Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Page 35
Gunnar Bender
Hann var víst 25 punda!
Frá Stóru-Laxá í Hreppum
86 km löng.
Greinilegt er á öllu að stangveiðinni
bætast ár hvert nýjir meðlimir sem reyna
eftir fremsta megni að stunda þetta sport.
En vegna hins gífurlega verðs á veiði-
leyfum hafa margir fælst frá. A þetta við
um laxinn sérstaklega. A síðustu árum
hefur margt breytzt hér á landi. Erlendir
peningamenn hafa teygt hingað arma sína í
enn ríkari mæli. I svo ríkum mæli, að á
nokkrum árum höfum við svo gott sem selt
landið í hendur þessara auðstéttarmanna.
Hvers vegna gerum við ekkert? Er íslend-
ingum alveg sama þótt landið sé selt hæst-
bjóðanda? Er okkur alveg sama um landið
okkar? Island er ekki stórt land og það
tekur ekki langan tíma að selja það. Það er
rétt að íhuga þetta í upphafi þessarar
greinar. Stangaveiðifélagið hefur misst svo
margar góðar ár, að þetta er íhugunarefni
fyrir alla félagsmenn. Og við eigum eftir að
missa fleiri ár. Við þessu verður að sporna
strax. Það er að verða um seinan. ísland
fyrir Islendinga.
Margar sögur verða til í kringum veiði-
skapinn eins og allt tómstundagaman. En
því miður eru alltof fáar af þeim skráðar.
Þær deyja því út. Stangveiðimenn eru
ekkert sérstaklega duglegir að setja þær á
blað. Það er þess vegna spurningin, hvern-
ig á að „veiða“ þær. Hvaða beitu á að nota?
Það sem ég ætlaði að fjalla um í þessari
grein er Stóra-Laxá í Hreppum. Stóra-
Gutinar Bender
Laxá er mjög löng og talsvert vatnsmikil
bergvatnsá, sem kemur úr svonefndum
Laxárdölum langt norður á heiðum og
rennur um Hreppa til suðvesturs. Hjá
Hrepphólum breytir hún um stefnu og
rennur þá í stórum boga til vesturs og
norðurs í Hvítá. Einhversstaðar segir að
áin sé 86 km löng. Stóru-Laxá má án efa
kalla hrikalegustu veiðiá landsins. Nátt-
úrufegurð við ána er gífurleg og minnir
sums staðar á undraheima. En áin er stór-
hættuleg, ef ekki er farið varlega. Klettar
og há björg eru einkenni við Stóru-Laxá.
Þau skipti sem ég hef farið í ána, hef ég
aldrei séð veiðivörð. Það er mikið öryggis-
atriði að hafa veiðivörð, sérstaklega við
svona á.
Náttúrubörn.
Margir hafa óbeit á maðki. Veiða helst
aldrei á annað en flugu. Þeir um það. Eg er
VEIÐIMAÐURINN
33