar. Árásarstr íð Rússlands geg n Úkraínu hefur undirstrikað þá staðreynd að náið samstarf Íslands og Evrópusambandsins er byggt á sameiginlegum gildum: lýðræði, mannréttindum, réttarríkinu og samskiptum ríkja á grundvelli alþjóðalaga. Þessi gildi hafa verið undirstaðan í samvinnu okkar við að skapa sameiginlega hagsæld, hagvöxt og velferð fyrir þjóðfélög okkar. Nú á krísutímum hafa þau hvatt okkur til dáða við að verja þessi sömu gildi. Við höfum staðið saman í ár nú þegar og við munum standa saman eins lengi og þörf er á – þar til Pútín lætur af vægðar- lausum árásum sínum á Úkraínu og íbúa hennar, þar til Úkraína hefur verið endurbyggð og stríðs- glæpamenn og vitorðsmenn þeirra dregnir fyrir rétt. n Saman stöndum vér Lucie Samcová - Hall Allen sendiherra Evrópusambandsins Kirsten R. Geeland sendiherra Danmerkur Anu Laamanen sendiherra Finnlands Guillaume Bazard sendiherra Frakklands Gerard Pokruszyński sendiherra Póllands José Carlos Esteso Lema staðgengill sendiherra Spánar Pär Ahlberger sendiherra Svíþjóðar Dietrich Becker sendiherra Þýskalands Í ljósi þeirrar breyttu heimsmynd- ar sem við okkur blasir er ekki að undra að umræðan um aðild Íslands að ESB sé farin á f lug. En að tala um ESB er eins og henda hand- sprengju inn í f lestar samræður – það fer allt í bál og brand. Vigdís Finnbogadóttir er læs á þjóðarsálina og í bókinni „Vigdís – kona verður forseti“ segir hún: „Íslendingar eru einangrunarsinn- ar í hugsun og karpsöm þjóð. Það reynist okkur svo erfitt að eiga sið- menntað samtal – það er strax farið að rífast og ekki hjálpar f lokks- pólitíkin maður minn. Stundum finnst mér sem f lokksmúrarnir séu óvinnandi virki, sem er slæmt því nú ríður á að menn hefji sig yfir þá.“ Og í bókinni hvetur Vigdís háskólasamfélagið til að gangast fyrir opnum, hlutlausum og vel upplýstum rökræðum um ESB. Enda sé þetta mál málanna og snýr að framtíð okkar sem þjóðar. Ítrekað hefur verið lagt til að Störukeppni um mikla hagsmuni Margrét Krist- mannsdóttir framkvæmda- stjóri kosið verði um framhald viðræðna um aðild að ESB. En úrtöluraddir fullyrða um hæl að gallar við aðild séu mun f leiri en kostir og við- ræður því óþarfar. Sjálf viðurkenni ég að hafa hvorki þá þekkingu né skyggnigáfu til að sjá hverju við fengjum áorkað í samningavið- ræðum – en mig hefur lengi langað til að sjá samningsdrög til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvort framtíð Íslands sé betur borgið utan eða innan ESB. Getum við rifið okkur upp úr hagsmunapólitíkinni, fengið fag- lega umfjöllun og séð með eigin augum hverju aðild gæti breytt fyrir lífskjör okkar og stöðu meðal þjóða? Ef niðurstaðan verður að hagsmunir okkar muni skaðast við inngöngu er þjóðin aldrei að fara í Evrópusambandið. Hver er þá áhættan að senda okkar besta fólk í viðræður  – fá staðreyndir á hreint og leyfa þjóð- inni að ráða? n Rafnar Lárusson framkvæmda- stjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun Landsvirkjun nálgast sextugsaf- mæli sitt og ber aldurinn sannar- lega vel, í raun hefur hún aldrei staðið keikari. Hún er góður vitnis- burður um allt það starfsfólk og stjórnir sl. 58 ára sem hafa ákveðið að ganga með henni hluta leiðar. Ein af birtingarmyndum stöðu Lands- virkjunar er ársreikningur félagsins og í byrjun vikunnar kom út yfirsýn fyrir árið 2022. Tekjur félagsins hafa aldrei verið hærri en einmitt nú eða 609m USD (um 86 milljarðar króna). Sann- gjörn skipting ábata þess að vinna endurnýjanlega raforku hefur ávallt verið í hávegi höfð. En oft er það svo að hagsmunir Landsvirkjunar og viðskiptavina hennar hafa farið saman í því að hefja viðskiptasam- bandið með lægra orkuverði en ella, til þess að skjóta styrkum stoðum undir nýjar fjárfestingar viðskipta- vina okkar. Þegar fótfestan er komin er reiknað upp á nýtt og þá er oft tekist á, enda um eina stærstu viðskiptasamninga hér á landi að ræða. Ábatinn sem við erum að sjá í tekjum félagsins er einmitt einna helst að koma úr þeim ranni, þ.e.a.s. endursamningum við okkar ágætu viðskiptavini í hópi stórnotenda. Met í orkuvinnslu Orkuvinnslan sjálf sló einnig met á árinu sem leið. Landsvirkjun hefur jafnt og þétt yfir árin aukið við umhverfisvæna orkuvinnslu í takt við stækkandi samfélag. Á síðustu 10 árum eða svo hefur sú aukning numið um 15 prósentum. Félag- ið er tilbúið að takast á við fram- kvæmdir næstu ára og áratuga enda eftirspurnin eftir raforku mikil. Íslendingar hafa nefnilega verið sér- lega forsjálir í uppbyggingu endur- nýjanlegrar orku og í öfundsverðri stöðu nú þegar heimurinn kallar eftir hreinni raforku. Hlutfallslega lítilli kolefnislosun stafar frá starf- semi Landsvirkjunar en árið 2025 verður starfsemin kolefnishlutlaus. Handbært fé 52 milljarðar Með aðhaldi í rekstri þá var fjár- munamyndun síðasta árs á þá leið að handbært fé frá rekstri nam um 435m USD alls eða 361m USD (um 52 milljarðar kr.) án hlutdeildar Landsnets hf. sem selt var undir lok ársins. Þetta sterka sjóðsstreymi hefur í gegnum árin verið nýtt til þess að greiða niður skuldir félags- ins. Er nú svo komið að skuldsetn- ing Landsvirkjunar (nettó skuldir/ EBITDA) mælist 1,85x og hefur aldr- ei í sögunni verið eins lág. Tekjur námu einungis um 13 prósentum af nettó skuldum árið 2010 en í fyrra nam sú tala 72 prósentum. Ríkisábyrgð er að sama skapi að hverfa úr lánasafninu enda hafa ekki verið tekin lán með ríkisábyrgð í um 10 ár. Nauðsynlegri áherslu á skuldalækkun er ekki fyrir að fara lengur og arðgreiðslur til eiganda að taka við. Arður til þolinmóðrar þjóðar Sögulega hefur eigandi Landsvirkj- unar verið þolinmóður er kemur að arðgreiðslum. Hagnaður liðinna ára hefur að lunga til farið í að styrkja undirstöður félagsins. Straumhvörf eru nú, þegar áhersla á skulda- lækkun er að baki, að eigandi fær meiri skerf. Arðgreiðsla síðasta árs nam um 15 milljörðum króna. Fyrir næsta aðalfund verður lögð tillaga um 20 milljarða króna arð og hefur sú tala aldrei verið hærri. Þegar allt er tekið saman, arðgreiðsla, tekju- skattur og skattur af söluhagnaði Landsnets þá mun Landsvirkjun greiða um 50 milljarða króna til ríkisins vegna rekstrarársins 2022. Þolinmótt fjármagn er nú að skila sér til baka í formi arðs til eiganda Landsvirkjunar, íslensku þjóðar- innar. Arður frá vinnslu endur- nýjanlegrar orku sem unnin er af virðingu fyrir þeirri auðlind sem fyrirtækinu er treyst fyrir. Tæp 60 ár hlóðu hvert af öðru undir að fjárhagur Landsvirkjunar sló met á síðasta ári. Nú eru undirstöður tryggar sem aldrei fyrr og þátttaka í uppbyggingu íslensks samfélags til framtíðar björt. n Metár í tekjum og orkuvinnslu 12 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.