Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Side 34
COMMDH. H. C. NOKTON. R. N. V. R.
Laxinn úr Loch Awe.
] maímánuði árið 1935 vorum \ið
hjónin í firiiðkaupsferð okkar. Við vor-
um gefin saman síðast í apríl, og' eftir
um það bil viku dvöl í Devon, þar sem
konan mín fékk sinn fyrsta lax, og' síð-
an nokkra til viðbótar, héldum við í
hægum áföngum norður eftir vestur-
ströndinni og inn i Skotland, til I.och
Awe gistihússins.
Ég hafði ekki ætlað mér að veiða
meira, heldur ráðgerðum við að aka
þarna um nágrennið, skoða okkur um
o. s. frv., og aðaltilgangurinn var að hvíla
okkur eftir allt brúðkaupsumstangið.
En morguninn eltir að við komum,
sáum rið út um glugga gistihússins, að
all rnargir bátar voru að veiðum á vatn-
inu, og þegar þar \ ið bættist, að nokkrir
liskar sáust stökkva, varð freistingin sterk-
ari en svo að staðið yrði gegn henni.
Bátur var við hendina ásamt aðstoðar-
manni, sem hét Pétur, mjög þumbara-
legur náungi, en átti samt eftir að reyn-
ast hin mesta hjálparhella og frábær fé-
lagi við nánari kynningu. Við vorum
heppin fyrsta morguninn; ég fékk falleg-
an 11 punda fisk á minnó.
Næsti dagur er mörgum í þessum hluta
Skotlands minnisstæður, vegna stróhríð-
ar sem olli miklu tjóni á orrahreiðrum.
Kuldinn var óskaplegur, miðað við þenn-
an tíma árs, og enginn bátur sást á vatn-
inn.
Hins vegar hafði það alltaf verið mín
reynsla (og faðir minn og vinir hans
héldu því sama hiklaust fram) að lax
tæki vel í hríðarveðri og jafnvel betur
en nokkru sinni endranær. Samkvæmt
þ\ í stuncli ég upp við konu mína, hvort
við ættum ekki að prófa. Henni til ævar-
andi sóma kvaðst hún þess albúin, og
við héldum af stað. En yglibrúnin á
Pétri og svipur gestanna í hótelinu sýndi
ótvírætt, livaða hugmyndir þeir gerðu
sér um mig sem brúðguma, ef ég ætlaði
að fara með brúðina á veiðar í svona
veðri!
Austurendi Loclr Awe, fyrir neðan
gistihúsið, smá-grynnkar upp að mynni
Orchy-árinnar og síðan kemur stuttur
kafli af sjálfri ánni — um 300 metrar —
áður en komið er að stórum, lygnum hyl,
sem er undir járnbrautarbrúnni á leið-
inni til Oltan. Þarna safnast saman mik-
ið af þeim fiski, sem gengur í Orchy,
og Pétur fullyrti að vel væri þess vert,
að renna þar, þrátt fyrir allar hugsanlegar
tegundir af festum, sem áin liafði borið
þangað. í þokkabót var svo að hrynja
úr suðurbakka hylsins og þar á rneðal
voru dvergeikur, sem juku hundraðfallt
hættuna, ef svo skyldi vilja til að einfn er
festi þarna í fiski.
Aðstæðurnar úti á vatninu voru af-
leitar, talsverð ágjöf, svo ekki sé rninnst
á rokið og snjókomnna. Við urðum því
fegin að flýja í afdrepið í ármynninu og
héldum áleiðis upp í hylinn. Við Pétur
32
Veiðimaðurinn