Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Page 24
Nýjasta tcekni við laxamerkingar byggist á því að
skjóta svokölluðum örmerkjum inn í snjáldur
laxaseiðanna. Seiðunum er síðan rennt í gegnum
tceki, sem segulmagnar merkið og gerir mögulegt
að ná því aftur við endurkomu laxins úr sjó.
(Ljósm. Arni Isaksson).
ákveða sinn göngutíma. Fjárveiting til að
byggja slíka tjörn í stöðinni fékkst þó ekki
fyrr en vorið 1978.
Sú niðurstaða merkinganna 1975, að
mun heppilegra væri að sleppa eins árs
seiðum ofan við lónið, þótti stangast mjög
á við niðurstöður í sleppingum 1973. En
sem betur fer hafði tilraunin verið endur-
tekin í merkingum 1976. Sú tilraun leiddi
í ljós, eins og fram kemur í töflu 1, að
heimtur voru þrisvar sinnum betri í hóp-
um, sem sleppt var fyrir neðan lónið.
Hér hafði sama tilraunin verið endurtekin
tvö ár í röð með algjörlega gagnstæðri út-
komu. Var nú ljóst, að hvorug sleppiað-
ferðin var nægilega örugg til þess, að hægt
væri að treysta henni við sleppingar úr
stöðinni, einkum þar sem seiðin voru
orðin minni og viðkvæmari í meðhöndlun.
Þegar þessi niðurstaða lá fyrir sumarið
1977, hafði þegar verið sleppt merktum
seiðum það árið. Eins og áður er getið,
leiddi sú slepping í ljós, að þetta sleppi-
kerfí hafði gengið sér til húðar og nauðsyn-
legt var að gjörbreyta um sleppiaðferð,
a.m.k. meðan jarðtjarnir einar voru fyrir
hendi í stöðinni. Sleppitjörn við sjóinn var
loks byggð vorið 1978.
í sleppingu 1978 voru gönguseiðin í
fyrsta skipti látin ráða sínum göngutíma,
og þar sem vegalengdin í sjóinn úr sleppi-
tjörninni var mjög stutt, var mögulegt
að fóðra seiði allt þar til þau hurfu í sjóinn.
Þessi sleppiaðferð sannaði gildi sitt þegar
á fyrsta ári með tæplega 8% meðalheimtum
merktra eins árs seiða, sem voru um 25
grömm við merkingu.
7. Göngubúningsmyndun.
Eitt atriði, sem mjög mikil áhrif hefur á
réttan sleppitíma og jafnvel sleppistað, er
framgangur göngubúningsmyndunar, en
hann ræðst mikið af hitastigi. I merking-
um 1975 kom í ljós, að einn hópur, sem
fengið hafði mjög mikinn hita að vorinu
gaf verulega betri heimtur en saman-
burðarhópar, þegar seiðunum var sleppt í
lok apríl. Þannig geta eins árs seiði í eldi
verið mjög missnemma tilbúin, eftir því í
hvaða hitastigi þau eru alin síðustu
22
VEIÐIMAÐURINN