Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Page 17
eldisstöðinni á því tímabili, sem hér um
ræðir.
1. Birtumeðferð seiðanna.
Aldur laxaseiða í íslenskum eldisstöðvum
hefur verið eitt eða tvö ár. Eins og fram
hefur komið í fjölmörgum ritum frá Veiði-
málastofnun, voru mikil vandkvæði á því,
að eins árs seiði skiluðu árangri í heimtum
fyrst eftir að framleiðsla þeirra hófst upp
úr 1965. Meginvandamál í sambandi við
seiðin var það, að þau fóru ekki í göngu-
búning að vorinu (Árni ísaksson 1974)
og virtust þannig vera úr takt við árstíð-
irnar. Árið 1970 hófust tilraunir til að
bæta seiðin með því að hafa þau í náttúr-
legri birtu í mislangan tíma fyrir slepp-
ingu. Mynd 1 sýnir hópa eins og tveggja
ára seiða, sem haft hafa yfir 5% heimtur
síðastliðin 8 ár. Sum árin eru sýndir
lykilhópar með lakari heimtur. Eins og
fram kemur á myndinni smájukust heimt-
ur 1971 og 1972, einkum seinna árið, en
þá fengu seiðin eftirlíkingu náttúrlegrar
birtubreytingar með rafljósum. Árið
1973 urðu algjör þáttaskil, en þá var sleppt
í fyrsta skipti eins árs seiðum, sem fengið
höfðu náttúrlega birtu í 30 vikur. Árang-
urinn lét ekki á sér standa og síðan hafa
heimtur eins árs seiða verið mjög góðar og
í mörgum tilfellum betri en hjá sambæri-
legum tveggja ára seiðum. Undantekn-
ingar frá þessu eru 1977 og að hluta 1976,
af ástæðum, sem síðar verður vikið að.
2. Fóður.
Fóður er óumdeilanlega sá hlekkur, sem
ekki má bresta í framleiðslu laxaseiða,
er þurfa að dvelja 1 til 2 ár í hafinu eftir
sleppingu. En það má jafnframt reikna
með því, að áhrif lélegs fóðurs komi jafnt
niður á öllum hópum tiltekins árs og heild-
VEIÐIMAÐURINN
15