Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Blaðsíða 7

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Blaðsíða 7
sem myndu hlaupa á færið hjá okkur. Raunar var það sjálfgert með Orra því hann er hreinræktaður flugumaður. Það var sannkallað föðurlandsveður þegar við byrjuðum veiðarnar eftir hádegi 6. september. NA-kalsarigning barði veiðihúsið að A, sem stendur skammt frá Núpabreiðu og það var hrollur í okkur þegar við klæddum okkur í hlífðar- fötin. En það var líka veiðigleði og hljóðlát hamingja yfir því að fá að njóta samveru í nokkra daga á þessum fagra stað. Við komum báðir hundblautir og með öngulinn í rassinum heim um kvöldið, höfðum ekki séð físk og staðið í stimp- ingum við að koma færinu út á töku- staðina. Heit súpa og kótilettur komu skapinu fljótlega í lag og við eyddum kvöldinu við að lesa veiðibókina og rifja upp gömul ævintýri undir vindgnauðinu. Loftvogin var ekki beint árennileg á að líta og ég sagði við Orra að ég ætlaði að sofa út, hann skyldi byrja, en ég kæmi síðan undir hádegið og tæki tvo þrjá laxa. Hann glotti við og sagði að hann myndi tína upp laxana meðan ég lægi í leti og það yrði ekkert eftir þegar ég drattaðist niður að ánni. Ég vaknaði við fuglasöng og meðan ég var að nudda stýrurnar úr augunum fann ég að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. „Hver andskotinn“. Uti var blanka- logn og 10-12 stiga hiti. Nú er Orri búinn að mokveiða alveg eins og hann sagði í gærkvöld11 hugsaði ég um leið og ég reyndi að gera allt í einu, koma mér í spjarirnar, hita te og rista brauð. 20 mínútum síðar var ég kominn niður að á og það stóð heima, Orri var að taka lax inn til löndunar, heldur glaðhlakkalegur á svipinn.“ Ég sagði þér þetta auminginn þinn“ hrópaði hann. „Hvað ertu búinn að fá marga“? spurði ég hálfskelkaður við að heyra stóraflafréttir. „Þessi er númer tvö, hinn er tjóðraður við bakkann niður frá.“ Ég flýtti mér til að hjálpa honum að koma grisju um sporðinn á laxinum, sem var 7-8 punda fallegur hængur. „Nú veð ég út á Laxatanga á staðinn minn og tek fyrir þig lax í fyrsta kasti á Hairy Mary,“ sagði ég og reyndi að vera borgin- mannlegur. „Góði farðu heim og haltu áfram að sofa, þú ert bestur þannig“ sagði Orri ákveðinn í að njóta stundarinnar til fullnustu. Hann tók ekki hjá mér í fyrsta kasti, en hann tók í öðru. „Ég sagði þér sjálfur“ hrópaði ég til Orra og nú búinn að endurheimta sjálfstraustið. Stuttu síðar vorum við búnir að tjóðra annan 8 punda hæng við bakkann. Þetta leit vel út, allt lék í lyndi. Við gerðum okkur hins vegar vel grein fyrir því að veðurblíðan myndi ekki standa lengi, lægð var greinilega að ganga yfir og miðjan yfír Aðaldal, með kvöldinu færi aftur að blása. Veðurblíðan hélzt frameftir deginum og við sáum öðrum hverju lax bylta sér. Um sexleytið vorum við staddir efst á Laxatanga, Orri að vestan, en ég að austan. Ég var rétt kominn niður eftir frá Núpafossbrún og ætlaði að fara að gera fyrsta kastið með Laxá Blue númer 8, þessari fallegu flugu, sem Þórður vinur okkar er höfundur að. „Ég er með’ann“ hrópaði Orri og um leið urgaði frekju- lega í hjólinu er laxinn rauk út með línuna. Þetta var greinilega myndarlax. „Hann er 16-17 pund“ kallaði Orri. „Ég kem strax“ kallaði ég á móti og lagði á stað upp að brú. „Nei, kastaðu nokkur köst fyrst, það er hálftími, þrjúkorter í löndun.“ Ég hikaði við, en ákvað svo að kasta nokkrum köstum í Malargryfjunni, hún var svo óskaplega slétt og falleg. VEIÐIMAÐURINN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.