Fjarðarfréttir - 02.02.2023, Qupperneq 4

Fjarðarfréttir - 02.02.2023, Qupperneq 4
4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2023 Vetrarhátíð verður haldin dagana 2.–4. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgar svæð­ isins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt fjölbreyttum viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu á höfuðborgar­ svæðinu. SAFNANÓTT FÖSTUDAG KL. 18-23 Á Byggðasafni Hafnarfjarðar, Bóka­ safni Hafnarfjarðar og í Hafnarborg verður boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá. Fjölmörg söfn opna dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna, litríka og líflega viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Safna­ nótt var síðast haldin árið 2020 og eftirvæntingin því mikil. Íbúar og gestir á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðarlausu. Á Bókasafni Hafnarfjarðar mæta andlitsmálarar og Blaðrarinn vinsæli, sagan Tindátarnir verður sögð með skuggabrúðuleikhúsi af listamönnum Kómedíuleikhússins og fram fer rómantískur og (ó)huggulegur bók­ mennta viðburður þar sem glæpa­ sagnadrottningar og nýliði ársins í sakamálum spjalla. Á Byggðasafninu verða leikarar á sveimi um Pakkhúsið og glæða safnið lífi, hægt verður að skoða magnaða muni í myrkrinu í Beggubúð og tónlistarhópurinn Klassík heldur tónleika kl. 19:30. Í Hafnarborg verður verki eftir myndlistarkonuna Þórdísi Erlu Zoëga varpað á gafl Hafnarborgar, Sunna Gunnlaugs Trio kemur fram á síðdegistónleikum kl. 18 og Anna Rós Lárusdóttir býður upp á jógastund fyrir alla innan um skúlptúra listakonunnar Sóleyjar Eiríksdóttur. SUNDLAUGANÓTT Á LAUGARDAG KL. 17-22 Ásvallalaug verður opin fram á kvöld og í boði skemmtileg dagskrá en frítt verður í sund í þrettán sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Ásvallalaug er í hópi þeirra. Uppákomur í laugunum verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Gestir í Ásvallalaug fá að upplifa öðruvísi kvöldstund í lauginni þar sem ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi. Gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa og syngja til að byrja með en slaka svo á og njóta stundarinnar þegar líða tekur á kvöldið. Síkátu zúmbínurnar hefja dagskrána á Aqua zumba, Sundfélag Hafnarfjarðar stýrir bombukeppni um hver nær stærstu gusunni og Kvikmyndasafn Íslands býður upp á sundbíó og sýnir lifandi myndefni úr safnkosti meðal annars frá Hafnarfirði og landinu öllu á risaskjá. LJÓSASLÓÐ OG TÍMABUNDIÐ LISTAVERK Í tilefni Safnanætur verður verki eftir myndlistarkonuna Þórdísi Erlu Zoëga varpað á gafl Hafnarborgar, sem og innri vegg safnsins, svo vegfarendur, gestir og fólk í nágrenni þess fái notið þessa tímabundna listaverks. Þá verður ljósaslóð í einkennislitum Vetrarhátíðar, grænum og fjólubláum, sett upp í Hellisgerði í tilefni af hátíðinni og logar slóðin alla helgina. Sjá má alla dagskrá Vetrarhátíða á www.vetrarhatid.is Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu Hefst í dag með fjölbreyttri dagskrá - Safnanótt á morgun og Sundlauganótt á laugardag VESTURGÖTU 4 | WWW.AHANSEN.IS | SÍMI 565 1130 FERMINGAR 2023 Veitingahúsið A. Hansen hefur allt sem þarf til að gera fermingarveisluna enn minnisstæðari. Ennþá dagar lausir. Hafið samband og fáið nánari upplýsingar. Hafnarfjarðarbær endurnýjaði ný ver ið samning við Bergið headspace, ráð gjafa­ og stuðningssetur fyrir ungt fólk að 25 ára aldri. Bergið er með útibú í Hamrin­ um, ungmenna húsi Hafnar fjarðar og hefur verið ungu fólki aðgengilegt frá því árið 2021 eða þegar Hafnar­ fjörð ur fyrst undirritaði samn­ ing við Bergið að tillögu Ung­ mennaráðs Hafnar fjarðar. Markmið Bergsins er að bjóða upp á þjónustu sem stendur öllum opin, áhersla er á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem þarf aðstoð fagfólks með fjölbreytta reynslu í heimabyggð alla mánudaga. Unga fólkið okkar sem sækir ung­ mennahúsið Hamarinn hefur verið duglegt að sækja þjónustu Bergsins en á síðasta ári leituðu tugir einstaklinga eftir þjónustunni og um 150 viðtöl voru veitt. Starfsfólk Bergsins metur hvort einstaklingurinn þurfi dýpra inngrip eða þjónustu sem þá er veitt af sálfræðingum. STÖNDUM MEÐ UNGA FÓLKINU OKKAR Þjónustan er hafnfirskum ung menn­ um að kostnaðarlausu og öllum opin. Vonast er til að þau ungmenni sem telja sig þurfa ráðgjöf leiti til starfsfólks Hamarsins sem aðstoðar þau við að tengjast starfsfólki Bergsins. Unglings­ árin eru umrótartími í lífinu og það er gott og hollt að leita sér ráðgjafar, spegla reynslu og tilfinningar og ræða málin við utanað komandi í trúnaði og trausti sem er eitt af lykil gildum Bergsins. Að vera ungur einstaklingur í dag að fóta sig í flóknum heimi getur verið erfitt en oft þarf ekki annað en að tala við einhvern og ræða málin. Stundum er það þó ekki nóg og þá er gott að hafa aðgengi sem þetta og ekki síður mikilvægt fyrir foreldra og forráðamenn að vera meðvituð um þessa þjónustu. Bergið og Hamarinn eru öllum ung­ mennum opið, þar er einnig hægt að hitta starfsfólk Hamarsins og annað ungt fólk og taka þátt í fjölbreyttu félags lífi sem þar er í boði. Með þessu erum við að tryggja jafnt aðgengi fyrir alla og standa með unga fólkinu okkar sem er okkur svo mikilvægt. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Bergið Headspace og Hamarinn Kristín Thoroddsen Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.