Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Page 46

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Page 46
allt veitt á friðunartíma ánna. Talið var að þriðji hver lax, sem kom upp úr ánni Tweed hafl verið ólöglega veiddur. Enginn Tweedbúa leit á veiðiþjófnað sem glæp. Margar fjölskyldur öfluðu sér vetrarforða með eigin höndum á þennán máta. Sagt var um þá sem stunduðu löglegar neta- veiðar á ánum Tay og Tweed, að þeir væru ætíð með lúkurnar á bólakafi um friðunar- tímann. Verðir laganna stóðu marga að verki og drógu þá fyrir dómara. Flestir hinna ákærðu játuðu sekt sína undan- bragðalaust og sluppu með föðurlega áminningu, a.m.k. þeir sem dregnir voru fyrir dóm hjá Sir Walter Scott, en hann var yfirvald í sinni sýslu. Hann gerði þó greinarmun á því, hvort menn stálu til þess að seðja sárasta hungur sitt, eða í ábata- skyni. Tekið var mun harðar á brotum atvinnuþjófa. Þrátt fyrir stranga gæslu við árnar, voru ætíð til náungar, sem höfðu tök á að útvega manni lax ef mikið lá við, og það jafnvel á þeim árstíma er veiðar voru með öllu bannaðar. Einn þessara furðufugla var kallaður Fiskatumi. Tumi bjó í Sígauna- búðum í nánd við Kelso. Hann var á sífelldum ferðalögum út um allar trissur. Stundum fór hann langleiðina til Edin- borgar á ferðum sínum. Tumi seldi ein- göngu kryddreyktan lax. Uppskriftina fékk hann hjá Sígaunum og var hún alda- gömul að sögn Tuma. Laxinn seldi hann kráareigendum á viðkomustöðum póst- vagna. Forfeður Fiskituma voru alræmdir veiðiþjófar upp til hópa og kunnu betri skil á þeim kúnstum en flestir aðrir. Honum var þetta því í blóð borið. Þegar dánarbú Tuma var gert upp, kom í ljós að hann átti £700 í handraðanum. Þetta þótti góð summa í þá daga. Einkaerfingi Tuma var vangefín dóttir hans. Haft var á orði, að Fiskitumi hafí haft líf þúsunda vænna Tweedlaxa á samviskunni þegar hann kvaddi þennan heim. Annar furðufugl var Laxa-Kobbi. Hann ferðaðist milli Perth og Edinborgar í hestvagni og seldi fisk úr stórum ámum, aðallega saltsíld og pækil- saltaðan þorsk. Það var algeng sjón að sjá Kobba skrönglast á hestvagninum sínum eftir forugum malarvegunum út um allar sveitir. Það vissu allir, sem það á annað borð vildu vita, að Kobbi gat alltaf útvegað viðskiptavinunum nýjan lax og árstími skipti þar engu máli. Kobbi var sanngjarn maður og seldi laxinn yfirleitt undir gang- verði. Hann var talinn mjög vandur að virðingu sinni. T.a.m. seldi hann aldrei svartlax, sem svo var nefndur, þ.e. niður- göngulax, aðeins úrvalsvöru, ekkert annað. Kobbi hafði sambönd út um allar jarðir, og þótt hann stundaði veiðiþjófnað og ólög- lega sölu á laxi í heilan mannsaldur, slapp hann alltaf undan vökulum augum lög- gæslumanna. Laxa-Kobbi varð allur við „veiðar“ að næturlagi úti á ánni Forth. Lík hans fannst rekið morguninn eftir skammt ofan við Stirling. Ungur að árum lærði Kobbi að vefa. I þá daga fengu vefarar sultarlaun. Kobbi sagði því starfinu fljótt lausu og sneri að ,,fisksölunni“ sem reynd- ist mun ábatasamari. Hannn aríleiddi barnabarn sitt að aleigunni eftir sinn dag, £1700. Hér á árum áður, var mjög auðvelt að laumast í ár og vötn í óbyggðum Skotlands og á heiðum uppi, þar sem langt var á milli bæja. Það er haft eftir Sir Walter Scott, að alþýða manna í Skotlandi hafi alfarið verið þeirrar skoðunar, að hún væri borin til sömu hlutdeildar og landeigendur í gögnum og gæðum þessara gjöfulu vatna. Smám saman var gæsla efld við árnar og minnkaði ásókn veiðþjófa að sama skapi. Við lok 19. aldar voru t.d. 22 verðir að staðaldri við ána Dee í Aberdeensýslu, og 44 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.