Skutull - 01.12.1995, Qupperneq 8
8
Skutull
Gísli Hjartarson ritstjóri:
Með diskódrottningum í
óbyggðum Grænlands
Ævintýraferð mín til
(Jrænlands hófst eiginlega i
Útivistarferð norður í Horn-
vík uin verslunarmannhelg-
ina sl. sumar. I ferðinni var
ung kona, Kristjana Axels-
dóttir að nafni, og kynntist
ég henni betur en öðru fólki í
hópnum. lim miðjan ágúst
hafði Kristjana svo samband
við mig og bað mig að koma
til Suður-Grænlands um
mánaðarmótin næstu með sér
og vinkonu sinni, Regínu
Magnúsdóttir. Regínaáhálf-
bróður á Grænlandi og stund-
ar hann hreindýrarækt úti í
óbyggðunum og hafði hann
beðið hana að koma til sín og
elda mat ofan í hreindýra-
smala sína, en smölun til
slátrunar átti að fara fram í
byrjunseptember. Vissu þær
stöllur lítið um hvað þær voru
að fara útí og töldu þær sig
ekki geta lagt upp í ferðina
nema hafa mig með sér til
halds og trausts. Auðvitað
sló ég til og fór með þeim til
Grænlands, þótt ég vissi
ekkert hvað ég var að leggja
út í, en þarna virtist spenn-
andi ævintýri í uppsiglingu.
Eg hafði að vísu komið til
Grænlands áður. Það var
sumarið 1994 og þá fór ég til
Kangerlugssuaq (Fjarðarins
mikla) á austurströndinni.
Þar eru algerar óbyggðir og
500 km loftlína til næstu
byggða, í suðri til Ammas-
saliksvæðisins og í norðri til
Scoresbysunds. En landið
með allan sinn hrikaleik og
fegurð hafði heillað migalveg
upp úr skónum.
Farangur Regínu
týnist
Þann 30. ágúst vorum við
svo öll þrjú mætt í Leifsstöð á
Keflavíkurflugvelli og stigum
um borð í stóra þotu sem var á
leið til Narssarssuaq (Sléttan
mikla). Eftir tveggja stunda
flug var lent þar og á flug-
vellinumbeiðeftirokkurGræn-
Iendingurinn Jan O. Schults
sem sendur hafði verið frá
Isortoq, en svo heitir staðurinn
sem hreindýrastöðin er á, til
þess að sækja okkur á tjögra
tonnadekkaðri plasttrillu. Mjög
vingarnlegur maður Jan.
A flugvellinum skilaði ekki
allur farangurinn sem lagt var
uppmeð frá Islandi sér. Regínu
vantaði poka með öllum hlýju
fötunum sínum sem nota átti á
Grænlandi. Seinna kom í ljós
að pokinn hafði farið um borð í
flugvél sem var á leið frá Kefla-
vík til Benidorm. Regína varð
því að fara um borð í trilluna í
sínu fínasta ferðaskarti og varð
alveg miður sín vegna þessarar
uppákomu. Mátti segja að hún
stæði þarna á diskófötunum,
leðurbuxum, silkiblússu, Síb-
eríupels og með hálsmen og
Emanuel frá Sandi í Færeyjum á legunni í Narssaq. Báturinn er greinilega forn.
Regína og Kristjana við rætur Grænlandsjökuls. 2300
km jökulbreiða er til norðurs bakvið þær stöllur.
eyrnalokka á uppháum leður-
stígvélum. A bryggjunni í
Narssarssuaq gerði grænlenskur
sleðahundur af stærstu gerð sér
dælt við hana eða pelsinn öllu
heldur. Fékk Regína ekki Flóa-
frið fyrir hundinum sem sjálf-
sagt hefur miskilið pelsinn og
haldið að hann væri ókunn tík.
Eftir þetta kallaði ég dömurnar
diskódrottningarnar í gamni.
Annars merkir nafnið Regína
drottning og er komið úr latínu.
Farangri okkar ásamt vörunum
úr fríhöfninni var komið fyrir í
lest trillunnar og ofan á lestar-
lúguna var staflað fjórum stór-
um níðþungum rúllum af vír-
neti. Ljóst var að í lestina yrði
ekki komist á siglingunni.
Sigling um
Eiríksfjörð
Beint á móti Narssarsuaq,
handan fjarðar, er hið foma býli
Eiríks rauða í Brattahlíð sem
heitirnú Qagssiarssuk. Þarvoru
fjárbændur önnum kafnir við
að binda hey í rúllubagga. Jan
sagði mér að grænlenskir bænd-
Dæmigert grænlenskt IJárbú við Eiríksfjörð. Þarna hét til forna Undir SóHjöllum.
Islenskir landnemar bjuggu þarna í tæp fimmhundruð ár.
ur keyptu mikið hey frá íslandi
og var skip með hey nýbúið að
vera þarna. Við sigldum út
Eiríksfjörðinn (Tunugdliarfik)
inn á milli stórra borgarísjaka
og mikils íshroða í glaðasól-
skini. Þegar dömumar fréttu
að þær ættu framundan a.m.k.
10 tíma siglingu leist þeim ekki
á blikuna. Við tjörðinn eru
mörg fjárbú og voru þau Iík
venjulegum íslenskum sveita-
bæjum. Hér var hin forna
Eystribyggð íslensku land-
nemanna og eru talin hafa verið
hér á svæðinu 190 býli og 12
kirkjur og af þessu hefur verið
dregin sú ályktun að hér hafi
búið 3-4 þúsund manns af
norrænu kyni. Biskupssetrið
Garðar er í Einarsfirði (Igalikup
kangerdlua) sem er næsti
fjörður sunnan við Ein'ksfjörð.
Þegar út fjörðinn kom sigldum
við hjá myndarlegu fjárbýli og
fólk sat úti á túni og veifaði til
okkar. Þar hét Undir sólar-
fjöllum til forna.
Eftir fjögra stunda siglingu
komum viðtilNarssaq (Sléttan)
. Narssaq er fallegur bær undir
háu og bröttu fjalli. Þegar við
sigldum inn á lítinn vog þar
sem smábátahöfnin varheilsuðu
okkur Færeyingar á afar göml-
um bát sem þar lá fyrir föstu og
hét Emanuel frá Sandi. Þarna
gengum við á land og héldum
upp á lögreglustöðina til þess
að hleypa dömunum á klósett.
Ekkert klósett var í trillunni en
Jan hafði sett fötu ofan í lúkar
svo hægt væri að gera þarfir
sínar þar úr augsýn hinna um
borð. Einnig var komið við í
versluninni á staðnum og keypt
efni í kröftuga kjötsúpu því nú
var okkur orðið Ijóst að löng
sigling var framundan og því
nauðsynlegt að elda einhvern
mat ofan í okkur. Seinna kom í
ljós að það var viturleg ákvörð-
un.
Stýrt í ísnum eftir
Karlsvagninum
Við héldum síðan frá Narssaq
eftir drjúgan tíma og sigldum
innan um ísinn, eyjar og sker
norðan Skógarfjarðar (Nardl-
unaq). Á hægri hönd vargríðar-
stór eyja sem ber nafnið Tugt-
utoq (Staður þar sem hreindýr
eru). Jan sagði þar hafa verið
villt hreindýr fyrir 200 árum en
engin nú. Nú var degi tekið að
halla og ljóst að við myndum
lenda í myrkri á leiðinni. Farið
var verulega að dimma þegar
sveigt var norður á við gegnum
skerjagarðinn til Breiðafjarðar
(Ikerssuaq) og erfitt var orðið
að sjá ísmolana í sjónum,
einkanlega þá glæru og bláu.
Hvíta ísinn og stóru fjalljakana
sáum við vel þrátt fyrir myrk-
rið. Þegar í Breiðafjörðinn var
komið var orðið aldimmt og
aðeins siglt á hægri ferð. Brátt
var Breiðafjörður að baki og
enn var siglt um þröng eyja-
sund innan um mikinn ís allt
norður til Sermilik (ísafjörð).
Nú varð Jan að sýna mikla að-
gát innan um ísinn í myrkrinu
og hafði hann jafnvel öll Ijós
slökkt í siglingatækjunum í
stýrishúsinu. Þau sköpuðu villu-
Ijós. Að lokum slökkti hann
ljósið í áttavitanum líka svo það
truflaði ekki hans haukfráu sjón.
Stjörnubjart var og norðurljós
á himni. Nú stýrði Jan bara
Landsýn í Isortoq.