Fjarðarfréttir - 02.02.2023, Side 10

Fjarðarfréttir - 02.02.2023, Side 10
10 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2023 Einu sinni voru sjoppur á hverju horni, margar breyttust í mynd­ bandaleigur en flestar eru horfnar ef bensínstöðvar eru undanskildar. En þeir Snorri Guðmundsson, Sindri Þór Jónsson og Jökull Ágúst Jónsson voru ekki á þeim buxunum að tími sjoppanna væri liðinn er þeir ákváðu að opna sjoppu að Flatahrauni 21. Fékk hún það frumlega nafn, Nýja sjoppan, enda ekki margar nýjar sjoppur um þessar mundir. Að sögn Jökuls Ágústs, sem er rekstrarstjóri Nýju sjoppunnar, er þetta bland af sjoppu og skyndibitastað. Þar er boðið upp á hamborgara, snitsel, báta, samlokur og nokkrar útfærslur af pylsum auk þess sem á matseðlinum má sjá Gelgjufæði, sem er franskar kartöflur, ostur og sósa. Þeir hafa reynt að halda verðinu lágu eins og hefur verið í Bláu sjoppunni í Starengi, sem er að hluta í eigu sömu aðila. Auk hefðbundinna gosdrykkja, bjóða þeir upp á Mønster gosdrykki sem þeir flytja sjálfir inn og hafa verið vinsælir. Nýja sjoppan var opnuð 10. janúar og hafa matartilboðin verið vinsæl enda verðin mjög lág að þeirra sögn. Þeir Sindri og Snorri reka einnig Polo verslunina að Reykjavíkurvegi 72 en slík verslun er einnig í hliðarými Nýju sjoppunnar. Opið kl. 10­22 virka daga, 11­22 laugardaga og 12­22 á sunnudögum. Það er Flottborg sem er rekstrarfélag Nýju sjoppunnar. Nýja sjoppan hefur opnað við Flatahraun Segja tíma hverfissjoppunnar ekki liðinn Sindri Þór Jónsson og Jökull Ágúst Jónsson, tveir af eigendum Nýju sjoppunnar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Nýja sjoppan að Flatahrauni 21, gegnt Kaplakrika. Erla Björg á hádegis tónleikum Á þriðjudaginn kl. 12 eru fyrstu hádegistónleikar ársins í Hafnarborg en þá mun Erla Björg Káradóttir, sópran, koma fram ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara og listrænum stjórnanda tónleikaraðarinnar. Tónleikarnir bera yfir skriftina „Söknuður“ en fluttar verða aríur úr óperum og óperettum eftir Massenet, Puccini, Strauss og Jón Ásgeirsson. Erla Björg Káradóttir lauk fram­ haldsstigi í söng við Tónlistarskólann í Garðabæ og stundaði síðan framhalsnám við tónlistarháskólann í Salzburg, Austurríki. Erla Björg hefur komið fram á ýmsum tónleikum bæði hér á landi og erlendis. Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, sem hafa verið fastur liður í dagskrá safnsins síðan 2003. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Tón­ leikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis. Erla Björg Káradóttir Úrskurðarnefnd umhverfis­ og auðlindamála felldi þann 20. janúar sl. úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Hafn ar fjarðarkaupstaðar frá 23. nóvember 2022 um samþykki bygg­ ingaráforma um byggingu knatthúss að Ásvöllum 1. Tók nefndin fyrir afgreiðslu skipulags­ og byggingarfulltrúa Hafn ar fjarðar­ kaupstaðar frá 28. september 2022 um að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir jarð vinnu að Ásvöllum 3–5 og ákvörðunum bygg­ ingar fulltrúa Hafnarfjarðar kaup staðar frá 23. nóvember og 21. desem ber 2022 um samþykki byggingar áforma að Ásvöllum 1 og Ásvöllum 3­5. Kröfu um ógildingu ákvarðana bygg ingafulltrúa um samþykki byggingar áforma að Ás völlum 3­5 frá 21. desember 2022 var hins vegar vísað frá nefndinni. Kröfu um ógildingu af greiðslu skipulags­ og bygg ingar fulltrúa frá 28. september 2022 um samþykki framkvæmdaleyfis á sömu lóð var einnig vísað frá nefndinni. Telur nefndin verulega annmarka á máls meðferð og afgreiðslu Hafn arfjarð­ ar bæjar vegna knatthúss að Ásvöllum 1 svo mikla að fella verði hana úr gildi. Byggingarleyfi hafði ekki verið gefið út þó byggingarfulltrúi hafi samþykkt byggingaráform án þess að árita aðal­ uppdrætti. Þá hefur nefndin ekki fengið upplýsingar frá Hafnarfjarðar kaupstað um hvort gefið hafi verið út leyfi fyrir þeirri jarðvinnu sem þegar er hafin. Málið var til kynningar á fundi skipulags­ og byggingarráðs 26. janúar sl. en var aðeins lagt fram skv. fundargerð og var ekki á dagskrá bæjarstjórnar í gær. Byggingaráform knatthúss felld úr gildi Jarðvegsframkvæmdir hafnar án byggingarleyfis

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.