Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Qupperneq 31
honum, með 14 atkvæðum gegn einu.
Leirvogsá: Þar veiddust 386 laxar
sl. sumar, sem er 125 löxum undir meðal-
veiði síðustu 5 ára. 011 veiðileyfi seldust.
í skýrslu sl. árs kom fram, að ekki hafði þá
verið samið um Leirvogsá, en SVFR hélt
ánni og var samningurinn undirritaður
6. janúar 1979, og hinn 30. nóvember
var undirritaður samningur um ána 1980.
Verð veiðileyfa hækkar að meðaltali
um 50%.
Grímsá: Sl. sumar veiddust 1.538
laxar í Grímsá, um 400 löxum færra en
1978, og um 100 löxum undir 5 ára meðal-
veiði. Öll veiðileyfí seldust. Samkvæmt
samningi um ána 1980 verður SVFR með
sama dagafjölda og sl. sumar. Hámarks-
veiði er nú ákveðin 12 laxar á stöng á dag.
Verð veiðileyfa hækkar um 50% að meðal-
tali.
Norðurá: Veiðin sl. sumar varð um
2.000 laxar, eða næstum jafnmikil og 1978
og um 300 löxum yfir meðalveiði sl. 5
ára. Kom Norðurá að þessu leyti bezt
út af ám félagsins. Sala veiðileyfa nam
99%. Samkvæmt samningi um árleigu
1980 hækkar verð veiðileyfa að meðal-
tali um 60%. Stjóm Veiðifélags Norðurár
taldi, að áin hefði síðustu árin dregizt
aftur úr í verðlagi og lagði fram tölur,
sem sýndu, að þetta hafði við rök að
styðjast. Hækkunin nú er því að nokkru
leiðrétting á þessu.
Breiðdalsá: Þar veiddust 249 laxar,
sem er sami fjöldi og 1977, en um 160
löxum færra en 1978, en þá varð metveiði
í Breiðdalsá. í ánni er einnig mjög góð
bleikjuveiði. Sala lax- og silungsveiði-
leyfa nam um 70%. Samkvæmt samkomu-
lagi um verð veiðileyfa o.fl. 1980 hækka
dýrustu veiðileyfi nú úr kr. 18.000 í kr.
23.500 (30% hækkun). Næsta sumar
stækkar veiðisvæðið frá því sem var sl.
sumar, þ.e. um Suðurdalsá ofan Beljanda
og Norðurdalsá ofan Móhyls, þar sem
nýtt verður ein stöng í um 3 vikur
í hvorri ánni.
Stóra-Laxá: Veiðin var 270 laxar,
300 löxum minni en sumarið 1978, sem
var metár í ánni, en svipuð og 1976 - 1977.
Sala veiðileyfa nam 98%. Samkvæmt
samningi um umboðssölu 1980 hækka
veiðileyfí með húsgjaldi úr kr. 14.500
í kr. 21.000 (45% hækkun). SVFR verður
nú með alla ána, þ.á.m. þann 1 - lVi
mánuð, sem franskir veiðimenn hafa haft
sl. 2 ár á efsta svæðinu.
Ásgarðsveiðar í Sogi: SVFR tók þetta
fallega og eftirsótta veiðisvæði á leigu
sl. sumar. Seldust 99% veiðileyfa. Þama
veiddust 124 laxar sl. sumar, en 238
árið áður. Verður SVFR með þetta svæði
áfram á næsta sumri.
Önnur veiðisvæði: SVFR seldi
veiðileyfí í Blikdalsá á Kjalamesi í
umboðssölu. Þarna veiddust 20 - 30 laxar
á eina stöng. Öll veiðileyfí seldust.
Óvíst er, hvort SVFR verður með þessa á
næsta sumar. Félagið tók á leigu Álftá
á Mýrum til eins árs. Öll veiðileyfí seldust,
en veiðin varð minni en vonir stóðu til,
eða 252 laxar. SVFR verður ekki með
Álftá næsta sumar. Tekin var á leigu til
eins árs í tilraunaskyni Núpá í Eyja-
hreppi. Þar var lítil sem engin veiði og
óvíst, hvort áin verður tekin á leigu
næsta sumar. SVFR seldi veiðileyfí í
Flókadalsá í Fljótum í umboðssölu eins
og undanfarin ár. Seldust veiðileyfí
vel, en veiði varð með minnsta móti að
þessu sinni. Félagið verður með ána áfram.
Á Lagarfljótssvæðinu var sl. sumar
lokið seiðasleppingum skv. samningi,
en félagið hefur veiðiréttinn í eitt ár
enn. Engar fregnir hafa borizt af laxveiði
þar, né í Tungufljóti. Nú er lokið brúar-
VEIÐIMAÐURINN
29