Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Qupperneq 36

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Qupperneq 36
Greinahöfundur með laxinn sem hann veiddi. einn af þeim sem veiði nær eingöngu á maðk. Menn hafa verið að segja við mig: „Prófaðu fluguna, hún er miklu skemmti- legri.“ En meðan að ég finn að það er ágætt að renna með maðk getur varla nokkur breytt því. Eg ætla nú að segja frá tveimur veiðiferðum sem ég fór í Stóru-Laxá með ársmillibili. Fyrst er það veiðiferðin síðasta sumar. Það er þriðjudagsmorgunn. Agúst- mánuður er nýgenginn í garð. Veðrið -er mjög gott, þó ekki sé það neitt sérstakt veiðiveður. Daginn áður hafði verið á núlli. Svo allir höfðu ákveðið að sofa frameftir þennan morgun. En þar sem ég er ekki mjög morgunsvæfur, rölti ég einn míns liðs niður að á. Rétt er að taka fram áður en lengra er haldið, að ég er við veiðar á svæði fjögur. Eg byrjaði að renna í Hundastapa. Þessi hylur er mjög skemmtilegur og hafa margir laxar veiðst í honum í gegnum árin. En ekki virðist vera mikið líf í hylnum þennan morgunn. Helst voru það laxaseiði sem voru vöknuð. En því miður fyrir greyin hafði ég ekki hinn minnsta áhuga á að ala þau á rándýrum maðki. Það er nú nóg að skríða um alla garða svo maður þurfi ekki að ala einhver smáseiði. Þá var bara að koma sér í næsta hyl. Hver veit nema þar gæti verið lax. I Nálarhyl hafði veiðst einn og einn lax uppá síðkastið. Eftir að hafa komið sér vel fyrir efst í hylnum var að renna. Eg kastaði neðst í hylinn. Og viti menn, það var tekið í á stundinni. Laxinn virtist nú ekki hafa mikla krafta. Tók vart í. Þetta var kannski ekki lax? Jú það gat varla verið annað um að ræða. Svo stökk hann upp. Þetta var á að giska 6-7 punda fiskur. Eftir nokkurt stapp gafst vinurinn upp. Þetta var eini fiskurinn sem veiddist á svæði fjögur þennan dag. Ekki merkileg veiði það. Það er alveg gífurlega gaman að veiða í Stóru-Laxá. Þó undirritaður hafl ekki veitt í ánni mörgum sinnum, hef ég séð betur og betur hverskonar perla þessi á er. Ef menn hafa ekki farið í Stóru-Laxá ennþá er svo sannarlega kominn tími til. Þó veiðin sé ekki alltaf uppá marga fiska er það snertingin við náttúruna. Enda hafa veiði- menn stundum verið kallaðir „náttúru- börn.“ Það er sannarlega réttnefni. Manni getur nú skjátlast. Arið áður en þessi veiði fékkst var ég við veiðar í Hrunakrók. Var þetta í september- byrjun. Hafði ég fengið einn dag, en aðeins gat maður veitt í nokkra tíma. Veðurofsinn var slíkur. Það var byrjað að renna efst í Hólmanum, en því miður sást ekki kvikt þar. Síðan fært sig á breiðuna. Þá var fært sig aðeins neðar. Lét ég maðkinn renna út í strauminn. Strax var tekið hraustlega í, en síðan ekki söguna meir. Dró ég því að landi. Ongullinn var alveg ber. Dýr rekstur á þessum laxi. Síðan var beitt og látið vaða útí. Og viti menn, hann var á sá gamli. Og Þessi var sko engin smásmíði. Kannski myndi þessi verða sá stærsti sem veiddist í ánni á þessu sumri? Byrjaði ég nú að draga inn línuna. Og ég fann svo sannar- 34 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.