Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 8

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 8
Greinarhöfundur með 22 p. hœng, lengd 104 sm., veiddan á Höfðabreiðu í Laxá í sept. 1978 á Hairy Mary nr. 4. Laxinn tók í fyrsta kasti á bólakafí. „Svona á þetta að vera“ hrópaði Orri „löndunarbið á báðum bökkum.“ „Þetta er smátittur“ kallaði ég á móti, „ég landa honum í hvelli og kem svo.“ „Allt í lagi.“ Laxinn svamlaði fram og aftur rétt upp við landið, en ég sá ekki hversu stór hann var. Eg ákvað að fara ekkert að tvínóna við þetta, landa kauða og koma mér yfír. Orra lax var búinn að stökkva nokkrum sinnum og Orri búinn að sjá að hér væri falleg hrygna á ferðinni, sem Björn á Laxamýri vinur okkar myndi taka fegins hendi. Ég reyndi að lempa laxinn upp að bakkanum og fannst að myndi ganga léttilega, þegar allt í einu hann tók strikið út í miðja á og lyfti sér upp úr vatninu. Það lá við að hjartað stoppaði í mér á þeirri stundu. Ég hafði haldið að hér væri smálax á ferðinni. „Þú er með stóran lax maður“ kallaði nú Orri. „Ég veit það, hann er 20-25 pund og ég með flugu númer 8, ég næ honum aldrei þessum.“ „Vertu bara rólegur ég tjóðra minn og kem svo yfir.“ Ég leit á klukkuna og sá að hún var 10 mínútur yfir sex. Nú tók ferlíkið hverja rokuna á fætur annarri og bylti sér eins og hnísa í hvert skipti. „Getur verið að hann sé 30 pund“ hjartað sló ótt og títt í brjósti mínu. „Hann er rosalega þykkur“ kallaði Orri. „Svaka- lega“ hvein í mér. „Heldurðu að hann sé 30“? „Nei, 29, '/2“ kallaði ég hlæjandi. Ég var kominn neðarlega á Laxatang- ann þegar Orri náði að landa sínum laxi og ég fylgdist spenntur með því hvernig honum tækizt að tjóðra hann. Það gekk eins og í sögu og nú tók hann á rás upp bakkann, en þungu fargi var létt af mér. Kannski næðum við honum eftir allt saman. „Hvar er Doddi núna með sínar veiðihrakspár“, sagði Orri þegar hann kom móður og másandi hlaupandi til mín. „Við skulum vona að hann drattist til okkar til að hjálpa okkur til að koma löxunum niður í klakstöð“ sagði ég og var nú sannfærður um að við myndum landa þessum. Laxinn réði alveg ferðinni og kaus að liggja út í miðri á, þar sem straumurinn hjálpaði honum til að strekkja á línunni. Litla flugan gerði það að verkum að ég þorði ekki að taka mikið á honum. Leik- urinn barst neðst á tangann og okkur sýndist að við gætum náð honum í krik- anum þar. Á þessum stað er djúp lygna, skammt fyrir ofan brotið, þar sem Laxá fellur af Laxatanganum niður á Kjalar- breiðu. Skilyrði til löndunar eru mjög góð. En þetta reyndist óskhyggja. Laxinn tók eina litla roku, sem okkur sýndist 6 VEIÐIMAÐ-URINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.