Fréttablaðið - 24.02.2023, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.02.2023, Blaðsíða 27
Ylfa Edelstein segir sögu fjölskyldu sinnar sem flúði Þýskaland nasismans og sett- ist að á Íslandi í fjölþjóðlegu sviðslistaverki. tsh@frettabladid.is Íslenska leikkonan Ylfa Edelstein kemur fram í sviðslistaverkinu (beyond) Doomsday Scrolling í New York um þessar mundir. Verkið er óhefðbundið leikverk í kabarett- stíl f lutt af fjölþjóðlega sviðslista- hópnum AnomalousCo sem sam- anstendur af tólf konum og einum karlmanni frá tíu löndum. „Ég var að tala við leikstjórann minn, Kathryn Mederos Syssoyeva, og spurði hana af hverju við gerum svona leikhús og hún sagði: Stríð er gjörningur dauðans, leikhús er gjörningur lífsins,“ segir Ylfa. Ylfa hefur verið búsett í New York í rúma þrjá áratugi og hefur leikið í mörgum leikritum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum þar vestanhafs. Verkið (beyond) Doomsday Scroll- ing fjallar um reynslu og upplifun kvenna af stríðsátökum og segir Ylfa verkið hafa verið þróað yfir marga mánuði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. „Við bjuggum þetta verk til saman, meðlimir hópsins. Allir komu með sínar sögur frá sinni fjöl- skyldu og hinum og þessum lönd- um. Þegar maður byrjar að hugsa út í það þá er hver einasta kynslóð snert af stríði einhvers staðar, hvort sem það er á Íslandi, Rússlandi, Þýskalandi, Afríku, Kína eða hvar sem er,“ segir Ylfa. Flúðu til Íslands undan nasistum Í (beyond) Doomsday Scrolling segir Ylfa fjölskyldusögu sína á óhlut- bundinn hátt. Afi hennar, Heinz Edelstein var þýskur gyðingur sem flúði ofsóknir nasista til Íslands á árunum skömmu fyrir heimsstyrj- öldina síðari og gerðist sellóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Afa mínum, Heinz Edelstein, var boðið starf með Sinfóníuhljómsveit Íslands 1936. Hann kom sjálfur til Íslands fyrst og síðan sendi hann eftir ömmu minni, Charlottu Edel- stein, og hún kom síðan með syni þeirra Wolfgang og Stefán föður minn, sem voru þá litlir strákar, með skipi frá Hamborg til Íslands,“ segir Ylfa. Ylfa segir tónlist hafa verið mik- inn örlagavald í fjölskyldu hennar og í verkinu leikur hún á mörg hundruð ára gamla fiðlu sem henni var gefin sem ung stúlka. „Mér fannst þessi saga svo djúp af því að tónlistin bjargaði fjöl- skyldunni minni. Afi minn var sellóleikari og hann gat komið með fjölskylduna og fengið starf á Íslandi, annars var fólki voða lítið hleypt inn neins staðar á þessum tíma. Út af þessari tónlistargetu þá bjargaðist fjölskyldan og þess vegna er ég til, þannig að tónlistin bjargaði mér líka. Þó að ég sé meiri leikkona en fiðluleikari þá hefur fiðlan alltaf fylgt mér hvert sem ég hef farið og ég hef komið henni inn í ýmis verk hér og þar í gegnum árin,“ segir hún. Kyrjar nöfn formæðra sinna Í sýningunni leikur Ylfa undir á fiðluna í ýmsum atriðum og spilar pólsk, úkraínsk, skosk og íslensk þjóðlög á borð við Sofðu unga ástin mín og Hættu að gráta hringaná. Auk þess leikur hún eftir hljóðið í loftvarnaflautum en verkið gerist í loftvarnarbyrgi. „Ég er með gamla fiðlu frá 1787 sem mér var gefin þegar ég var ung stelpa að læra á fiðlu. Þetta var fyrsta heilfiðlan mín og hún kom í Tónlistin bjargaði fjölskyldunni Í verkinu spilar Ylfa á gamla fiðlu frá 1787 sem henni var gefin þegar hún var ung stúlka. AnomalousCo er fjölþjóðlegur sviðslistahópur sem saman- stendur af tólf konum og einum karl- manni frá tíu löndum. MYNDIR/JR ROBERTSON gegnum guðmóður mína frá Þýska- landi. Ég skildi aldrei alveg hvað hún er falleg og vel gerð og svo fal- legur hljómur í henni.“ Ylfa notar einnig sjálfan fiðlu- kassann og sýnir ferðalag fiðlunnar yfir hafið með því að láta fiðlukass- ann fljóta í loftinu. „Á meðan ég geri það þá kyrja ég nöfn forfeðra og formæðra minna, þessa fólks sem varð eftir í Þýska- landi og var myrt í útrýmingar- búðum eins og báðar langömmur mínar og langfrænka mín, og fólks- ins sem síðan komst frá Þýskalandi til Íslands. Ég kyrja nöfnin fjórum sinnum á meðan ég geri þennan dans og sýni bréf sem fara í gegnum loftið og síðan til baka,“ segir hún. Leikhús sem snertir alla (beyond) Doomsday Scrolling er sýnt í þekktu listarými í Soho- hverfinu í Manhattan sem nefnist HERE Arts Center. Sérstök sýning verður haldin á verkinu næsta föstu- dag 24. febrúar í tilefni þess að ár er liðið frá innrás Rússa í Úkraínu þar sem allur ágóði mun renna til úkra- ínskra flóttamanna. „Allur gróði frá henni fer í að hjálpa Úkraínu. Þar verða líka blaðamenn, umræður og spurn- ingar, þannig við ætlum að reyna að gera eitthvað sérstaklega fyrir úkraínskt og rússneskt f lóttafólk sem er hér,“ segir Ylfa. Einn þeirra úkraínsku f lótta- manna sem njóta góðs af framtak- inu er úkraínska skáldið Yulia Verba sem er systir tónlistarkonunnar Lesya Verba sem kemur fram í sýn- ingunni. „Yulia flúði Úkraínu og kom sem f lóttamaður hingað á síðasta ári. Hún skrifaði okkur hópnum hvað þetta snerti hana djúpt og hvað þetta hjálpaði henni að byrja að vinna úr þessum erfiðu tilfinn- ingum. Ástæðan fyrir því að við gerum svona leikhús er fólk eins og hún og fólk sem þetta snertir. Þetta náttúrlega snertir alla, maður getur ekki verið mennskur nema þetta snerti mann. Ég vona bara að sem flestir komi og ég er mjög stolt yfir því að vera partur af þessu verki,“ segir Ylfa. n Þetta náttúrlega snertir alla, maður getur ekki verið mennskur nema þetta snerti mann. Ég vona bara að sem flestir komi og ég er mjög stolt yfir því að vera partur af þessu verki. tsh@frettabladid.is Tilkynnt var um tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 2023 í gær við athöfn í Gunnarshúsi. Fjórtán norrænar skáldsögur, frásagnir, esseyjur og ljóðabækur eru tilnefndar frá níu löndum og málsvæðum, þar af tvær bækur fyrir Íslands hönd; ljóða- bókin Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson og skáldsagan Ljósgildran eftir Guðna Elísson. Guðni segir tilnefninguna hafa komið honum á óvart. „Að einu leyti var ég þakklátur því vegna þess að fyrir útgefand- ann minn þá var þetta þung bók að framleiða og f lestir útgefendur hefðu hrokkið undan þessari bók því hún er dýr í framleiðslu og nán- ast ómögulegt að þýða hana. Þetta er svona útgáfulega séð ógjörningur og það að þýða hana kostar margar milljónir, þannig að því leyti er þetta leið fyrir bókina til útlanda.“ Allar bækur sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs eru þýddar á að minnsta kosti eitt Norðurlandamál og því ljóst að Ljósgildran mun rata til ein- hverra frændþjóða okkar Íslendinga á næstunni. Er það góð tilfinning að vera til- nefndur fyrir þína fyrstu skáldsögu? „Ég er í rauninni ekkert farinn að velta því fyrir mér, maður verður bara að sjá hvernig þetta fer. Ég efast ekkert um að það eru mörg frábær skáldverk sem er verið að leggja fram, þannig að verður maður ekki bara að segja að maður sé hamingju- samur með það að vera tilnefndur? Ég er líka glaður að því leyti að Ljós- gildran er greining á íslensku sam- félagi og mér fannst sú umræða svolítið sökkva. Það var í rauninni ekkert tekið á henni, það er að segja þessari krítísku greiningu á íslensku stjórnmálalífi, loftslagsbreytingum og hugmyndafræði sem hefur stýrt íslensku samfélagi.“ n Þakklátur og hamingjusamur með tilnefninguna Guðni Elísson og Ragnar Helgi Ólafsson við tilnefninguna í Gunnarshúsi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023 Danmörk n Fanden tage dig: Beretning om et kvindedrab eftir Niels Frank. n Georg-komplekset eftir Kirsten Hammann. Finnland n Musta peili eftir Emma Puik- konen. n Den stora blondinens sista sommar eftir Peter Sand- ström. Færeyjar n Karmageitin og Gentukam- arið eftir Marjun Syderbø Kjelnæs. Grænland n Qivittuissuit akornanniin- nikuuvunga eftir Katrine Rasmussen Kielsen. Ísland n Ljósgildran eftir Guðna Elísson. n Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson. Noregur n Kniven i ilden eftir Ingeborg Arvola. n Forbryter og straff eftir Kat- hrine Nedrejord. Samíska málsvæðið n Jaememe mijjen luvnie jeala eftir Anne-Grethe Leine Bientie & Bierna Leine Bien. Svíþjóð n Ihågkom oss till liv eftir Joanna Rubin Dranger. n En bok för ingen eftir Isabella Nilsson. Álandseyjar n Konsten att inte hitta sig själv på Bali eftir Zandra Lundberg. FRÉTTABLAÐIÐ MENNING 1924. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.