Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Page 4

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Page 4
okkur er að dreyma fram í tímann og áœtlanirnar eru gerðar. Eg sá fyrir mér vissan hyl, sem ég hafði oft fengið lax í áður. Ég óð í huganum út með runn- anum og kastaði á ská niður á móts við litla lækinn, sem rennur út í ána hinum megin. Ég hugsaði um aðrar ár og aðra hylfi, en áður en ég vissi var ég kominn aftur að runnanum mínum og læknum.“ Þarna er liklega leyndardómurinn. Við erum löngu búnir að „semja“ veiði- ferðina og hugsa siðan um liana eins og við viljum að hún verði og þar sem við viljum helzt veiða. Við erum búnir að ákveða nokkurn veginn hvað við fá- um marga laxa og hvað stórir þeir verði, a. m. k. sá stærsti, og jafnvel hvaða flugu hann á að taka. Við höfum horft á þetta allt gerast, stundum kvöld eftir kvöld, vikum og mánuðum saman, og þegar svo loksins kemur að þvi, að stund- in rennur upp og raunveruleikinn tek- ur við, þá þarf hann að stinga all ræki- lega í stúf við draumfarirnar til þess að hann hverfi ekki eftir á inn i þá mynd, sem fyrirfram var orðin greipt inn i hugann og við vorum farnir að trúa sjálfir að miklu leyti. Þegar þetta er haft í huga, er ekkert undarlegt, þótt eitthvað geti skolast til um fjölda og þyngd laxa þegar frá liður og farið er að segja frá veiðiferðunum! Er það ekki ósköp skiljanlegt, að litlir og legnir fiskar, sem tóku hjá okkur i veruleikanum, gleymist og þoki i skugg- ann fyrir spegilfögrum stórlöxum draum- veiðanna, sem við erum búnir að þreyta og landa hvað eftir annað allan vetur- inn! Hinir hefðu lika verið spegilfagr- ir, hefðum við fengið þá nokkrum vik- um fyrr, og þeir hefðu lika getað orðið stórir, ef þeir hefðu lifað lengur! Það munar svo sáralitlu að þetta geti allt staðist, sem okkur dreymdi um i vetur! En þá kemur hin óskáldlega skýring raunsæismannsins, sem segir: „Nú, þið eruð ekki með öllum mjalla. Þetta er viss tegund af brjálsemi. Það slær sam- an þráðum i ykkur — þið vitið ekki lengur, hvað er ímyndun og hvað veru- leiki.“ Gott og vel. Þótt hœgt væri að sanna okkur að þetta væri einhver angi af geðveiki, myndum við sjálfsagt fæst- ir vilja læknazt, enda fer nú að verða vafasamt að til sé nokkur læknir á ís- landi, sem fengizt til að kveða upp þann úrskurð, að þetta sé sjúkdómur, því að þeir eru allflestir orðnir ,,sjúkir“ sjálf- ir að meira eða minna leyti. Sir Edward Grey, sem var utanríkis- ráðherra Englendinga fyrri hluta styrj- aldaráranna 1914—1918, ritaði eina bók, en hún var lworki um stjórnmál né styrjaldir. Hún heitir Fly-Fishing. Hann segir þar einhvers staðar, að þrátt fyrir annríki og áhyggjur í þessu ábyrgðar- mikla embætti hafi hann aldrei sofnað svo, að hann léti ekki að siðustu hug- ann reika að einhverri veiðiá, sem hon- um þótti vænt um og átti skemmtilegar endurminningar frá. Og hann taldi að þessar hugrænu kvöldferðir sínar út í friðarríki náttúrunnar hefðu verið ó- metanleg hvíld og veitt sér endurnýjað- an þrótt til hinna daglegu starfa. Það er trú flestra, sem eitthvað fást við stangaveiði, að enginn tómstunda- leikur sé betur til þess fallinn, að fá menn til að gleyma áhyggjum og amstri hversdagslífsins. Maður, sem gegnir ábyrgðarmiklu embætti i íslenzku þjóð- félagi og er sjaldan öruggur um að eiga 2 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.