Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Blaðsíða 31

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Blaðsíða 31
liann ekki fyrr en ég væri kominn áð ánni minni. En mér lá líka á að komast þangað. Ég fór með eimreið og gufuskipi gegn- um hálft Finnland. Suðvestanvindurinn blæs í nýútsprungnu birkilaufinu kring- um stöðvarhúsin, ilmurinn af reyniviðn- um angar gegnum gluggann á klefanum og súgurinn bærir gluggatjöldin. Bár- urnar rísa kringum skipið og vindurinn léttir því leiðina að markinu, sem ég \il flýta mér að ná — alltaf með veiði- stöngina hjá mér, hvort sem er í net- inu í eimreiðarklefanum eða í vistarveru minni um borð í skipinu — því það á enginn að geta stolið henni frá mér eða skemmt hana. Alla leiðina gæti ég ltennar af mestu kostgæfni og síðasta á- fangann, sem ég fer í skröltandi vagni, skorða ég hana milli hnjánna. Á háa rúm- inu í svefnstofunni minni opna ég mess- inglásinn á stangarhylkinu, og nú liggur hún þarna, veiðistöngin mín, eins og fiðla ;i flaueli ogsilki. Topparnir eru í sérstöku hólfi, miðstykkið og afturstykkið aðskil- in hvort í sínu rúmi. Eg set hlutana saman — stilli mína göfugu Cremona- liðlu — messinghólkarnir falla loftþétt saman, og tækið, sem rétt áðan var í þremur hlutum, er nú orðið ein óskipt- anleg heild, eins og hún hafi vaxið upp í þessari mynd, fundizt og verið tekin eins og lnin er í einhverjum paradísar- lundi. Þótt hún sé samsett úr hundruðum hluta og þótt hún sé verk mannlegra handa cr htm samt eins og stinnt, vax- andi sefstrá, lifandi afkvæmi náttúrunn- ar sjálfrar. Þegar ég held á henni í hend- inni titrar hún við minnstu hreyfingu, jafnvel hjartaslög ntín finnast frá hand- fangi og fram í topp á þessari úrvalsstöng, sem er iðandi af lífi, eins og síkvikt eyra á kynbótafola. Indverski bambusreyrinn, sem „split- eane“ er unnið úr, hefur vaggað á bökk- um Ganges, liins helga, indverska fljóts. Þar spratt hann fyrst úr jörðu sem ný- græðingur, og síðan óx hann þar upp og nærðist af volgu regni og glóðheit- unt sólargeislum hitabeltisins, uns hann hafði náð sömu hæð og sverleika og grenitré vor. Að innan er hann holur og að utan sléttur og harður eins og bein. Rakir vindar suðrænna sæva og eldheitir eyðimerkurstormar hafa skiptst á um að vagga þessum reyr, gæða hann mýkt og seiglu og mótstöðuhæfni bæði gegn raka og hita. Þegar hann hefur verið valinn úr hópi margra, er hann felldur, hlut- aður í sundur, lagður í hlaða í geymslu, og síðar er hann sendur með hafskipi til eyjarinnar miklu og loks til verk- smiðju, sem reist hefur verið í þessum tilgangi og með sínum mörg þúsund verkamönnum er eins og sjálfstæð borg. Þarna er reyrinn síðan soðinn í sérstöku áhaldi og þurrkaður í öðru. Því næst er hann enn klofinn, heflaður og undir- búinn og að lokum póleraður og lakk- aður — og það af verkamönnum, sem eru snyrtilegir eins og höfðingjar, dánu- mönnum, sem smíða áhöld fyrir aðra dánumenn. Árangurinn af allri þessari vinnu er veiðistöng, senr ekki á sinn líka um styrkleika og lipurð, mýkt og fegurð, Hún vegur nokkur hundruð grömm, en getur sigrað fisk, sem er mörgurn sinn- um þyngri en hún sjálf; hún bítur og heldur bráðinni fastri, eins og hreysi- kötturinn læsir sig í háls flýjandi þið- ursins. Um leið og ég handleik hana finn ég að hún er hluti af sjálfum mér. 29 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.