Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 45

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 45
bleik flökin. Nýmetið var kærkomin til- breyting fyrir almúgann, sem nærðist aðallega á kartöflum á þessum árstíma. Meðan beðið var þess að suðan kæmi upp í pottinum voru slegnir tappar úr viskí- kútum og heimabruggaður mjöður bor- inn á borð í stórum krúsum. Það var kátt á hjalla, menn sögðu skopsögur hver um annan og sungu við raust þess á milli. Að veislunni lokinni, komu karlmennirnir gjarnan við á kránni. Vertinn lagaði sterk- an púns, sem karlarnir kneyfuðu og drógu ekki af sér. Þegar líða tók á nóttina kom sveitarfiðlarinn og hljóðpípuleikari og léku fyrir dansi það sem eftir lifði nætur.“ Rithöfundarnir William Scrope og Thomas Todd Stoddard hófu veiðþjófn- aðinn líklega hærra til skýjanna en nokkrir aðrir. Sá síðarnefndi lýsir þessum kapps- fullu veiðum mjög ýtarlega í bókinni ART OF ANGLING (2.útg. 1836). í þeirri bók kemst hann m.a. svo að orði: ,,Það er mikill munur á vatnasvæðum okkar í Skotlandi og þeim ensku. Skosku fljótin eru blátær og straumhörð. Strengirnir taka ýmist á sig svartan lit mosans sem þekur árfarveginn, eða þá að þeir eru gagnsæir eins og dýrustu eðalsteinar. Víðfeðm vötn og glampandi tjarnir, óhugnanlega djúpar. Alls staðar gnægð gljáandi laxfiska“. Mest heillar áin Tweed þennan ágæta höfund. „Bakkar hennar eru í fullkomnu samræmi við fegurð hennar. Þeir eru hvorki uppblásnir með rofabörðum né rennblaut mýrarfen, þéttvaxin hárri stör. Ekki þaktir dimmum, villugjörnum skógum, heldur eru þeir harðir og þurrir og sumsstaðar prýddir einni og einni virðulegri eik, eða þá ösp og silfurbirki. Annars staðar veitir elririnn skjól.“ Ljósturinn er í miklu uppáhaldi hjá Stoddard. „Fjöldi hrognafullra laxa er drepinn á hverju ári með þessu tóli, þótt hann sé blakkur og leginn þegar þannig stendur á. Ekki kemur þó til greina að fordæma þessar hefðbundnu veiðar, hvað þá að banna þær. Nær væri að örfa þær að vissu marki. Enginn sannur Skoti mundi virða slíkt bann. Þess konar ólög mundu særa skoskan þjóðarmetnað.“ I annarri bók, THE ANGLERS COMPANION (1853), segir Stoddard að í mörgum ám séu veiddir fleiri laxar á ljóstur en á veiði- stöng. „Hjá Kirkbank er ljósturveiði einnar nætur álíka mikil og sumarveiði tuttugu snjallra stangveiðimanna, sem veiða einvörðungu með löglegum veiðar- færum.“ Höfundinum þótti það mjög miður þegar ljósturveiðar voru bannaðar með gildistöku svonefndra Tweedlaga. Skv. þessum lögum var jafnvel bannað að eiga slíkt verkfæri. Hinir gömlu og góðu dagar voru brátt á enda, eða eins og skáldið kemst að orði: „....þegar um 300 riðlaxar lágu spriklandi á blóði drifnum bakkanum, allir höfðu þeir fallið fyrir einum og sama ljóstrinum. Sömu örlög biðu 6000 laxa, sem smogið höfðu framhjá þvergirðingum netaveiðimanna í Berwick, laxar sem margir vonuðu að yrðu til að tryggja viðhald og viðgang stofnsins, þeirra beið einnig dauði á banvænum oddi ljósturs- ins.“ Auk rányrkjunnar, sem stunduð var fyrir opnum tjöldum til sveita, höfðu ótaldir, skipulagðir smáhópar veiðiþjófa lífsframfæri sitt af ólögmætum veiðum. Eftir að járnbrautirnar komu til sögunnar, tóku atvinnumenn úr undirheimunum að hasla sér völl á þessu sviði. Þeir skipulögðu markaðs- og dreifingarkerfí. „Umboðs- menn“ þeirra keyptu stolinn lax og villi- bráð af heimamönnum. Varan var síðan send á fölskum pappírum á markað í Liverpool, Manchester og London. Aætl- að var að um 100 tonn af stolnum laxi hafi verið send til Englands og Frakklands á ári, VEIÐIMAÐURINN 43

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.