Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 18

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 18
Eldisker sem notuð eru við byrjunareldi að 15-20 g þyngd seiðanna. I eldishúsi Kollafjarðarstöðvar- innar eru 40 slík ker. (Ljósm. Ami Isaksson). arútkoma verði því mjög léleg. Af þessum ástæðum eru sýndir eingöngu hópar með yfir 5% heimtur í mynd 1, enda hefði ekki verið rúm á súluritinu fyrir alla hópa, sem merktir hafa verið, en þeir eru yflr 150 á árunum 1974-1978. A myndinni er greint á milli fóðurtegunda með svörtum lit og vísast til skýringa í mynd 1 varðandi hinar ýmsu fóðurtegundir. Eins og sést á myndinni voru ýmsir hópar eins árs seiða aldir að miklu leyti á íslensku fóðri á tímabilinu frá 1972 til 1974. Frá 1975 hafa eins árs seiði verið eingöngu alin á innfluttu fóðri nema fóður- tilraunahópar. Einu seiðunum, sem al- gjörlega höfðu verið alin á íslensku fóðri, var sleppt úr Laxeldisstöðinni 1978, ásamt samanburðarhópum á Ewos-laxafóðri. Tveggja ára seiði, sem alin hafa verið innanhúss, hafa í nokkrum tilfellum verið alin á íslensku fóðri síðustu mánuði fyrir sleppingu, þ.e.a.s. veturinn 1973-74 og 1975-76. Annars hafa tveggja ára seiði í útitjörnum verið alin á loðnu síðasta vetur fyrir sleppingu. Ofan á súlum í mynd 1 má sjá meðal- þyngd seiða einstakra fóðurtilraunahópa, en meðalþyngd hefur veruleg áhrif á það, hvernig niðurstöður varðandi heimtur eru túlkaðar. 3. Meðalþyngd. Það er alþekkt staðreynd, að heimtur laxaseiða batna með aukinni lengd seiða og þyngd. Að vísu hefur notkun örmerkja leitt í ljós, að þessi munur er ekki eins mikill og áður var álitið. Reynt er að sýna það í mynd 2, en hún sýnir heimtur, miðað við þyngd í öllum hópum í mynd 1. A mynd 2 kemur fram, að ekki síðri árangur hefur náðst í sleppingu 20-25 gramma gönguseiða, heldur en stærri seiða. Þar er dregin lína, sem með líkindum má telja, að gefí rétta mynd af aukningu á heimtum, miðað við stærð hjá örmerktum laxa- seiðum. Til samanburðar er sýnd lína, sem gildir fyrir seiði merkt með útvortis merkjum (Carlin), er mikið var sleppt af fyrir 1973. Þessi lína er mun brattari og heimtur á 20-25 gramma seiðum eru greinilega hverfandi, enda geta slík seiði ekki borið Carlin-merki. Sé gert ráð fyrir, að stærðaraukning laxaseiða úr 20 í 40 grömm bæti heimtur aðeins um 2-4%, vaknar sú spurning, hvort ekki sé hagkvæmara að ala fleiri minni seiði. Að vísu má búast við, að stærri seiði skili- sér sem stærri árs lax úr sjó. Sá munur vegur þó sennilega ekki á móti sparnaði í fóðrun seiðanna, því reikna má með, að hvert kg seiða kosti svipað. Að vísu getur ein fóðurtegund verið kraftmeiri en önnur og gefið betri vöxt á tímaeiningu, en þá má 16 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.