Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Qupperneq 29
Rekstur klak- og eldisstöðvarinnar
gekk vel, innan þess ramma, sem tak-
markað vatnsrennsli til eldisstöðvar-
innar leyfír. Tengingu heimæðar til klak-
hússins við aðalæð var breytt og ný leiðsla
lögð, og er rennsli til hússins nú miklu
jafnara og öruggara en áður var. Hins
vegar hafa engar úrbætur fengizt enn sem
komið er í vatnsmálum eldisstöðvar-
innar.
Framleiðslu klak- og eldisstöðvarinnar
var ráðstafað svo sem hér segir: Elliðaár
500.000 kviðpokaseiði, Leirvogsá 8.000
sjógönguseiði og 4.000 sumaralin, Grímsá
1.000 sjógönguseiði, Álftá 3.150sjógöngu-
seiði, Lagarfljótssvæðið 150.000 sumar-
alin seiði, Breiðdalsá 2.500 sjógönguseiði
og 35.000 sumaralin, Tungufljót 25.000
sumaralin seiði. Alls eru þetta 500.000
kviðpokaseiði, 214.000 sumaralin seiði
og 14.650 sjógönguseiði.
Forstöðumaður klak- og eldisstöðvar-
innar er Guðmundur Bang, en einnig var
Runólfí E. Heydal, formanni klak- og
fiskiræktarnefndar, fluttar þakkir fyrir
mikið starf að eldismálum félagsins.
Félagið hélt öllum þeim vatnasvæðum,
sem það hafði árið á undan, en tók auk þess
á leigu Álftá á Mýrum, Ásgarðsveiðar í
Sogi og Núpá í Eyjahreppi, og seldi veiði-
leyfi í umboðssölu í Blikdalsá á Kjalar-
nesi og í Kleifarvatni.
Félagið hafði 4.469 stangveiðidaga í
laxveiði til ráðstöfunar, þegar frá hafa
verið dregnir þeir dagar, sem veiðirétt-
areigendur ráðstöfuðu sjálfir, svo og
Lagarfljótssvæðið, Tungufljót og Núpá.
Þessir dagar skiptast þannig á ár félagsins:
Elliðaár 480 stangveiðidagar, Leirvogsá
211, Blikdalsá 35, Grímsá 390, Norðurá
1.472, Álftá 164, Flókadalsá í Fljótum 276
Breiðdalsá 395, Stóra-Laxá 770, Sog 276.
Að meðtöldu Lagarfljótssvæðinu, Jökuls-
árhlíð, Tungufljóti, Núpá og silungsveiði í
Flókadalsá og Breiðdalsá hafði félagið
um 10 þúsund lax- og silungsveiðidaga
á boðstólum.
Veiðileyfi seldust mjög vel, og var
uppselt í allar helztu ár félagsins.
Alls veiddust um 6.170 laxar í ám félagsins,
eða um 1.460 löxum færra en í sömu ám
sumarið 1978, en vatnsmagn í ám sunnan-
og vestanlands var lengst af sumri með
minnsta móti.
Elliðaár: Veiðin 1979 var 1.336 laxar,
sem er svipað og tvö undangengin ár, en
verulega minni veiði en árabilið 1972 -
1976. Öll veiðileyfi seldust.
Stjórn SVFR barst til eyrna, að veru-
leg laxveiði í net ætti sér stað hér á Sund-
unum, og fékk hún Garðar Þórhallsson
formann Elliðaárnefndar til að kanna
þetta. Stóð hann að verki mann nokkum,
er kom að landi með sjóveiddan lax og
kvaðst veiða í leyfi eiganda Viðeyjar.
Er það mál nú í höndum lögregluyfir-
valda. Eigandi Viðeyjar telur sig eiga
rétt til netalagna, en Veiðimálastofnun
er á öðru máli, og er þetta í athugun hjá
borgarlögmanni. En eftirlitsferðir Garðars
Þórhallssonar og Landhelgisgæzlunnar
hafa staðfest þann grun, að ólöglegar
netalagnir hafa verið í sjó hér í grennd-
inni. Vonandi tekst að stöðva ólöglega
sjóveiði á Ellíðaárlaxinum. En veiði-
þjófnaður í ánni sjálfri og tilraunir í þá
átt er éinnig vandamál, sem taka verður
föstum tökum.
Á fundi í borgarráði í lok aprílmánaðar
1979 var samþykkt að segja upp samningi
við SVFR um Elliðaár. Var málið síðan
í biðstöðu fram í september, er borgar-
ráð samþykkti, að Rafmagnsveita Reykja-
víkur og Veiði- og fiskiræktarráð Reykja-
víkur (VFR) skyldu taka upp samninga-
viðræður við SVFR, og fóru þær fram í
VEIÐIMAÐURINN
27